Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 12
52
þekkja alla heimsins leyndardóma og eru
svo góðir og hjálpsamir. En allt veltur
á því, að Valgerður beri gæfu til að ná
beltinu. Enginn mun gefa henni leyfi til
þess. Það eru því ekki önnur ráð, en
að Valgerður verður sjálf að ná því leyni-
lega.
Ég á í fórum mínum gull-lykil, sem
getur opnað alla lása. Ég ætla að leggja
hann í keltu hinnar sofandi stúlku. Og
ef hún liefur kjark til, mun hún geta
reynt það aðra nótt. Ef hjarta hennar er
hreint og gott, þarf hún ekki að óttast
ljónið. En ef hin vonda norn fer að beita
við hana brögðum til að hræða hana, verð-
ur hún umfram allt að vera svo hugrökk,
að hún láti ekki h'eyra til sín hljóð. Ef hún
hljóðar af hræðslu, er hún töpuð og hinn
ungi kóngur fær aldrei bata. En ef ástin
er svo sterk að hún láti ekkert á sig fá,
hvað sem á gengur, þá er hún vernduð
fyrir valdi þess vonda, og mun lieppn-
ast áform sitt“.
Litli gamli gráskeggjaði maðurinn
þagnaði nú og var orðinn þreyttur af að
tala svo lengi.
Kóngurinn og drottningin voru nú
hugsandi yfir því að þetta mundi vera
alltof erfitt og áhættusamt verk fyrir svo
óreynda gæsastúlku.
„Þetta er ákaflega hættulegt“, sögðu
þau.
„Svo ákaflega hættulegt“, sagði allt liitt
smáfólkið.
Gamli maðurinn var nú búinn að hvíla
sig svo að hann gat sagt:
„Það er allt undir því komið, að ást
Valgerðar til kóngsins sé nógu sterk“.
Þá sagði Fríða litla:
„Það er hún! Ég veit, að hún er nógu
LJÓSBERINN
sterk. Ó, kæri, gamli Pírus! Láttu míg
hafa gull-lykilinn, ég vil leggja hann í
keltu stúlkunnar, svo ég geti séð hana
betur“.
Gamli maðurinn lineigði sig og rétti
henni lykilinn.
Hægt, mjög liægt og varlega gekk nú
litla Fríða til Valgerðar, lét lykilinn hægt
í svuntu hennar og beygði sig alveg að
eyranu á lienni og hvíslaði:
„Þú hefur sjálfsagt heyrt hvert einasta
orð, sem.Pírus sagði? Var það ekki?“
„Jú!“ sagði Valgerður lágt og varlega.
Hún hafði ekki sofið, bara legið hreyf-
ingarlaus, til þess að hræða ekki þetta ein-
kennilega fólk. Og hún lá kyrr stundar-
korn á meðan þessir litlu angar dönsuðu
fjörugan dans, og hurfu svo á brott. Svo
reis hún á fætúr og fór lieim og liáttaði I
og svaf vært fram á bjartan dag. En hana
dreymdi allan tímann um hinar gulu mel-
ónustúlkur og graskersmenn, með græn-
ar húfur, og um Sigurð konung.
Allan næsta dag gætti hún gæsanna eins
og alla aðra daga. En seint um kvöldið,
þegar búið var að slökkva öll ljós í höll-
inni, tók liún gull-lykilinn og læddist á
tánum út að hallarhliðinu. Þessi litli gull-
lykill passaði undarlega vel í hina stóru
og ramgerðu skrá. Hliðið opnaðist strax
hljóðlaust og Valgerður gekk inn. Svo
gekk hún eftir dimmum gangi, og upp
skínandi hvítar marmaratröppur og að
dyrunum á sjálfu dýrgripasafninu. Gull-
lykillinn opnaði líka þessar dyr umsvifa-
laust. Og nú var Valgerður kominn inn
á milli allra þessara dýru gripa kóngsins.
Gegnum glugga, hátt uppi, skein tungl-
ið, og af geislum þess glitraði á gull- og
silfurgripi allt í kringum hana. Það var