Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 62
34 30. október 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld frumsýnir Leikfé- lag Reykjavíkur í Borgar- leikhúsi nýlegt bandarískt leikverk, Ágúst í Osages- sýslu eftir Tracy Letts, sem í sviðsetningu Hilmis Snæs Guðnasonar er kallað Fjöl- skyldan. Letts fetar í verkinu í spor eldri bandarískra höfunda og gerir stór- fjölskylduna að yrkisefni rétt eins og Miller, Shepard og fleiri önd- vegishöfundar vestanhafs gerðu á liðinni öld. Leikritið er fjölskyldu- saga Weston-fjölskyldunnar, sem kemur saman þegar faðirinn hverfur. Þegar afkomendur og makar koma saman kynnumst við hinu flókna fyrirbæri fjölskyld- unni á okkar tímum. Verkið er sett upp í húsi á þremur hæðum og vísar þannig beint í verk á borð við Sölumaður deyr eftir Miller. Börkur Jónsson gerir leikmynd. Þrettán leikarar taka þátt í verk- inu. Tónlistarmaðurinn KK hefur samið tónlist við verkið en hann starfaði síðast hjá LR í Þrúgum reiðinnar. Tracy Letts (1965) sett- ist á fremsta bekk bandarískra leikskálda með verkinu. Fjöl- skyldan hlaut þrenn eftirsóttustu leiklistarverðlaun Bandaríkja- manna: Drama Desk, Pulitzer og loks Tony-verðlaunin sem besta leikrit ársins 2008. Þýðandi er Sigurður Hróarsson, búninga gerir Margrét Einarsdóttir og lýs- ing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leikarar í sýn- ingunni eru Sigrún Edda Björns- dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Nína Dögg Filippus- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Unnur Ösp Stefánsdótt- ir, Guðrún Bjarnadóttir, Ellert A. Ingimundarson og Rúnar Freyr Gíslason. pbb@frettabladid.is FJÖLSKYLDAN FRUMSÝND Í KVÖLD LEIKLSIT Átakaatriði úr Fjölskyldunni: Hvað misbýður kvenleggnum í fjölskyldunni svo? Margrét Helga, Nína Dögg, Jóhanna Vigdís og Ellert. MYND/GRÍMUR/LR Í gærkvöldi heillaði staðarhljóm- listarmaður Sinfóníunnar gesti í Háskólabíói upp úr skónum og á morgun leikur hann með Víkingi Heiðari í Salnum. Hver er maður- inn? Martin Fröst og hann leikur á klarínett. Víkingur fer ekki í graf- götur með hrifningu sína, segist fyrst hafa séð til hans í frábærum skotum á Youtube og þá nælt sér í allt sem hann gat fundið með þess- um virtúós: „Hann er einn þeirra listamanna sem stækka ramm- ann. Hann hefur í rauninni endur- skilgreint hljóðfærið og nær úr því tónum sem við þekktum ekki. Hann er óhræddur við að fara nýjar leiðir og hefur unnið mikið með elektróník og í margmiðlun, með leikurum og dönsurum.“ Martin hefur fyrir löngu skipað sér í hóp fremstu tónlistarmanna Norðurlanda. Hann sigraði í Tví- æringi ungra norrænna hljóð- færaleikara árið 1991 og skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfarið. Fröst hefur meðal annars komið fram á Proms-tónlistarhátíðinni í Lundúnum með Gustavo Dudam- el og mun brátt leika einleik með Fílharmóníu hljómsveitinni í New York í Lincoln Center. Martin Fröst er staðarlistamað- ur SÍ starfsárið 2009-2010 og mun hann hafa í nógu að snúast næstu daga. Auk þess að leika klarínettu- konsert Mozarts á tónleikum SÍ leikur hann á framhaldsskólatón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, heldur meistaranám- skeið fyrir klarínettunemendur á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík og Klarínettuleikarafélags Íslands, og heldur tónleika í Saln- um ásamt Víkingi. „Það eru auðvitað ekki margir klarínettuleikarar sem ná að lifa af því að vera sólóistar en jafnvel í þeim fámenna hópi finnst mér Martin standa upp úr. Hann er sú týpa af listamanni sem flokk- ast helst sem landkönnuður, gerir sífellt óvænta hluti og nær tónum út úr hljóðfærinu sem mig hefði ekki órað fyrir að leyndust í klar- ínettu. Ég hef vitað af honum lengi en heyrði fyrst í honum á upptök- um fyrir ári og missti eiginlega bara andlitið – hann er svo áræð- inn, skemmtilega villtur en jafn- framt svo framúrskarandi fágað- ur og næmur.“ Gátu þeir eitthvað æft? „Við töluðum eiginlega bara saman í tónum,“ segir Víkingur og er í skýjunum. Þeir sem mæta í Salinn kl. 17 á laugardag eiga von á spennandi stefnumóti tveggja afburðahljóðfæraleikara. pbb@frettabladid.is Fröst mætir Víkingi TÓNLIST Þegar Martin Fröst spilar leggja vanir menn við hlustir. MYND-SALURINN > Ekki missa af Fúlum á móti en sýningum er nú að fækka. Edda, Björk og Helga Braga verða í Loftkastal- anum í kvöld og annað kvöld. kl. 20. Opnunarhátíð á Sequences 2009 og svo taka Taðskegglingar við með gjörning Magnúsar Pálsson- ar, heiðurslistamanns Sequenc- es 2009. Með honum kemur fram Nýlókórinn undir stjórn Péturs Zars Bragasonar. Það er í þriðja sinn um aðra helgi, eftir rétta viku, sem Björn Thoroddsen stór- gítarleikari kallar á sína sveit, nokkra af bestu og reyndustu gítarleikurum landsins, bæði af elstu kynslóðinni, miðaldra mönnum og þeim yngri, í mikla strengjaorgíu. Fyrst var veislan hluti af Jazzhátíð Kópa- vogs en nú er fagnaðarfundur þessi búinn að öðlast sjálfstætt líf. Á tónleikunum munu landsins fingrafimustu gítarhetjur flytja lög sem þær eru hvað þekktastar fyrir; hver og einn gítarleikari mun skarta sinni uppáhaldsskrautfjöð- ur. Þetta er sögulegur og einstakur viðburður þar sem þessi hópur hefur aldrei áður komið saman. Tryggvi Hübner, Villi Guðjóns, Óli Gaukur, Steini í Eik, Dóri Braga, Jón Páll, Sigurgeir Sigmunds, Sævar Árna, Gúi Ringsted, Eddi Lár, Hjörtur Steinars, Guitar Islancio, Þórður Árna og hljómsveit mæta og þar er enginn loftgítar þaninn. Sam- hliða verður sett upp gítarsýning í Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi. Herlegheitin verða hinn 6. nóvember kl. 21. Miða- sala er hafin í Salnum. - pbb TÓNLIST Björn Thoroddsen kallar til nokkra snjöllustu gítarleikara landsins, þeirra á meðal Jón Pál og Ólaf Gauk. FRÉTTABLAÐIÐ/ Boðið til gítarveislu í Kópavogi Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi? Er allt að verða vitlaust? Fyndin og tímabær saga um blóðugan samtímann eftir óþekktarorm íslenskra bókmennta, Eirík Örn Norðdahl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.