Fréttablaðið - 30.10.2009, Side 50

Fréttablaðið - 30.10.2009, Side 50
6 föstudagur 30. október tíðin ✽ Hrekkjavökutískan Á morgun er allrasálnamessa, hátíð hinna dauðu – öðru nafni hrekkjavaka (Halloween á ensku). Þessi hátíð er að festa sig í sessi hér á Íslandi og mörg hrekkja- vökupartí haldin á heimilum og skemmtistöðum landsins. Bún- ingar tengdir hrekkjavöku eiga allir að vera í drungalegri kantin- um – vampírur, nornir, seiðkarlar, draugar og forynjur. Föstudagur fékk Margréti Rögnu Jónasdóttur, förðunarfræðing og eiganda Make Up Store, til að sýna sér hvernig er hægt að framkalla frábært „gotneskt“ útlit: ljósa húð, dökk augu og varir og vera um leið sexý og seiðandi. UNDIRBÚNINGUR Undirbúið húð- ina með Face Mist rakaspreyi og Skin Serum. Berið örlítið af farða eða hyljara á augnlok og undir augu til að augnskugginn festist og endist betur. AUGUN Mótið augun með því að bera mjúkan svartan augnblýant í kringum augun. Dreifið með litl- um bursta og berið blýantinn líka á vatnslínuna. Brett- ið augnhárin og berið á svartan maskara. Veljið lengd auka- augnhára eftir því hversu dramatísk augun eiga að vera. SMOKEY AUGU Byrj- ið á því að bera á Pink Metal augnskugga létt undir augabrún. Dökkur Nightfall augnskuggi er settur yfir allt augnlokið. Að lokum er Devil Dust duftskuggi borinn á augnlokið og undir augun. Örlítið af glæru Blend & Fix kremi er penslað í augnhvarm- ana til að gefa gljáa. Einnig er þvi dúppað á nefbein og kinnbein. HÚÐ Þrífið undan augunum ef eitthvað hefur sest þaraf augn- skuggaduftinu. Berið síðan á húð- ina léttan farða. Reflex Cover er sett undir augun til að endurkasta ljósinu og gefa birtu í kringum augnsvæðið. Dustið síðan lausu púðri yfir til að festa farðann. KINNAR Rennið kinnalit eingöngu undir kinnbein- in til að móta þau. Varist að setja fremst í kinnar ef út- litið á að vera dramat- ískt. Sand eða Caramel eru flottir í skyggingu. BRÚNIR Snyrtar með ljósum blý- anti og formaðar með Stay in Shape vaxi. VARIR Berið örlítinn hyljara yfir út- línurnar á vörunum og mýkið inn á við. Berið rauðan Pout varalit á varir og formið útlínur með bursta. Rennið síðan dökkum varablýanti eins og Passionate Glory meðfram útlínum varanna þannig að dökki blýanturinn blandist við varalitinn. Að lokum er dökkum varalit dúpp- að yfir varirnar. Byrjið við útlín- urnar og skyggið inn á við. Black Orchid eða Dawn eru flottir litir í þetta. - amb Seiðandi augu og dimmrauðar varir: HEILLANDI Á HREKKJAVÖKU Make Up: Margrét með MAKE UP STORE Módel: Indíana Nanna Jóhannsdóttir 50% meira af góðgerlum í hylkjunum sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. og enn betri fréttir Frábærar til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA! Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. Hvernig er flott að líta út á hrekkjavökunni? Ef maður vill ekki fara alla leið í grímubún- inginn og mæta sem Frankenstein eða brúð- ur Drakúla eru margar frábærar leiðir til að umvefja sig myrku hliðunum um helg- ina. Það eru margar skemmtilegar leiðir að „goth“-útlitinu. Hvernig væri að lita einn hárlokkinn fjólubláan, fara í viktoríanska blúnduskyrtu eða kynþokkafullar leður- buxur í anda Lestat-vampíru? Hér eru nokkur flott dæmi sem hægt er að sækja innblástur í. - amb Sýndu þínar myrku hliðar Drungalegt og sexý Blúndur Gamaldags blúnda virkar alltaf til að framkalla vampíruáhrifin – þessi er frá Givenchy. Gamaldags „goth“ Viktoríönsk blúndu- skyrta við frakka frá Givenchy. Kvenlegt Skemmtileg samsetning af fínni blúndu við latex-buxur frá Givenchy. SVARTAR NEGLUR – Alison Mosshart úr Kills er daglega með svartar neglur og það passar líka fullkomlega við hrekkjavökubúning- inn. Þetta fallega lakk er frá Yves Saint Laurent. Svart Síður „goth- ara“-kjóll frá Chris- topher Kane.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.