Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 45
Settu eina pakkningu
af nautahakki í skál
og hnoðaðu eins og
deig. Bættu egginu
og olíunni saman við
og blandaðu vel. Gott
er að klæðast plast-
hönskum, þar sem
þetta er subbuleg
aðgerð. Mikilvægt
er að hnoða hakkið
til svo að það verði
deigkennt og haldist
vel saman.
Saxaðu niður jala-
peño og settu út í
ásamt piparnum,
hvítlauk eftir smekk
og salt. Hnoðaðu
enn á ný buffið vel
saman og mótaðu
svo nokkra um 200
gramma eðalborgara.
Þeir eru mjög þykkir,
en þannig á það að
vera. Nú er gott að
byrja að hita pönn-
una nokkuð hæfilega.
Loks steikirðu
borgarann. Passaðu
að vera ekki með of
háan hita á pönnunni
svo að þú brennir
hann ekki að utan
áður en hann steikist
að innan. Taktu svo
brauð, beikon, græn-
meti og hvað sem þú
lætur á borgara og
raðaðu saman. Besti
hamborgari heims er
tilbúinn!
• 13
Við fyrstu sýn væri mjög eðli-
legt að draga þá ályktun að
munurinn á Fifa 09 og Fifa 10
væri lítill sem enginn. En Fifa 10
er virkilega góð viðbót við fyrri
Fifa-leiki og er gleðilegt að sjá að
endurreisn þessarar fornfrægu
leikjaseríu haldi áfram. Mikilvæg-
ustu breytingarnar eru þær sem
snúa að grafík leiksins. Leikmenn
á vellinum hreyfa sig nú á mun
trúverðugri máta, þeir hoppa upp
úr tæklingum og stundum hitta
þeir ekki boltann í upplögðu færi.
Dómararnir eru nú einnig orðnir
meira áberandi, meira að segja
línuverðir fá að vera í mynd, sem
er afar sjaldgæft.
Þessar breytingar hafa það í för
með sér að spilun leiksins verður
enn raunverulegri og hreinlega
skemmtilegri. Bætum við þetta
endurbættum spilunarmögu-
leikum, uppfærðum liðum og
þeim möguleika að geta sett sitt
eigið smetti inn í leikinn og þá er
kominn pakki sem er býsna erfitt
að hafna, sérstaklega ekki fyrir
aðdáendur fyrri Fifa-leikja.
- vij
POPPLEIKUR: FIFA 10
MEIRA AÐ SEGJA
LÍNUVÖRÐURINN
NIÐURSTAÐAGRAFÍK
4/5
SPILUN
5/5
HLJÓÐ
4/5
ENDING
5/5
Söngkonan Lily Allen
ætlar að setja á fót
sitt eigið útgáfu-
fyrirtæki, þrátt fyrir
fyrri yfirlýsingar
um að hún
ætli ekki að
gefa út aðra
plötu. Svo
virðist
sem hún
vilji vera meira á bak við
tjöldin í tónlistarbransanum
en hún hefur verið. „Ég er
ekki að hætta í tónlistinni.
Kannski hætti ég að syngja
um tíma. Ég væri til í að taka
mér smá pásu og prófa eitt-
hvað annað,“ sagði hún.
Julian Casablancas kom í
fyrsta sinn fram í sjónvarpi
með sólóverkefni sitt í kvöld-
þætti Conans O‘Brien fyrir
skömmu.
Strokes-
söngvar-
inn flutti
þar nýja
lagið 11th
Dimension
sem verður
á fyrstu
sólóplötu hans, Phrazes for
the Young, sem kemur út
í næstu viku. Eftir brösuga
byrjun í þættinum komust
Casablancas og félagar á flug
og skiluðu sínu óaðfinnan-
lega. Helst þóttu danshæfi-
leikar kappans stirðbusa-
legir og þarf hann líklega að
lagfæra það áður en hann fer
í tónleikaferðalag.
Billy Corgan, forsprakki
Smashing Pumpkins, ætlar
ekki að láta bólusetja sig
gegn svínaflensunni. Hann
segist ekki
treysta þeim
sem búa til
bóluefnið
og telur að
yfirvöld séu
að hræða
almenning
að óþörfu
með yfirlýs-
ingum sínum. „Vírusinn er
ekki orðinn að faraldri. Það
er fáránlegt að forsetinn
okkar Obama hafi lýst yfir
neyðarástandi,“ skrifaði hann
á heimasíðu sína. „Ég hef
lesið skýrslur um að það séu
sönnunargögn fyrir því að
vírusinn hafi verið búinn til af
mönnum.“
Þrátt fyrir að vera moldríkur
sér 50 Cent eftir því að hafa
ekki farið í viðskiptanám
þegar hann var yngri. Hann
segist mundu hafa viljað læra
allt um viðskipti í skóla frekar
en úti á götu með eiturlyfja-
sölu. „Fólk í gamla hverfinu
mínu hikaði ekki við að drepa
til að útrýma samkeppninni.
Núna starfa ég með við-
skiptajöfrum sem vilja líka
útiloka samkeppnina en gera
það á annan hátt. Þetta eru
tvær mismunandi leiðir að
sama markmiðinu. Ef ég hefði
haft val hefði
ég farið
í hina
áttina
og stundað
viðskipta-
nám,“ sagði
50 Cent.
HVERNIG Á AÐ...
ÚTBÚA BESTU
HAMBORGARA
HEIMS
POPPLEIKUR: UNCHARTED 2: AMONG THIEVES
INDY HVER?
Uncharted 2: Among Thieves er
án nokkurs vafa einn af allra bestu
leikjum ársins.
Öll grafík leiksins er til fyrir-
myndar og er í raun ekki hægt að
taka út neitt sérstakt borð sem
sýnikennslu í hvernig eigi að gera
tölvuleikjagrafík. Þau eru öll hreint
gullfalleg, hvort sem það eru ís-
hellar í Himalajafjöllum eða iðandi
frumskógar.
Í leiknum er vart hægt að
finna daufan punkt, leikurinn
er rússíbanareið frá upphafi til
enda og ber sérstaklega að nefna
lestarhluta leiksins sem skólabók-
ardæmi um hvernig eigi að heilla
unnendur tölvuleikja.
Það sem Uncharted 2 gerir svo
vel er að bjóða leikmönnum upp
á afþreyingu sem jafnast á við að
horfa á góða hasarmynd. Ímynd-
um okkur Indiana Jones áður en
hann varð farlama gamalmenni,
nema Uncharted 2 státar af meiri
hasar, meiri húmor og meiri
spennu. Þeir sem finna ekki gleði
í hjarta sér við að spila Uncharted
2 eru hreinlega dauðir að innan og
sálarlausir. - vij
NIÐURSTAÐAGRAFÍK
5/5
SPILUN
5/5
HLJÓÐ
5/5
ENDING
4/5
EINS OG HASARMYND Leikja-
dómari POPPS vildi gefa leikn-
um 6 af 5 mögulegum.
ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT:
Plasthanskar, nautahakk,
jalapeño, cayenne-pipar,
egg, matarolía, gráðaostur,
hvítlaukur, salt.
# # #
ERFITT AÐ
HAFNA Að-
dáendur FIFA
verða lengi að
sleppa þessum.
Tónastöðin er með meiriháttar úrval
magnara í öllum stærðum og gerðum frá
heimsþekktum framleiðendum!
Hjá okkur færðu faglega þjónustu,
byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
frábært úrv
al