Ljósberinn - 01.04.1947, Qupperneq 15
LJÓSBERINN
álfar horfnir, en gimsteinahrúgan lá á
borðinu, eins og hún hafði skilið við liana
kvöldinu áður.
Valgerður klæddi sig nú í skyndi. Rað-
aði öllum steinunum ofan í kassa, og
stakk honum svo undir rúmið sitt. Svo
fór liún út og gætti gæsanna eins og ekk-
ert hefði í skorizt.
En áhyggjur hennar út af því, hvern-
ig fara mundi, voru svo miklar, að hún
hafði enga matarlyst.
Hún hugði sífellt eftir gangi sólarinn-
ar, og henni fannst hún aldrei liafa verið
svo lengi á lofti, þar til loksins að hún
seig niður í sjna rósrauðu skýjasæng.
Loksins var orðið dimmt. Og þégar bú-
ið var að slökkva síðasta ljósið í höllinni,
læddist Valgerður út í hallargarðinn.
Hún tók með sér reku og haka, og gamla
kristalskáþ sem guðmóðir hennar liafði
gefið henni á síðasta afmælisdegi hennar,
og gimsteinakassann tók hún einnig
með.
Hægt og rólega gróf liún alla hina
glitrandi steina niður í jörðina í kringum
gamla reyniberjatréð, sem hún hafði áð-
ur setið undir.
Varla var síðasti steinninn hulinn
moldu fyrr en hún sér, sér til mikillar
gleði, ao það sprettur undur fallegt blóm
upp af þeim fyrsta. Og svo spretta blóm-
in hvert af öðru, fegurri og fegurri, þar
til komin voru blóm upp af öllum stein-
unum. Aldrei hafði hún séð jafn fögur
blóm. Liturinn á hverju blómi var sá sami
og á steinunum, sem undir þeim voru.
Og blöð þeirra glitruðu eins og demantar.
Valgerður sogaði að sér ilminn af blóm-
unurn. En þá sá húji, að á hverri blóma-
krónu var glitrandi daggardropi. Varlega
Allir hinir álfarnir klöppuðu saman höndunum o$ þá
vaknaöi Valgerður.
hristi hún hvern dropa niður í kristalls-
skálina og áður en hún vissi af, var skál-
in full upp á barma af tærum, ilmandi
vökva.
Valgerður kyssti nú öll blómin að skiln-
aði, og gekk svo burt. En þegar hún leit
til baka, sá hún þessa indælu litlu álfa,
sem hún hafði séð í draumi um nóttina.
Þeir sendu lienni allir koss af fingrum
sínum, lineigðu sig svo vinalega og hurfu
svo á bak við gamla reyniberjatréð.
Svo gekk Valgerður glöð og róleg heim
og háttaði. Hún sofnaði á svipstundu. En
alla nóttina fram á bjartan dag, dreymdi
liana unga kónginn.
Næsta dag þvoði hún sér og greiddi
með mikilli vandvirkni, fór svo í beztu
fötin, sem hún átti til, og fór beina leið
heim að höllinni og bað um leyfi til að
tala við kónkinn.
Strax og kóngurinn heyrði, að það var
litla, fallega gæsastúlkan hans, skipaði
hnn að láta liana kom inn.
„Kær Valgerður“, sagði hann. „Hvað
hefur þú merkilegt að segja mér?“