Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 44
12 •
The Informant! segir frá
Mark Whitacre, sem er
á hraðri leið á toppinn
hjá stórfyrirtæki í mat-
vælabransanum sem
hann starfar hjá. Það er
ekki allt skrúfað fast í
hausnum á honum, sem
verður til þess að hann
flækist í atburðarás sem
hefur stórvægilegar
afleiðingar. Myndin er
byggð á sannri sögu sem
POPP mælir með að fólk
kynni sér á gömlu góðu
Wikipediu.
FRUMSÝND Í KVÖLD: THE INFORMANT!
LEIKSTJÓRINN
Steven Soderbergh, leikstjóri The
Informant!, vann Óskarsverðlaunin
árið 2000 fyrir stórmyndina Traffic.
Síðustu ár hefur hann sent frá sér
myndir á borð við Erin Brockovich
og Ocean‘s-þríleikinn sem skartar
mörgum af helstu stórstjörnum
stjörnuborgarinnar í dag.
GEÐÞEKKUR
BRJÁLÆÐINGUR
MAMMA
„Þessi
mynd
er alveg
æðislega
skemmti-
leg. Ég
man ekki
hvað
aðalleikarinn heitir, en hann er
yndislegur í hlutverki geðþekka
brjálæðingsins. Ég man nú eftir
þessu máli þegar það kom upp,
þess vegna er gaman að horfa á
svona skemmtilega mynd um það.
Hún er bæði fyndin og spenn-
andi.“
POPPDÓMNEFNDIN
BÍÓNÖRDINN
„Virki-
lega vel
gerð og
skemmti-
leg mynd.
Matt
Damon
stendur sig
vel og er nánast óþekkjanlegur í
hlutverki Marks Whitacre. Steven
Soderbergh er mjög skemmtilegur
leikstjóri og er í miklu stuði í mynd
sem minnir örlítið á Burn After
Reading eftir Coen-bræðurna. Ég
mæli hiklaust með þessari.“
VINURINN
„Gaur.
Mjög
skemmti-
leg! Hún
var samt
ekki eins
fyndin og
Zombie-
land en ég efast reyndar um að
hún hafi átt að vera það. Stað-
reyndamolarnir sem aðalpersónan
les inn í gegnum myndina eru
algjört gull og það er gaman að
sjá stelpuna sem leikur stalkerinn
í Two and a Half Men í alvöruhlut-
verki.“
STELPAN
„Æi, mér
finnst
þessi
mynd ekk-
ert spes.
Ég var hálf
ringluð
þegar hún
var búin og áttaði mig ekki alveg
á hvað vakti fyrir aðalpersónunni.
Matt Damon hefur líka oft, eða
bara alltaf, verið sætari. Ég myndi
frekar fara á Couples Retreat. Ég
gat samt alveg hlegið stundum þó
að ég hafi ekki beinlínis grenjað.“
1. Ýmsir – 5 (Hyperdub)
2. Alix Perez – 1984 (Shogun Audio)
3. Joy Orbison – Hyph Mngo (Hotflush)
4. Spectrasoul feat. Mike Knight – Melodies (Exit)
5. Break – Aftershower (Shogun Audio)
6. Terror Danjah – Gremlinz:
The Instrumentals 2003–2009 (Planet Mu)
7. Kryptic Minds – 768 (Tectonic)
8. Randomer – Rough Sex (FreeP3)
9. Fever Ray – Seven (Martyn remix) (Rabid)
10. Chromeo – Night By Night
(Skream Remix)
Topp 10 listi
október mánaðar
Kringlan | 534-2951
www.mohawks.is | facebook.com/mohawksiceland
Topp 10 listinn er í boði Mohawks
STAKK LÖGGUNA AF
Annar skoskur leikari, Ewan McGregor, hefur játað
að hafa stungið lögregluna af eftir að hafa verið
stöðvaður fyrir umferðarlagabrot.
Notaði hann tækifærið um leið og
löggan sneri í hann bakinu og
brunaði í burtu. McGregor vildi
ekkert gefa upp um hvar eða
hvenær þetta gerðist. „Ég
fékk engan sektarmiða. Ég
stakk hann bara af á
mótorhjólinu mínu,“
sagði hann í spjalli
við Jay Leno.
LÖGFRÆÐINGAR SLÁ
EKKI Í GEGN
Skoski leikarinn Gerard Butler er ánægð-
ur með að hafa ekki orðið lögfræðingur
þegar hann var yngri. Annars hefði hann
aldrei slegið í gegn í Hollywood. Butler
lauk lagaprófi í Glasgow og gerðist
síðan lærlingur til að öðlast full réttindi
sem lögmaður. „Ég var rekinn viku áður
en ég átti að fá lögmannsréttindin. Það
var versti dagurinn í lífi mínu en núna er
hann sá besti.“
Matt Damon
þurfti að þyngja sig
um rúm þrettán kíló
til að túlka hinn þybbna
Mark Whitacre. Hann
vakti mikla athygli á
meðan á framleiðslu
myndarinnar stóð og
slúðurpressan taldi
hann vera búinn að
missa það.