Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 68
40 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
Breska X-Factor stjarnan Leona
Lewis neitaði Chace Crawford, úr
þáttunum Gossip Girl, um koss í
nýju tónlistarmynd-
bandi sínu. Lewis
segist ekki vilja
kyssa aðra karl-
menn af tillitssemi
við kærasta sinn,
Lou Al-Chamaa.
„Leikstjórinn
vildi kossasenu
í myndbandinu
en ég þvertók
fyrir það. Það
hefði einfaldlega
orðið of vand-
ræðalegt því
við erum vinir.
Hann er mjög
myndarlegur, lítið
bara á hann! En ég
hef engan áhuga á
honum þannig. Og
það væri ekki rétt-
látt gagnvart Lou
ef ég væri að kyssa
aðra karlmenn,“ sagði
söngkonan.
Myndbandið sem um ræðir er
fyrir smáskífulagið I Will Be af
nýrri plötu söngkonunnar.
Kyssir aðeins
kærastann
Samkvæmt tímaritinu Skymag
finnst leikkonunni Megan Fox ekk-
ert að því að nota vöxt sinn sér til
framdráttar. „Ég hef alltaf hlegið
að leikkonum sem kvarta undan
því að þurfa að spila með kyn-
þokka sinn fyrst á meðan þær eru
að reyna að skapa sér nafn. Hvern
eru þær að reyna að blekkja? Kyn-
þokki er lykillinn að því að fá fjöl-
miðlaathygli og geta í kjölfarið
valið betri hlutverk næst,“ sagði
kynbomban, sem hefur svo sannar-
lega nýtt kynþokka sinn til að
verða sér úti um athygli.
Kynþokki
er lykillinn
KYNÞOKKAFULL Megan Fox segir kyn-
þokka vera lykilinn að velgengni.
Tónlist ★★★
Swordplay & Guitarslay
Retrön
Metalkanar 1983
Reykjavíkurtríóið Retrön hefur
starfað síðan 2004 og þetta
er fyrsta platan. Hljómsveitin
hefur legið yfir henni og látið
hana malla. Bandið er þétt og
kraftmikið og spilar dýflissumetal
sem stundum rennur út í átta-bita
tölvuleikjahljóð. Hið frábæra
umslag og nöfn laganna (dæmi:
„Toll of forgotten temples“) bera
þess merki að meðlimirnir hafa
annaðhvort gaman af hlutverka-
leikjum, eða þykir gaman að gera
grín að þeim.
Þetta eru Íslendingar að þykjast
vera Kanar sirka 1983 að spila
metal úti í bílskúr og leika sér
í tölvuleikjum í pásum. Þungarokki og tölvuhljóðum er þó að mestu haldið
aðskildum, en sterkara og sérkennilegra samblandi hefði mátt ná með því að
mixa þessu stífar saman.
Sveitin trukkast í gegnum sex ósungin lög af öryggi og festu og fer ekki að
syngja fyrr en í lagi númer sjö, „Slow me“. Það er flottasta lagið og minnir á
Dinosaur Jr. í gruggviðleitni sinni. Einnig er sungið í næsta lagi, „Helgrindur“,
en svo er trukkast í mark í tveimur lögum enn.
Á köflum er þessi plata frábær, á öðrum köflum þreytandi hjakk, en allt í allt
sýnir hún þétt band að gera það sem það fílar. Útkoman yrði eflaust geðveik
ef þessir fagmenn myndu reyna að búa til tónlist sem skildi meira eftir sig,
sterkari melódíur og skarpari riff. Kemur það ekki bara næst? Dr. Gunni
Niðurstaða: Kraftmikil plata sem skilur lítið eftir sig.
Ævisaga Vilhjálms Vil-
hjálmssonar söngvara eftir
Jón Ólafsson kemur út um
miðjan nóvember. Jón kann
vel við sig í þessu hlutverki.
„Ég get alveg hugsað mér að skrifa
meira í nánustu framtíð. En það
verður að vera eitthvað sem heillar
mig. Ég er þó ekkert farinn að spá í
framhaldið. Mér fannst þetta verk-
efni eiga vel við mig. Það er gaman
að hitta fólk og spjalla,“ segir Jón
Ólafsson, sem hefur skrifað ævi-
sögu Vilhjálms Vilhjálmssonar,
Söknuður. „En svo á auðvitað alveg
eftir að koma í ljós hversu góður
penni ég er. Ég hef búið mig andlega
undir að verða slátrað af gagnrýn-
endum frá því ég byrjaði að skrifa
bókina.“
Von er á ævisögunni um miðj-
an nóvember. Jón segist ekki hafa
verið forfallinn aðdáandi Vilhjálms
þegar ævisagnaritunin hófst. „Ég
var samt hrifinn af mörgu, eins og
Hana nú-plötunni til dæmis, en ég
er orðinn mun meiri aðdáandi núna
eftir bókaskrifin. Ég vissi takmark-
að um hann í byrjun, enda er lítið
til af rituðum heimildum, viðtöl-
um og slíku. Svo bjó hann í Lúxem-
borg í fimm ár. Ævisagan er byggð
upp á samtölum við fólk sem hann
umgekkst. Mér telst til ég hafi talað
við á þriðja hundruð manns. Flesta
hitti ég augliti til auglitis en aðra
stóð ég í bréfaskriftum við.“
Sú mynd af Vilhjálmi sem Jón
hefur er að hann hafi verið
„magnaður náungi sem lét
sér fátt óviðkomandi“. „Það
eru margar frábærar sögur
í bókinni og hann átti
mjög viðburðaríka
ævi. Bókin er hátt í
300 blaðsíður þótt
Vilhjálmur hafi ekki
orðið nema 32 ára.
Hann var mjög leit-
andi og forvitinn um
flest. Hann var líka
gömul sál.“
Margt athyglis-
vert kemur fram
um söngvarann,
meðal annars
að hann var
ákafur lesandi
vísindaskáld-
sagna, var
með próf í
dáleiðslu,
lagði stund
á r úss -
nesku og svahílí
og tók virkan þátt í alþjóð-
legri réttindabaráttu flug-
manna. Jón grefur meira að
segja upp „nýtt“ lag með Vilhjálmi,
„Everybody‘s talking“ úr Midnight
cowboy sungið á íslensku, lag sem
kom út á hljómplötu Söngflokks
Eiríks Árna árið 1976. „Maggi
Kjartans stjórnaði upptökum á plöt-
unni og fékk Vilhjálm til að koma í
hljóðverið og syngja einsöng í lag-
inu. En Vilhjálmur vildi einhverra
hluta vegna ekki að nafn sitt
kæmi fram á plötunni.“
Jón segir Vilhjálm ekki
hafa verið óreglumann og
því sé lítið um sukksögur
í bókinni. „En hann var
auðvitað í þessum músik-
bransa og flugmaður þar
að auki, svo það hefur
örugglega oft verið til bjór
í ísskápnum hjá honum. Hann
kom ótrúlega miklu í verk
á skammri ævi auk þess að
vera sífellt í háloftunum. Tími
til sukks var því af skornum
skammti. En hann var svo sem
enginn Jesús Kristur,“ segir höf-
undurinn. drgunni@frettabladid.is
Hafði ekki tíma til að sukka
GAMAN AÐ HITTA FÓLK OG
KJAFTA VIÐ ÞAÐ Jón Ólafsson
segist hafa verið kominn með
„duglegan vísi að alskeggi“
þegar hann skrifaði ævisöguna
um Vilhjálm.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18
VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR
Sími: 561-4114
Frá 30. október til 22. nóvember
G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R
R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T
O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T
Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI