Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 28
30. október 2009 FÖSTUDAGUR2
„Það má segja að þetta sé lítil og
falleg saga um gildi þess að vera
sáttur við sjálfan sig, að það sé allt
í lagi að vera öðruvísi,“ segir Þór-
hallur Sigurðsson, leikstjóri nýju
barnasýningarinnar um Sindra
silfurfisk sem frumsýnd verður í
Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleik-
hússins, á morgun klukkan 13.30.
Áslaug Jónsdóttir er höfundur
verksins. Elva Ósk Ólafsdóttir er
leikari sýningarinnar. Þrír brúðu-
stjórnendur stjórna sjávardýrun-
um og tólf leikarar ljá þeim radd-
ir sínar.
Leikritið fjallar um silfurfisk-
inn Sindra, sem talið er trú um
að hann verði að vera gullfiskur.
Á leið sinni um hafdjúpin mætir
Sindri ótal skrýtnum og skrautleg-
um sjávardýrum, sem sum hver
eru mjög hættuleg..
Sjávardýrin í sýningunni eru að
uppistöðu brúður úr sýningu Þjóð-
leikhússins Krukkuborg eftir Odd
Björnsson, sem Þórhallur leik-
stýrði á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins árið 1979. Una Collins, bún-
inga- og leikmyndahönnuður,
teiknaði sjávardýrin og skapaði
þau ásamt formlistamönnum leik-
hússins, þeim Bjarna Stefánssyni
og Jóni Benediktssyni. Erna Guð-
marsdóttir í Leikbrúðulandi kom
einnig að brúðugerðinni.
„Það er ekki oft sem maður
getur notað hluti úr gömlum
sýningum,“ segir Þórhallur, „og
hvað þá að heilu brúðurnar finn-
ist svona stráheilar og fínar eftir
allan þennan tíma. Í þessa sýn-
ingu notum við sömu tæknina og
við gerðum fyrir þrjátíu árum og
fiskarnir eru eins skínandi fal-
legir og þá, sannkölluð listaverk,
segir Þórhallur.
Brúðugerðarmeistarinn Stef-
án Jörgen Ágústsson hefur gert
nokkrar nýjar brúður fyrir þessa
sýningu, þar á meðal aðalsöguhetj-
una Sindra sjálfan. Höfundurinn
Áslaug hefur áður samið leikritið
Gott kvöld sem sýnt var í Kúlunni,
en sú sýning hlaut Grímuverðlaun-
in sem besta barnasýningin vorið
2008. Þórhallur segir starfsemi
Kúlunnar hafa vakið mikla athygli
og settar hafa verið á svið marg-
ar vinsælar sýningar undanfarin
ár. „Við höfum boðið upp á leik-
hús fyrir börn allt niður í eins til
tveggja ára aldur, og foreldrarnir
skemmta sér oft alveg jafn vel og
börnin. Umhverfið hér í Kúlunni
hentar barnasýningum sérstak-
lega vel og það er sérlega gaman
að vinna að svona sýningum fyrir
börnin,“ segir Þórhallur.
kjartan@frettabladid.is
Allt í lagi að vera öðruvísi
Nýtt barnaleikrit, Sindri silfurfiskur eftir Áslaugu Jónsdóttur, verður frumsýnt í Kúlunni, barnaleikhúsi
Þjóðleikhússins, á morgun. Margar þrjátíu ára gamlar brúður eru notaðar í sýningunni.
Áslaug Jónsdóttir, höfundur Sindra silfurfisks, og Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Elva Ósk Ólafsdóttir er eini leikari sýn-
ingarinnar um Sindra silfurfisk.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON og félagar munu flytja öll
helstu lög hljómsveitarinnar Eagles á tónleikum í Háskólabíói á
laugardaginn. Með Eyfa verða meðal annars Björgvin Halldórs-
son, Stefán Hilmarsson, Edgar Smári og Sigurjón Brink.
Félagið Heilaheill stendur fyrir
árlegum Slagdegi víðsvegar um
landið á morgun.
Slagdagur félagsins Heilaheilla
verður haldinn í Kringlunni,
Smáralindinni í Reykjavík og Gler-
ártorgi á Akureyri á morgun frá
klukkan 13 til 16.
Af því tilefni gefst viðskiptavin-
um verslunarmiðstöðvanna að und-
irgangast ókeypis læknisfræðilega
athugun í umsjá fagfólks, þar sem
blóðþrýstingur er meðal annars
mældur, áhætta á heilaslagi metin
og boðið upp á almenna fræðslu
um slag og hvernig draga megi ur
líkum á því.
Um það bil 700 manns fá heila-
blóðfall á hverju ári, eða um tveir
á dag. Slagdagur Heilaheilla er
haldinn árlega í þeim tilgangi að
vekja athygli almennings og fræða
hann um sjúkdóminn.
Allar nánari upplýsingar um
starfsemi félagsins Heilaheill og
fræðsluhlutverk þess er að finna
á heimasíðu þessu, www.heilaheill.
is. - rve
Áfall ekki endirinn
Viðskiptavinum Kringlunnar, Smáralindar og Glerártorgs gefst kostur að fá ókeypis
blóðþrýstingsmælingu á Slagdegi Heilaheilla. NORDICPHOTOS/GETTY Menningardagar standa yfir í Árbæj-
arhverfi fram á sunnudag. Markmið
þeirra er að stuðla að aukinni sam-
heldni, samvinnu, samveru og hverf-
isvitund íbúa þar sem fólk á öllum
aldri kemur saman á ýmsum stöðum
til að auðga andann og skemmta sér
á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Meðal dagskrárliða má nefna potta-
kaffi í Árbæjarlaug á laugardagsmorg-
un, söguferð um Elliðaárdalinn og
skemmtidagskrá í Fylkishöllinni milli
14 og 15.30 á laugardag. Þar verða
til að mynda atriði frá æskulýðsstarfi
Árbæjarkirkju, fimleikaatriði, slökkvi-
lið höfuðborgarsvæðisins sýnir tæki
liðsins og skátafélagið Árbúar verð-
ur með skátaleiktæki. Menningardög-
unum lýkur með flugeldasýningu við
Árbæjarkirkju klukkan 21 á sunnudag
og kaffihlaðborði að sýningu lokinni.
Menningardagar í
Árbænum
POTTAKAFFI Í LAUGINNI OG FLUGELDA-
SÝNING Í ÁRBÆJARHVERFI.
Margt verður um að vera í Árbænum.
Málþing um fornleifarannsóknir
verður haldið í Þjóðarbókhlöð-
unni á morgun klukkan 13.
Félag um átjándu aldar fræði held-
ur málþing undir yfirskriftinni
Fornleifarannsóknir síðustu ára og
saga Íslands í fyrirlestrasal Þjóð-
arbókhlöðu, á 2. hæð, laugardag-
inn 31. október 2009.
Rætt verður að hvaða leyti hinar
umfangsmiklu fornleifarannsókn-
ir sem unnar hafa verið hérlendis
á síðustu árum varpa nýju ljósi á
sögu landsins.
Flutt verða fimm erindi. Gunn-
ar Karlsson, prófessor í sagnfræði
við HÍ, ræðir um framlag nýrra
fornleifarannsókna til íslenskrar
miðaldasögu.
„Svo á jörðu sem á himni – grafir
í Skriðuklausturskirkjugarði sem
nýjar heimildir um sögu Íslands“
er fyrirlestur Steinunnar Kristj-
ánsdóttur, lektors í fornleifafræði
við HÍ og Þjóðminjasafn Íslands.
Halldór Bjarnason, aðjúnkt í
sagnfræði við HÍ, fjallar um nýja
vitneskju um daglegt líf og neyslu-
hætti á 16. til 18. öld.
„Fallnir veggir og fáeinar línur á
blaði. Samtenging rústa og ritaðra
heimilda frá 17. og 18. öld“ er fyr-
irlestur Mjallar Snæsdóttur, forn-
leifafræðings við Fornleifastofnun
Íslands, og lokaerindi flytur Guð-
rún Ása Grímsdóttir, rannsóknar-
prófessor við stofnun Árna Magn-
ússonar. Það ber yfirheitið „Leifar
af leiðum“.
Málþingið hefst klukkan 13 og
því lýkur um klukkan 16.30. Öllum
er heimill ókeypis aðgangur.
Málþing um forn-
leifarannsóknir
Fornleifauppgröftur á Alþingisreit.
Auglýsingasími
– Mest lesið