Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 49 sem leyndarmál með sjálfri sér. Og nú, þegar liún vissi, að kóngurinn þjáðist svo mikið, gat hún ekki látið það vera að gráta. En þó reyndi hún að bera sorg sína í liljóði. Valgerði langaði svo ákaflega mikið til að hjálpa kónginum. Og hún liugsaði og hugsaði, því hana minnti að gamli afi hennar liefði sagt, á meðan Iiann lifði, að það væri til meðal, sem læknað gæti alla sjúkdóma og grætt öll sár. En henni var ómögulegt að muna hvað það var. Svo var það eina nótt, þegar hún lá andvaka í rúmi sínu, að hún mundi allt í einu hvað það var. Afi gamli hafði sagt, að það væri til eitt undrablóm, sem lækn- aði alla sjúkdóma og græddi öll sár. En það blómstraði ekki nema einu sinni á ári. Og það óx ekki annars staðar en í skjóli við gömul reiniberjatré, ogþað væri fullþroskað um miðnætti. En hvaða nótt á árinu það var, mundi hún ekki. I hallargarðinum stóðu nokkur gömul feinitré og voru þau fallegustu, sem til voru þar í landi. Þar lilaut hún að finna þetta blóm. Og svo ákvað Valgerður, að bún skyldi sofa úti hjá reiniberjatrján- urn á hverri einustu nóttu, þar til að undrablómið sprytti upp úr jörðinni. Hún fann það á sér, að undir eins og blómið sprytti, mundi hún vakna. Svo sat hún Undir trjánmn, nótt eftir nótt, án þess að verða nokkur vör. Og eftir miðnætti ^agði hún sig til svefns. Svo var það tíundu nóttina sem hún var þar. Hallarklukkan var nýbúin að slá Uiiðnæturslagið, og hún var að búast til að leggjast til svefns. Þá heyrði hún ein- hverja hreyfingu rétt hjá sér. Það virt- l8t koma frá melónu og graskersbeðum, sem voru þar. Þegar hún leit þangað, sá hún, að allar melónurnar og graskerin liöfðu opnað sig, og út úr þeim kom f jöldi af ósköp litlum manneskjum. Ut úr gras- kerunum komu litlir, gamlir menn, litlir, ungir menn og litlir drengir. Allir voru þeir klæddir í gul flauelsföt með grænar húfur á höfðinu. En út úr melónunum komu litlar, gaml- ar og virðulegar konur í síðum, gulum flauelskjólum, litlar, ungar stúlkur í stutt- um silkikjólum og mjög litlar og indælar telpur í gulum og gagnsæjum kjólum. Allt þetta litla fólk hneigði sig hvert fyrir öðru og lét í Ijós gleði sína yfir því að hittast. Svo raðaði allt þetta litla fólk sér í hring og tók sér sæti á fíflum og sóleyj- um. Og þá sá Valgerður að einn maður- inn og ein konan voru í gulum flauelskáp- um og með lýsandi gullkórónur. Þetta lilaut að vera kóngur og drottning þessa einkennilega fólks. Kóngux-inn leiddi nú drottninguna að litlu gulu smjörblómi og hún settist á það eins og það væri bezti hægindastóll. Svo gaf hann merki með hendinni. Og þá spil- uðu nokkrir agnarsmáir drengir á agnar- smá horn. Það var merki um að allir ættu að þegja, þyí nú ætlaði kóngurinn að tala. Það varð undir eins þögn og allir hlust- uðu á, livað kóngurinn vildi segja: „Kæru ríkisþegnar mínir“, sagði hann. „I nótt er tunglið fullt, og-þá höfum við tunglsfyllingardans. En áður en við byrj- um að dansa, vil ég minna ykkur á, að nú nálgast sá tími, sem mennirnir taka híbýli okkar til að sjóða úr þeim sykur og annað góðgæti, eins og þeir eru vanir að gera á hverju ári. Þið vitið, að ég vil

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.