Ljósberinn - 01.10.1941, Síða 15
L JÖSBERINN
ÍSS
Við vorum alveg orðlausir — og höfum
víst verið fremur fábjánalegir.
»Flýtið ykkur nú, strákar!« sagði pabbi,
— tók í handlegginn á mér, eins og hann
ætlaði að henda mér eitthvað áleiðis,.
Og það var ekkert við þessu að segja
— ég tók til fótanna og Árni á eftir. Og
svo skokkuðum við þetta berfættir, upp
með ánni, steinþegjandi langa stund.
»Petta er allt úr sveitakörlunum, sem
sáu til okkar íí morgun. Eh ekki trúi ég
því að klárarnir séu komnir á fjöll, því
að ekki riðu*m váð þeim langt«. Pað var
Árni, sem fyrr hafði rænu á að nota tal-
færin. En svo var aftur þögn, — lengi.
Og það mátti heita, að klárarnir væru
komnir áfjöll. Því að þegar þeir voru orðn-
ir viðskila við hina hestana og eftir að
við skildum við þá, höfðu þeir lagt á rás,
upp með ánni og voru komnir æði langt,
þegar við náðum þeim. En alla leiðina
hlupum við við fót. Og aldrei held ég að
við höfum verið jafn fljótir í nakkurri
hestaleit, og í þetta sinn. Enda var okk-
ur mikið niðri fyrir. Við vorum víst hvor-
ugur, að kvíða fyrir flengingunni. Hún var
'kkert aðalatriði. En við flýttum okkur
fyrst og fremst, vegna þess, að við höfð-
um fundið, að pabbi ætlaðist til þess, og
hann hafði verið sanngjarn við okkur, við
fundum það líka, — af því að hann var
búinn að frétta, hvernig okkur hafði geng-
ið um morguninn. En við flýttum akkur
líka, til þess að þessu yrði sem fyrst af
lokið. Og þá raunverulegu hegningu vor-
um við búnir að taka út, því að ekkert
var méiri óvirðing í okkar augum, en »að
vera. kærður á kontórnum«, — og þá bætti
það ekki úr, að nú vissu þetta alíir dreng-
irnir í kaupstaðnum. Hvart við fengjum
ekki að heyra það á næstunni — »kærð-
ur á kontórnum!« Það var ónotaleg til-
hugsun.
Arni reið ótemju-bykkjunni heim, barð-
ist um á hæl og hnakka og hafði í fullu
tré við hana, svo að okkur gekk sæmilega.
Þegar við komum í námunda við sýslu-
njannshúsið, tókum við eftir því, að dreng-
ir voru á gægjum hér og þar við næstu
húsahorn. — Auðvitað. Þá langaði til að
sjá vort við yrðum flengdir!
Pabbi sá til ekkar út um skrifstofu-
gluggann og kom út í dyrnar.
»Jæja, — þið eruð komnir, karlarnir!
Þið hefðuð ekki verið svona fljótir, ef ég
hefði beðið ykkur að sækja fyrir mig
hesta. Nei-ónei. Eh svona er samveizkan.
Þegar hún lemur fótastokkinn, þá er ekki
um annað að gera en að flýta sér. Bind-
ið þið hestana við girðinguna. Karlinn sæk-
ir þá hingað. — Botninn á ykkur hefir
nú líklega ekki batnað við þetta, svo að
drengirnir þarna, verða af þeirri skemmt-
un, að sjá ykkur flengda ' þetta sinn. Og
ég veit að þið takið ekki hesta trausta-
taki næsta daginn! Verið þið sælir, Árni
og Tiddi!« Frh.
Pabbi stendur við stýrið.
Einu sinni lenti skip á næturþeli í ofsa-
roki. Allt valt hvað á annað, sem laust.
var á þilfarinu, og farþegarnir þutu ótta-
slegnir út úr klefum sínum til að vita,
hvað um væri að vera.
Litla dóttir skipstjórans vaknaði líka og
spurði, hvað á gengi. Móðir hennar sagði
henni,, að skipið hefði lent í ofsaroki.
»Hvar er pabbi?« spurði litla stúlkan.
»Pabbi stýrir skipinu«, svaraði mamma.
»0, er það pabbi, sem stýrir, þá er öllu
vel borgið«, sagði sú litla og lagðist aft-
ur örugg til svefns.
Við getum allt af verið óhult, ef við lát-
um okkar himneska föður s,týra æfifar-
inu okkar.
»Þú Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
5 straumi lífsins stýr þú mér
m,eð sterkri hendi þinni«.