Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 58
 30. október 2009 FÖSTUDAGUR KRISTÓFER KÓLUMBUS (1451-1506) „Auðæfi gera manninn ekki ríkari, heldur aðeins upptekn- ari.“ Kristófer Kólumbus var land- könnuður og kaupmaður. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 var fyrsta skjalfesta ferð Evrópu- búa til Ameríku eftir að norræn- ir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Á þessum degi árið 1941 lauk gerð högg- myndarinnar af fjór- um forsetum Banda- ríkjanna í Rush- more-fjalli. Fjallið er granítfjall ná- lægt Keystone í Suður-Dakóta. Höggmyndinni, sem sýnir forsetana George Washing- ton (1732-1799), Thomas Jefferson (1743-1826), Theodore Roosevelt (1858-1919) og Abraham Lincoln (1809-1865), var ætlað að endur- spegla 150 ára sögu Bandaríkjanna. Hvert andlit er um átján metra hátt. Verkið nær í heild yfir 5,17 ferkíló- metra og er 1.745 metra yfir sjávar- máli. Hafist var handa við það árið 1927 og tók því fjór- tán ár að ljúka því. Eitthvað var um slys en enginn lést. Fjallið er umdeilt, ekki síst meðal indí- ána þar sem Banda- ríkin tóku landið af Lakota-ættflokknum eftir Sioux-stríð- ið 1876-77. Lakota-ættflokkurinn taldi fjallið heilagt. Upphaflega hét það Lakota Sioux eða sex forfeður. Það var endurnefnt árið 1885. Eitt af upphaflegum markmið- um með höggmyndinni var að auka ferðamennsku í Black Hills-fjallgarð- inum. Það hefur tekist enda koma um tvær milljónir manna árlega til að virða undrið fyrir sér. ÞETTA GERÐIST: 30. OKTÓBER 1941 Forsetarnir fjórir tilbúnir „Ráðstefnan er helguð minningu starfsfélaga okkar, Sig- urðar Th. Rögnvaldssonar jarðeðlisfræðings, sem lést í bíl- slysi fyrir tíu árum,“ segir Steinunn S. Jakobsdóttir, verk- efnisstjóri jarðváreftirlits Veðurstofu Íslands sem held- ur utan um alþjóðlega jarðskjálftaráðstefnu sem haldin er í dag. Sigurður var mjög virkur í jarðskjálftarannsóknum á Íslandi en á ráðstefnunni í dag verður sjónum beint sér- staklega að jarðskjálftaspárannsóknum. Árið 2009 markar tímamót í jarðskjálftarannsóknum. „Í ár eru liðin hundrað ár frá því fyrsti jarðskjálftamælir- inn var settur upp á Íslandi. Þá eru þrjátíu ár síðan þenslu- mælingar hófust á landinu, auk þess sem net samfelldra GPS-mælinga á Íslandi er tíu ára,“ segir Steinunn og bætir við að auk þess séu tuttugu ár síðan fyrsta stöðin var sett upp í sjálfvirka jarðskjálftakerfinu, sem kallast SIL. Á ráðstefnunni verða yfirlitsfyrirlestrar um jarð- skjálftafræði og þróun jarðskjálftaspárrannsókna. „Við byrjum daginn snemma enda verður þetta langur dagur. Fimmtán fyrirlestrar, innlendir og erlendir, verða flutt- ir og í hléum verður skoðaður fjöldi veggspjalda sem sett hafa verið upp,“ segir Steinunn og bætir við að margir þeirra sem komi að ráðstefnunni hafi unnið með Sigurði á sínum tíma. En hvað er að gerast í jarðskjálftarannsóknum í dag? „Markmiðið er að skilja eðlisfræðina að baki jarðskjálft- um og þau ferli sem leiða til stærri jarðskjálfta. Við vinn- um einnig að því að koma þessari þekkingu inn í hugbún- að sem mun hjálpa okkur að fylgjast með jörðinni. Þannig getum við metið aðstæður og gert okkur grein fyrir því hvað er um að vera,“ segir Steinunn. Innt eftir því hvernig hún sjái greinina fyrir sér í fram- tíðinni svarar Steinunn: „Eitt af framtíðarmarkmiðunum er að geta spáð fyrir um jarðskjálfta en það getum við al- mennt ekki í dag.“ Hún tekur þó fram að í einstaka tilfell- um hafi verið hægt að segja til um jarðskjálfta og nefnir seinni Suðurlandsskjálftann árið 2000 sem dæmi. „Við vonumst til að verða sífellt betri í spám með því að skilja ferlana,“ segir Steinunn. Hún telur það ekki fjar- lægan draum enda megi draga lærdóm af veðurfræðinni. „Fyrir tuttugu árum voru veðurspár ekki mjög nákvæmar en þær eru mun betri í dag. Með því að vinna ötullega að því að skilja ferlana og eftir því sem tölvurnar verða betri aukast líkurnar á því að við getum sagt fyrir um skjálfta.“ Ráðstefnan sem Veðurstofa Íslands heldur í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Íslenskar orkurannsóknir, Uppsalaháskóla og fleiri er haldin í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 í dag frá klukkan 8.30 til 18. Hún er öllum opin en þátttöku- gjald er 5.000 krónur. Nánari dagskrá má nálgast á vef Veðurstofunnar www.vedur.is solveig@frettabladid.is VEÐURSTOFA ÍSLANDS: STENDUR AÐ JARÐSKJÁLFTARÁÐSTEFNU Í DAG Framtíðardraumurinn að geta spáð fyrir um jarðskjálfta VERKEFNISSTJÓRI JARÐVÁREFTIRLITS Steinunn S. Stefánsdóttir jarðeðl- isfræðingur setur í dag jarðskjálftaráðstefnu í Víðgelmi í Orkugarði á Grensásvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR timamot@frettabladid.is Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Halldóru Sigurlaugar Jónsdóttur Hverfisgötu 31, Siglufirði. Þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar fyrir einstaka umönnun og vinum og vandamönnum fyrir trygga vináttu. Jóhannes Þórðarson Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir Ólafur Kristinn Ólafs Ólafía Margrét Guðmundsdóttir Halldóra Sigurlaug Ólafs, Magnea Jónína Ólafs, Jóhannes Már Jónsson, Kjartan Orri Jónsson, Margrét Finney Jónsdóttir og Eydís Ósk. Systir okkar, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Hákonía Jóhanna Gísladóttir síðast til heimilis á Hrafnistu við Laugarás, lést mánudaginn 19. október. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Gíslason Gunnar Gíslason Gísli Gíslason Gísli Karlsson Kristjana Karlsdóttir Björn Pálsson Sveinn Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs frænda okkar, Jóhannesar Þorbjarnarsonar (Jóa á veggjum), Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi fyrir einstaklega góða umönnun. Systkinabörn og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hákon Bjarnason frá Ísafirði, andaðist þriðjudaginn 27. október. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Erna S. Hákonardóttir Herbein Fjallsbak Hermann Hákonarson Sigurveig Gunnarsdóttir Stefán Hákonarson Elín Árnadóttir Konný Hákonardóttir Heiðar Jóhannesson Bjarni Hákonarson Guðríður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 75 ára afmæli Jónína Stella Kristinsdóttir Stella tekur á móti gestum laugar- daginn 31. 10. í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 milli klukkan 15 og 16. Fyrirtækið verður LOKAÐ föstudaginn 30. október vegna útfarar okkar elskulegu Ólafíu Ásbjarnardóttur (Lollýjar) Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, Kjartan I. Jónsson Sóleyjarrima 15, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 23. október síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudag- inn 30. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingibjörg Ámundadóttir Árni Hrafnsson Birna Guðjónsdóttir Jóhann Berg Kjartansson Lotte Munch Margrét Björk Kjartansdóttir Stefán H. Birkisson og afabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Guðlaug Guðjónsdóttir áður til heimilis Njörvasundi 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 26. október. Jarðarför auglýst síðar. Þuríður V. Lárusdóttir Ari Leifsson Þórdís Lárusdóttir Rúnar Lárusson Erla Ósk Lárusdóttir Jóhannes I. Lárusson Guðrún Reynisdóttir Sveinbjörn Lárusson Arnfríður L. Guðnadóttir Halla Jörundardóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.