Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 50
6 föstudagur 30. október tíðin ✽ Hrekkjavökutískan Á morgun er allrasálnamessa, hátíð hinna dauðu – öðru nafni hrekkjavaka (Halloween á ensku). Þessi hátíð er að festa sig í sessi hér á Íslandi og mörg hrekkja- vökupartí haldin á heimilum og skemmtistöðum landsins. Bún- ingar tengdir hrekkjavöku eiga allir að vera í drungalegri kantin- um – vampírur, nornir, seiðkarlar, draugar og forynjur. Föstudagur fékk Margréti Rögnu Jónasdóttur, förðunarfræðing og eiganda Make Up Store, til að sýna sér hvernig er hægt að framkalla frábært „gotneskt“ útlit: ljósa húð, dökk augu og varir og vera um leið sexý og seiðandi. UNDIRBÚNINGUR Undirbúið húð- ina með Face Mist rakaspreyi og Skin Serum. Berið örlítið af farða eða hyljara á augnlok og undir augu til að augnskugginn festist og endist betur. AUGUN Mótið augun með því að bera mjúkan svartan augnblýant í kringum augun. Dreifið með litl- um bursta og berið blýantinn líka á vatnslínuna. Brett- ið augnhárin og berið á svartan maskara. Veljið lengd auka- augnhára eftir því hversu dramatísk augun eiga að vera. SMOKEY AUGU Byrj- ið á því að bera á Pink Metal augnskugga létt undir augabrún. Dökkur Nightfall augnskuggi er settur yfir allt augnlokið. Að lokum er Devil Dust duftskuggi borinn á augnlokið og undir augun. Örlítið af glæru Blend & Fix kremi er penslað í augnhvarm- ana til að gefa gljáa. Einnig er þvi dúppað á nefbein og kinnbein. HÚÐ Þrífið undan augunum ef eitthvað hefur sest þaraf augn- skuggaduftinu. Berið síðan á húð- ina léttan farða. Reflex Cover er sett undir augun til að endurkasta ljósinu og gefa birtu í kringum augnsvæðið. Dustið síðan lausu púðri yfir til að festa farðann. KINNAR Rennið kinnalit eingöngu undir kinnbein- in til að móta þau. Varist að setja fremst í kinnar ef út- litið á að vera dramat- ískt. Sand eða Caramel eru flottir í skyggingu. BRÚNIR Snyrtar með ljósum blý- anti og formaðar með Stay in Shape vaxi. VARIR Berið örlítinn hyljara yfir út- línurnar á vörunum og mýkið inn á við. Berið rauðan Pout varalit á varir og formið útlínur með bursta. Rennið síðan dökkum varablýanti eins og Passionate Glory meðfram útlínum varanna þannig að dökki blýanturinn blandist við varalitinn. Að lokum er dökkum varalit dúpp- að yfir varirnar. Byrjið við útlín- urnar og skyggið inn á við. Black Orchid eða Dawn eru flottir litir í þetta. - amb Seiðandi augu og dimmrauðar varir: HEILLANDI Á HREKKJAVÖKU Make Up: Margrét með MAKE UP STORE Módel: Indíana Nanna Jóhannsdóttir 50% meira af góðgerlum í hylkjunum sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. og enn betri fréttir Frábærar til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA! Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. Hvernig er flott að líta út á hrekkjavökunni? Ef maður vill ekki fara alla leið í grímubún- inginn og mæta sem Frankenstein eða brúð- ur Drakúla eru margar frábærar leiðir til að umvefja sig myrku hliðunum um helg- ina. Það eru margar skemmtilegar leiðir að „goth“-útlitinu. Hvernig væri að lita einn hárlokkinn fjólubláan, fara í viktoríanska blúnduskyrtu eða kynþokkafullar leður- buxur í anda Lestat-vampíru? Hér eru nokkur flott dæmi sem hægt er að sækja innblástur í. - amb Sýndu þínar myrku hliðar Drungalegt og sexý Blúndur Gamaldags blúnda virkar alltaf til að framkalla vampíruáhrifin – þessi er frá Givenchy. Gamaldags „goth“ Viktoríönsk blúndu- skyrta við frakka frá Givenchy. Kvenlegt Skemmtileg samsetning af fínni blúndu við latex-buxur frá Givenchy. SVARTAR NEGLUR – Alison Mosshart úr Kills er daglega með svartar neglur og það passar líka fullkomlega við hrekkjavökubúning- inn. Þetta fallega lakk er frá Yves Saint Laurent. Svart Síður „goth- ara“-kjóll frá Chris- topher Kane.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.