Fréttablaðið - 30.10.2009, Side 62
34 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Í kvöld frumsýnir Leikfé-
lag Reykjavíkur í Borgar-
leikhúsi nýlegt bandarískt
leikverk, Ágúst í Osages-
sýslu eftir Tracy Letts, sem
í sviðsetningu Hilmis Snæs
Guðnasonar er kallað Fjöl-
skyldan.
Letts fetar í verkinu í spor eldri
bandarískra höfunda og gerir stór-
fjölskylduna að yrkisefni rétt eins
og Miller, Shepard og fleiri önd-
vegishöfundar vestanhafs gerðu á
liðinni öld. Leikritið er fjölskyldu-
saga Weston-fjölskyldunnar, sem
kemur saman þegar faðirinn
hverfur. Þegar afkomendur og
makar koma saman kynnumst við
hinu flókna fyrirbæri fjölskyld-
unni á okkar tímum. Verkið er
sett upp í húsi á þremur hæðum
og vísar þannig beint í verk á borð
við Sölumaður deyr eftir Miller.
Börkur Jónsson gerir leikmynd.
Þrettán leikarar taka þátt í verk-
inu. Tónlistarmaðurinn KK hefur
samið tónlist við verkið en hann
starfaði síðast hjá LR í Þrúgum
reiðinnar. Tracy Letts (1965) sett-
ist á fremsta bekk bandarískra
leikskálda með verkinu. Fjöl-
skyldan hlaut þrenn eftirsóttustu
leiklistarverðlaun Bandaríkja-
manna: Drama Desk, Pulitzer og
loks Tony-verðlaunin sem besta
leikrit ársins 2008. Þýðandi er
Sigurður Hróarsson, búninga
gerir Margrét Einarsdóttir og lýs-
ing er í höndum Björns Bergsteins
Guðmundssonar. Leikarar í sýn-
ingunni eru Sigrún Edda Björns-
dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Pétur Einarsson, Jóhanna Vigdís
Arnardóttir, Nína Dögg Filippus-
dóttir, Hanna María Karlsdóttir,
Theodór Júlíusson, Hallgrímur
Ólafsson, Unnur Ösp Stefánsdótt-
ir, Guðrún Bjarnadóttir, Ellert A.
Ingimundarson og Rúnar Freyr
Gíslason. pbb@frettabladid.is
FJÖLSKYLDAN
FRUMSÝND Í KVÖLD
LEIKLSIT Átakaatriði úr Fjölskyldunni: Hvað misbýður kvenleggnum í fjölskyldunni
svo? Margrét Helga, Nína Dögg, Jóhanna Vigdís og Ellert. MYND/GRÍMUR/LR
Í gærkvöldi heillaði staðarhljóm-
listarmaður Sinfóníunnar gesti í
Háskólabíói upp úr skónum og á
morgun leikur hann með Víkingi
Heiðari í Salnum. Hver er maður-
inn? Martin Fröst og hann leikur á
klarínett. Víkingur fer ekki í graf-
götur með hrifningu sína, segist
fyrst hafa séð til hans í frábærum
skotum á Youtube og þá nælt sér í
allt sem hann gat fundið með þess-
um virtúós: „Hann er einn þeirra
listamanna sem stækka ramm-
ann. Hann hefur í rauninni endur-
skilgreint hljóðfærið og nær úr
því tónum sem við þekktum ekki.
Hann er óhræddur við að fara
nýjar leiðir og hefur unnið mikið
með elektróník og í margmiðlun,
með leikurum og dönsurum.“
Martin hefur fyrir löngu skipað
sér í hóp fremstu tónlistarmanna
Norðurlanda. Hann sigraði í Tví-
æringi ungra norrænna hljóð-
færaleikara árið 1991 og skaust
upp á stjörnuhimininn í kjölfarið.
Fröst hefur meðal annars komið
fram á Proms-tónlistarhátíðinni í
Lundúnum með Gustavo Dudam-
el og mun brátt leika einleik með
Fílharmóníu hljómsveitinni í New
York í Lincoln Center.
Martin Fröst er staðarlistamað-
ur SÍ starfsárið 2009-2010 og mun
hann hafa í nógu að snúast næstu
daga. Auk þess að leika klarínettu-
konsert Mozarts á tónleikum SÍ
leikur hann á framhaldsskólatón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar
fyrir nemendur Menntaskólans við
Hamrahlíð, heldur meistaranám-
skeið fyrir klarínettunemendur á
vegum Tónlistarskólans í Reykja-
vík og Klarínettuleikarafélags
Íslands, og heldur tónleika í Saln-
um ásamt Víkingi.
„Það eru auðvitað ekki margir
klarínettuleikarar sem ná að lifa
af því að vera sólóistar en jafnvel
í þeim fámenna hópi finnst mér
Martin standa upp úr. Hann er
sú týpa af listamanni sem flokk-
ast helst sem landkönnuður, gerir
sífellt óvænta hluti og nær tónum
út úr hljóðfærinu sem mig hefði
ekki órað fyrir að leyndust í klar-
ínettu. Ég hef vitað af honum lengi
en heyrði fyrst í honum á upptök-
um fyrir ári og missti eiginlega
bara andlitið – hann er svo áræð-
inn, skemmtilega villtur en jafn-
framt svo framúrskarandi fágað-
ur og næmur.“ Gátu þeir eitthvað
æft? „Við töluðum eiginlega bara
saman í tónum,“ segir Víkingur
og er í skýjunum. Þeir sem mæta í
Salinn kl. 17 á laugardag eiga von
á spennandi stefnumóti tveggja
afburðahljóðfæraleikara.
pbb@frettabladid.is
Fröst mætir Víkingi
TÓNLIST Þegar Martin Fröst spilar leggja vanir menn við hlustir. MYND-SALURINN
> Ekki missa af
Fúlum á móti en sýningum er
nú að fækka. Edda, Björk og
Helga Braga verða í Loftkastal-
anum í kvöld og annað kvöld.
kl. 20.
Opnunarhátíð á Sequences 2009
og svo taka Taðskegglingar við
með gjörning Magnúsar Pálsson-
ar, heiðurslistamanns Sequenc-
es 2009. Með honum kemur fram
Nýlókórinn undir stjórn Péturs
Zars Bragasonar.
Það er í þriðja sinn um aðra helgi, eftir
rétta viku, sem Björn Thoroddsen stór-
gítarleikari kallar á sína sveit, nokkra
af bestu og reyndustu gítarleikurum
landsins, bæði af elstu kynslóðinni,
miðaldra mönnum og þeim yngri, í mikla
strengjaorgíu.
Fyrst var veislan hluti af Jazzhátíð Kópa-
vogs en nú er fagnaðarfundur þessi
búinn að öðlast sjálfstætt líf. Á
tónleikunum munu landsins
fingrafimustu gítarhetjur flytja
lög sem þær eru hvað
þekktastar fyrir; hver og
einn gítarleikari mun skarta
sinni uppáhaldsskrautfjöð-
ur. Þetta er sögulegur og
einstakur viðburður þar sem
þessi hópur hefur aldrei
áður komið saman.
Tryggvi Hübner, Villi
Guðjóns, Óli Gaukur, Steini í Eik, Dóri
Braga, Jón Páll, Sigurgeir Sigmunds,
Sævar Árna, Gúi Ringsted, Eddi Lár,
Hjörtur Steinars, Guitar Islancio,
Þórður Árna og hljómsveit mæta og
þar er enginn loftgítar þaninn. Sam-
hliða verður sett upp gítarsýning í
Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi.
Herlegheitin verða hinn
6. nóvember kl. 21. Miða-
sala er hafin í Salnum.
- pbb
TÓNLIST Björn
Thoroddsen kallar
til nokkra snjöllustu
gítarleikara landsins,
þeirra á meðal Jón
Pál og Ólaf Gauk.
FRÉTTABLAÐIÐ/
Boðið til gítarveislu í Kópavogi
Hvað er eiginlega að
gerast á Íslandi?
Er allt að verða vitlaust?
Fyndin og tímabær saga um blóðugan
samtímann eftir óþekktarorm íslenskra
bókmennta, Eirík Örn Norðdahl.