Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 78

Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 78
50 30. október 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. mælieining á spennu rafstraums, 6. fisk, 8. heldur brott, 9. hvíld, 11. golf áhald, 12. tónstigi, 14. hlutdeild, 16. skst., 17. tugur, 18. sprækur, 20. tveir eins, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. ógrynni, 4. nennuleysi, 5. þrí, 7. niðurlag, 10. saur, 13. farfa, 15. ryk, 16. neitun, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. volt, 6. ál, 8. fer, 9. lot, 11. tí, 12. skali, 14. aðild, 16. no, 17. tíu, 18. ern, 20. ff, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. of, 4. letilíf, 5. trí, 7. lokaorð, 10. tað, 13. lit, 15. duft, 16. nei, 19. nn. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Ólafs Thors. 2 Peshawar. 3 Katrín Ómarsdóttir. „Mig hefur alltaf langað til að eiga þessa síðu. Þegar hún var rosalega vinsæl og fræg langaði mig alltaf til að eiga hana,“ segir uppistand- arinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur keypt lénið að tenglasíð- unni Tilveran.is og ætlar að opna hana með pompi og prakt á næstu dögum. „Þetta var fyrsta tengla- síðan á Íslandi og langstærst í langan tíma. Síðan fór hún að dala og ég reyndi að kaupa hana en átti ekki nógan pening,“ segir Rökkvi. Tilveran.is var eigu Ísars Loga Arnarsonar sem átti tónlistarblað- ið Undirtóna. Eftir að síðan hafði legið niðri í nokkur ár reyndi Rökkvi aftur að kaupa hana í fyrra og þá varð honum að ósk sinni. Kaupverðið var 200 þúsund krónur. „Ef þú kaupir á 200 þús- und kall ertu viss um að þú eyðir vinnu í verkefnið. Ég sé engan veg- inn eftir því,“ segir Rökkvi, sem starfar sem vefhönnuður. Hægt verður að skoða myndbandsbrot á síðunni sjálfri án þess að verða vísað á aðra síðu, sem er nýjung. Einnig verður hægt að skoða ýmsa skemmtilega tengla, bæði innlenda sem erlenda. Rökkvi segir að það sé tvímæla- laust markaður fyrir svona síðu í dag. „Tenglasíður eru mjög vinsæl- ar, sérstaklega á Íslandi. Þær hafa svolítið dalað eftir að Facebook og annað kom. En það er orðið miklu vinsælla að skoða vídeó á Netinu, sérstaklega eftir að Youtube jók gæðin á vídeóunum hjá sér.“ - fb Tilveran.is opnuð á nýjan leik STÓRHUGA Rökkvi Vésteinsson ætlar að opna hina endurbættu heimasíðu Tilveran.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Kenneth Máni meinar vel og er góður strákur sem er auðvelt að plata í innbrot á alls kyns for- sendum. Hann er hins vegar allt- af gæinn sem situr í súpunni og endar einn í handjárnum inni í lögreglubíl á meðan allir hinir sleppa,“ segir Björn Thors, sem farið hefur á kostum í hlutverki áðurnefnds Kenneths í Fanga- vaktinni. Kenneth hefur stimplað sig það rækilega inn að samkvæmt netkosningu á vísir.is er hann far- inn að skyggja á hina heilögu þrenningu, þá Ólaf Ragnar, Georg og Daníel. Björn segist hafa fengið mikil viðbrögð við þessum karakt- er, fólk stoppi hann úti á götu og hringi í hann um miðjar nætur til að ræða hann aðeins frekar. „Ég er nú búinn að vera leikari í nokkur ár, svo leikur maður einn vitleys- ing og það er eins og maður hafi aldrei gert neitt áður.“ Björn vill þó ekki eigna sér heið- urinn einn. Kenneth sé fyrst og fremst barn handritshöfunda þátt- anna. „Nafngiftin er náttúrulega snilld, hún segir raunar allt sem segja þarf,“ segir Björn og bætir því við að Vaktarhópurinn svo- kallaði leggi mikið upp úr spuna- vinnu. „Þegar ég mætti á minn fyrsta samlestur var handritið til í grófum dráttum. Svo leggja allir í púkkið, maður kynnist hinum per- sónunum og ekki síst manns eigin. Það er því mikil hugmyndavinna sem liggur að baki hverri senu,“ útskýrir Björn. Miklar pæling- ar liggja því að baki persónun- um og hver og ein á sér sína sögu. „Þannig er til að mynda ágæt saga á bak við hárið hans. Kenneth var sko með hanakamb, mjög töff han- a kamb sem var aflitaður. En svo var hann handtekinn og það er auðvitað engin hárgreiðslustofa á Litla-Hrauni þannig að kamburinn er að vaxa úr.” Kenneth er einn helsti meðreið- arsveinn Georgs Bjarnfreðarsonar á Litla-Hrauni og þar sem Georg er ákaflega ýkt persóna þurfti Björn að feta hárfínan milliveg í atrið- unum á milli þeirra. „Maður má ekki gera of mikið til að skyggja á en heldur ekki of lítið þannig að maður týnist bara. Annars er Jón [Gnarr] svo ofboðslega flinkur leikari og les mótleikara sinn svo vel að þetta var aldrei neitt mál.“ freyrgigja@frettabladid.is BJÖRN THORS: FER Á KOSTUM SEM KENNETH MÁNI Í FANGAVAKTINNI Fær símhringingar að næt- urlagi vegna Fangavaktar VINSÆL PERSÓNA Kenneth Máni hefur slegið í gegn hjá áhorfendum Fangavaktarinnar og slær meðal annars hinni heilögu þrenningu við í netkosningu á vísir.is. Kenneth er að sögn Björns Thors velmeinandi strákur sem yfirleitt lendir þó í súpunni á meðan allir aðrir sleppa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér finnst ótrúlega gott að fara á Culiacan. Þar fæ ég mér quesadillas með kjúklingi og smá nachos til hliðar.“ Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona Sópransöng- konan Björg Þórhallsdóttir mun ekki syngja á An field Road, heimavelli knatt- spyrnu- liðsins Liverpool, á þessu ári eins og vonir stóðu til. Björg átti að syngja einkennislag liðsins, You‘ll Never Walk Alone, og einnig stóð til að hún myndi snæða kvöldverð með spænska knattspyrnustjóranum Rafael Benitez eftir leikinn. Málið hefur verið sett í biðstöðu þangað til á næsta ári. Sú niðurstaða er væntanlega reiðarslag fyrir Höskuld Þórhallsson, alþingismann og bróður Bjargar, en eins og kom fram í Fréttablaðinu á síðasta ári er hann stuðningsmaður Liverpool og hafði hugsað sér að komast í návígi við átrúnargoð sín við þetta tækifæri. Tveir tónleikahaldarar bítast hat- rammlega um áhorfendur og vini á Facebook. Annars vegar Samúel Kristjánsson sem skipuleggur Frostrósatónleikana, og hins vegar sjálfur Björgvin Halldórsson sem undirbýr nú jóla- tónleika sína af miklum krafti. Stutt er síðan Björgvin greindi frá því að sínir tónleikar ættu 3.600 vini á Facebook, sem þykir ansi gott. Frostrósirnar hafa engu að síður tekið fram úr Bo á örskömmum tíma því vinir þeirra eru orðnir 3.700 talsins á aðeins átta dögum. Samúel hefur því vinninginn enn sem komið er. Þó skal spurt að leikslokum í þessu einvígi. Óheppnin elti sjónvarpsmanninn og pókerspilarann Auðun Blöndal á röndum á pókermóti sem hann sótti í Tallinn í Eistlandi. Þrátt fyrir að vera öflugur spilari datt Auðunn út strax á fyrsta degi og herma sögur að herberg- isnúmer hans hafi átt þar hlut að máli því það skartaði tvöfaldri óhappatölu, eða 1313. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er ekkert gert til að drulla yfir menn. Maður er bara að fara yfir góða mannasiði sem mér finnst vanta,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, eða Gillzenegger, um væntanlega bók sína Mannasiðir Gillz. Þar skýtur hann föstum skotum að þjóðþekktum aðilum á borð við Egil Helgason, Steingrím J. Sigfússon, Haffa Haff og Bjarna töframann. „Ég neydd- ist til að minnast á Bjarna töframann,“ segir „Þykki“. „Þetta eru menn sem þyrftu á því að halda að skottast út í búð og ná sér í Manna- siðabókina.“ Í einum kafla bókarinnar lýsir hann reynslu sinni af kvenkyns nuddurum sem hafa óæski- leg áhrif á „litla hershöfðingjann“. Þar segir: „Til að forðast vandræðaleg móment er gott að byrja, rétt áður en þú heldur að nuddar- inn vilji að þú snúir þér, að ímynda þér Egil Helgason á g-streng. Það hefur gefist mér vel enda sofnar hershöfðinginn með það sama.“ „Þykki“ gerir sér grein fyrir því að menn séu misviðkvæmir og til að hafa vaðið fyrir neðan sig ætlar hann að láta lögfræðing fara yfir textann áður en endanleg útgáfa fer í prentun. „Eins og maður hefur margoft rekið sig á hérna á klakanum þá má maður aldrei segja neitt, þá verður allt vitlaust. Ég neyðist örugglega til að láta lögmann forlags- ins renna yfir þetta,“ segir „Þykki“, sem hefur sjálf- ur fengið á sig kærur vegna ummæla á síð- unni Gillz.is. „Það eru örugglega einhverj- ir sem verða pirraðir. Þetta er svo lítið land og það eru allir svo hörundssárir og viðkvæmir.“ - fb Kennir Agli og Steingrími J. mannasiði TÚNFISKUR LÚÐUFLÖK XL HUMAR SKÖTUSELUR HARÐFISKUR HUMARSÚPA LAXAFLÖK Auglýsingasími – Mest lesið STEINGRÍMUR J. Steingrímur fær skot á sig í bók „Þykka“. EGILL HELGASON Egill þarf að laga mannasiði sína sam- kvæmt nafna sínum. EGILL „ÞYKKI“ EINARSSON Egill kennir Agli Helgasyni og Steingrími J. Sigfússyni mannasiði í nýrri bók sinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.