Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 66
38 30. október 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Lambaréttur og desert kr. 3.100 Fiskréttur og desert kr. 2.600 BORÐAPANTANIR S: 544 4040 UM HELGINA KYNNINGARTILBOÐ 30.10.09 - föstudagskvöld SIGGI HLÖ OG VALLI SPORT 31.10.09 - laugardagskvöld VINIR VORS OG BLÓMA www.spot.is bar - bistro HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 30. október 2009 ➜ Tónleikar 12.15 Margrét Árnadóttir sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari flytja verk eftir Mendelssohn og Beethoven á tónleikum í Gerðubergi . Enginn aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin The Viking Giant Show verður með tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. 22.30 Hljómsveitirnar Nögl, Missing, Two Tickets To Japan og Dynamo Fog verða á Sódómu Reykjavík. ➜ Sýningar Handverk og hönnun stendur fyrir sýningu/kynningu á íslensku hand- verki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið fös. kl. 10-19, lau. og sun. kl. 12-18 og mán. kl. 10-19. Enginn aðgangseyrir. ➜ Gjörningar Listasafn Reykjavíkur og Gjörningalista- hátíðin Sequences standa fyrir dagskrá í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu, 30. okt.-7. nóv. 20.00 Opnunarmóttaka 20.30 Magnús Pálsson og Nýlókórinn flytja gjörninginn Taðskegglingar. ➜ Leikrit 20.00 Víðir Guðmundsson flytur verkið „Brúðarræninginn“ (21 manns saknað) í Landnámssetrinu við Brákarbraut í Borgarnesi. 20.00 í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Strandgötu verður sýnt verkið „Fyrir framan annað fólk“ eftir Kristján Þórð Hrafnsson. 20.00 Leikfélag Ölfuss sýnir gaman- leikritið „Maður í mislitum sokkum“ eftir Arnmund Backman. Sýningin fer fram í Versölum í Þorlákshöfn. ➜ Opnanir 18.00 Í Lost Horse galleríi við Vita- stíg 9a, verður opnuð sýning Anitu Wernstrom, Line Ellegaard, Malin Stahl, Pernille Leggat Ramfelt og Sofiu Dahlgren. ➜ Dansleikir Siggi Hlö og Valli Sport verða á Spot við Bæjarlind í Kópavogi. Sixties verða á Players í Kópavogi. Júlla- disko spilar frá kl. 22. Útgáfuhóf var haldið í bóka- búð Máls og menningar á Laugavegi til að fagna nýrri bók veðurfræðingsins Sig- urðar Þ. Ragnarssonar og eiginkonu hans Hólmfríðar Þórisdóttur. Á meðal gesta var fyrrverandi samstarfsmaður Sigurðar hjá Stöð 2, fréttamaðurinn Haukur Holm, en báðum var þeim vikið úr starfi á dögunum. Einnig mætti í hófið Sævar Jóhannesson sem var sömu- leiðis rekinn úr starfi yfirmanns grafíkdeildar hjá Stöð 2. „Þetta voru miklir fagnaðarfundir,“ segir Siggi. „Þetta var eins og fjölskyld- an væri að hittast enda erum við búnir að vinna saman lengi.“ Haukur notaði tækifærið og smellti vænum kossi á Sigga, sem hafði gaman af. „Það var rembingskoss þegar við hittumst og af stærstu gerð en hann var þurr hins vegar,“ segir Siggi og hlær. Hann segist vera í skýjunum þessa dagana, enda hafa viðtökurnar við bókinni verið mjög góðar. „Ég get ekki annað en brosað framan í veröldina. Þetta er óvenju- leg bók og það þarf svolitla stund til að átta sig á henni. Ég er að reyna að auka læsi fólks á veður og kenna því að gera veðurathuganir án þess að hafa mikið af tækjum og tólum. Þarna er veður- og náttúruannáll og líka veðurdagbók. Þar treysti ég á að eldri kynslóðin kenni þeim sem eru yngri.“ freyr@frettabladid.is FAGNAÐARFUNDIR Í ÚTGÁFUHÓFI REMBINGSKOSS Haukur Holm smellti rembingskossi á Sigga storm í útgáfuhófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Siggi ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Þórisdóttur sem vann bókina með honum. Pétur Már Ólafsson og Bjarni Þorsteins- son hjá Veröld sem gefur Íslandsveður út. Lilja Hrönn og Helga Guðrún, systur- dætur Hólmfríðar Þórisdóttur, mættu í hófið. > VILL EKKI GIFTAST Söngkonan Shakira segist aldrei ætla að gifta sig, því hún myndi ekki þola það að fjöl- miðlar færu að velta sér upp úr skilnaðinum ef hjóna- bandið entist ekki. Shakira hefur verið á föstu í níu ár og ætlar að fjölga mannkyn- inu á næstunni – en hjóna- band kemur ekki til greina. Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með við- brögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Plat- an hefur selst í um 1,3 milljón- um eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug. Síð- asta plata, How to Dismantle an Atomic Bomb, hefur selst í 3,2 milljónum eintaka og All That You Can‘t Leave Behind í 4,3 milljónum. Bono segir að ekki hafi verið lögð áhersla á að semja grípandi popplög fyrir plötuna. „Okkur fannst plötu- formið eiginlega vera að deyja út. Við vildum leggja áherslu á heildina og skapa flott andrúms- loft með byrjun, miðju og endi. Kannski er of erfitt fyrir fólk að melta þetta sem hefur alist upp við eintómar poppstjörn- ur.“ Tónleikar U2 í Kaliforníu á sunnudagskvöld sem voru send- ir út beint á Youtube-vefnum heppnuðust mjög vel. Sveitin hefur tilkynnt nýja tónleikaferð um Norður-Ameríku sem hefst í júní þar sem spilað verður í Miami, Toronto, New York og víðar. Bjóst við meiri sölu „Við ákváðum þetta í fyrradag: Ég og Bubbi Morthens ætlum að semja saman lag og texta í Eur- ovision-forkeppnina,“ segir Óskar Páll Sveinsson, höfundur „Is It True“ sem Jóhanna Guðrún söng í annað sæti Eurovision í maí. Óskari var einum boðið að semja lag og fer það sjálfkrafa í for- keppnina með fjórtán lögum sem nú hafa verið valin úr 150 innsendum lögum. „Við erum ekkert farnir að spá mikið í þetta. Ætlum bara að velja flytjanda fyrst og semja svo lag og texta með hann í huga. Bubbi ætlar ekki að syngja þetta sjálfur, hann er alveg ákveðinn í því.“ Bubbi hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir Eurovision-aðdáun sína. Þvert á móti: Hann hefur verið algjörlega á móti keppninni og fullyrti meðal annars í einum forvalsþættinum 2007 að hann myndi aldrei taka þátt í keppninni. Óskar Páll segir að gamli hafi snúist í vor. „Hann hringdi í mig dag- lega til að fá fréttir og sýna stuðning. Svo hélt hann Eurovision-partí þegar við lentum í öðru sæti í Rússlandi og gerðist einlægur aðdáandi keppn- innar í kjölfarið.“ Lögin fjórtán sem etja kappi við lag Bubba og Óskars Páls eru eftir Albert Guðmann Jónsson, Birgi Jóhann Birgisson, Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson, Grétar Sigurbergsson, Halldór Guðjónsson, Harald G. Ásmundsson, Harald V. Svein- björnsson, Heru Björk Þórhalls- dóttur og Örlyg Smára, Jóhann- es Kára Kristinsson, Matthías Stefánsson, Rögnvald Rögn- valdsson, Sigurjón Brink og Steinarr Loga Nesheim. Forkeppnin hefst 9. jan- úar og það kemur í ljós 6. febrúar hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Noregi í maí á næsta ári. - drg Bubbi Morthens í Eurovision NÁGRANNAR VIÐ MEÐALFELLS- VATNIÐ Óskar Páll og Eurovision- aðdáandinn Bubbi Morthens semja saman Eurovisionlag í keppnina á næsta ári. BONO Nýjasta plata U2 hefur aðeins selst í 1,3 milljónum eintaka.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.