Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 64
 30. október 2009 FÖSTUDAGUR helgi á Korputorgi um helgina. Kári litli er bara hræddur við eitt: KLÓSETTSKRÍMSLIÐ! Bráðsniðug saga fyrir alla krakka sem þurfa stundum að fara á klósettið. Áhöfnin á Halastjörnunni Gylfi Ægisson, Hemmi Gunn og Ari Jónsson ásamt ARIZONA - um helgina. Meira fjör og fíflagangur finnst ekki Aftur vegna fjölda áskoranna verður 30. og 31. október. Mikilvæg og merk ævisaga Bókmenntir ★★★★★ Jón Leifs - líf í tónum Ævisaga eftir Árna Heimi Ingólfs- son Mál og menning Var nauðsynlegt að taka saman nýja ævisögu Jón Leifs? Það eru tíu ár síðan sænsk ævisaga kom hér út í íslenskri þýðingu. Saman- burður á henni og nýrri ævisögu eftir Árna Heimi leiðir í ljós að sú sænska er vanbúið verk, meðan Árni Heimir er að skila ákaflega vönduðu verki, ítarlegra yfir- liti með miklum samtímalegum heimildum, ítarlegum greining- um á helstu verkum Jóns sem eru settar fram á mannamáli og hljóta að opna öllum sem forvitn- ir eru að kynnast þessum merka íslenska tónsmið nýja gátt að verkum hans. Og þannig er ævi- sagan eftir Árna tímamótaverk. Höfundurinn er ekkert að draga fjöður yfir þá stóru bresti sem voru í framagirni og metnaði Jóns. Hann klæddi óbilandi sjálfs- kröfu sína í undarlegt stórlæti fyrir hönd íslensku þjóðarinn- ar, einhverja mikilmennskubilun sem fylgdi okkur lengstaf síðustu öld og inn í þessa. Ímyndarnefnd- in sem Halldór Ásgrímsson skip- aði og það sögulega plagg sem frá henni kom hlýtur að verðskulda sérstakan kafla þegar einhver tekur sig til og skilgreinir þetta mikillæti okkar smáu þjóðar, þar verður líka vænn kafli um Jón. Ekki það að sú stóra hugmynd um mikilfengleik íslensku þjóð- arinnar og mikilvægi norrænnar menningar sem hér var varðveitt hafi ekki orðið okkur að gagni: stórar hugmyndir Jóns fleyttu okkur fram í ýmsum efnum. Og þá er ekki það tekið til sem er þó mest: Jón er gríðarlega mikilvæg- ur stólpi í tónbókmenntum Vest- urlanda og verður það áfram. Árni rekur samt hvað sá árang- ur kostaði hann og alla sem næst honum stóðu. Verkið er þannig öðrum þræði harmleikur og Árni er ekkert að skafa af mikilvægum niðurstöðum þó hann dæmi Jón af mikilli kurteisi og oft ríkulegum skilningi. Hann hefur í áralangri vinnu sinni með gögn um ævi Jóns lært að meta bæði kosti tón- skáldsins og galla. En fórnirnar sem Jón verður að færa eru stór- ar. Örlög barna hans eru hörmu- leg. Þær fórnir verða síðan hvati, krafa um sköpun sem við getum greint í verkum hans í dag. Allur frágangur við verkið er til fyrirmyndar, heimildaskrár, athugasemdir við tilvitnanir, verkaskrá, nafnaskrá: það var helst að ég saknaði hljóðritaskrár. Bókin er vel myndskreytt þótt hugmyndir um veldi tengdafólks Jóns verði mun skýrari af mynd í sænsku ævisögunni sem sýnir verksmiðju fjölskyldu Annie, fyrstu eiginkonu hans. Árni getur verið afar ánægð- ur með sitt verk sem hlýtur að teljast eitt það merkilegasta sem komið er út á þessu ári og verð- ur um langan aldur lykilverk um ævi þessa merkilega en breyska manns. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Ítarleg og vönduð ævi- saga um jöfur í íslenskri tónsköpun. BÓKMENNTIR Árni Heimir hefur skilað afbragðsverki um merkilegt líf Jóns Leifs og hans örlagaríku tíma. MYND FRÉTTABLAÐIÐ TÓNLIST Jón Leifs var brautryðjandi í tónsköpun á Íslandi og átti erindi við allan heiminn: nokkur verka hans eru enn óflutt og hafa ekki verið hljóðrituð. Á morgun koma sunnlenskir karlakórar saman í Íþróttahúsi Sólvallaskóla á Selfossi og halda sam- söng og syngja einnig hver fyrir sig. Þetta eru Karlakór Selfoss, Karlakór Rangæinga og Karla- kór Hreppamanna. Til stóð að Jöklar frá Höfn legðu í púkkið en þeir áttu ekki heimangengt. Verkefna- skráin er fjölbreytileg en öll lögin sem flutt verða eru eftir sunnlenska höfunda. Stjórnendur eru þau Edit Molnar sem stjórnar Hreppamönnum, Guð- jón Halldór Óskarsson þeim Rangæingum og Loft- ur Erlingsson Selfyssingum. Með leika Miklos Dalmay, Stefán Þórhallsson, Hedi Maroti og Jörg Sonderman. Dagskráin hefst kl. 16. Kóramót á Selfossi KARLAKÓR SELFOSS Tekur á móti gestum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.