Ljósberinn - 01.04.1947, Side 25

Ljósberinn - 01.04.1947, Side 25
LJÓSBERINN 65 og láta vaxa á sig skegg. En þaS var verra með gleraugun, því að Barnardo var svo nærsýnn, að hann gat tæplega án þeirra verið. Það varð að samkomulagi, að hann skyldi hafa gleraugun, unz þeir kæmu að gististaðnum, en þá átti Jim að taka við forystunni. Um miðnætti stóðu þeir fyrir utan ódýran gististaÖ í King David Street, þann bezta í öllu hverfinu. Á stóru auglýsinga- spjaldi lásu þeir: „Rúm fyrir ógifta menn á 50 aura“. I dyrunum stóðu nokkrir um- renningar, og lijá gestgjafanum í eldhús- inu voru tveir að greiða fyrir næturgist- ingu. Gestgjafinn þekkti Jim vel. „Hvar hef- ur þú verið allan þennan tíma?“ spurði hann. „I „sumarbústað“ þínum „geri ég ráð fyrir. Við höfum tvö prýðileg rúm, sem þú og þessi liái félagi þinn getið fengið. Það er númer 17 og 18. Þú þekkir sjálfur leiðina. I herberginu, þar sem rúmin 17og 18 voru, heyrðist ólýsanleg- ur blástur og stunur, ásamt háværum hrotum. Andrúmsloftið var í einu orði sagt hræðilegt. I herberginu voru 40 rúm, og í þeim öllum voru næturgestir. Þetta voru járnrúm með liálmdýnum. Það sást ekki í hin „mjallalivítu“ lök fyrir óhrein- indum. Stórar blóðklessur sýndu Ijóslega að framin liöfðu verið fjöldamorð á vissri tegund af skorkvikindum. Yfir hverju rúmi var aÖeins eitt teppi. Tveir gestanna reyktu í rúminu, þótt slíkt væri strang- lega bannað. Barnardo leit í kringum sig eftir stað, sem liann gæti sett fötin sín á. En liann sá ekki svo mikið sem snaga. Jim hvísl- aði að honum, að hann ætti að láta fötin nndir dýnuna. Apnars yrði þeim stolið. Jafnvel skóna varð að setja undir teppiÖ. Enginn maður var í skyrtu. Jim skýrði livíslandi frá því, að bezt væri að fara úr skyrtunni og brjóta hana vel saman, því að annars yrði hún lúsug. Það munaði minnstu að Barnardo hlypi á brott. En úr því hann var kominn þetta langt, gat hann ekki farið þegar í stað. Hann varð að fá reynslu fyrir þessum næturstað. Jim var skriðinn niður undir hin „mjallahvítu“ lök, og Barnardo fylgdi dæmi lians. Þetta varð hræðileg nótt. Seint og síð- ar meir sofnaði Barnardo. En hann dreymdi hræðilegan draum, sem nálgað- ist martröð. Hann dreymdi, að hann lægi í stór- um sal, ásamt mörgum mönnum. Allt í einu fékk einn maðurinn þá hugmynd, að Barnardo væri hættulegur njósnari. Mennirnir réðust á hann og stungu hann með löngum oddmjóum prjónum. Hann sárbað þá um að hætta, en þeir sinntu því ekki. Hann varði sig, eins vel og hann gat, barðist um og reyndi að losa sig, en árangurslaust. Þeir tungu hann í and- litið og stráðu pipar í augu hans. Hann neytti síðustu krafta sinna gegn þessum liræðilegu árásarmönnum, en svo var eins og hann hrapaði niður — niður, og myrkrið umlukti liann. Þegar hann vaknaði, lá liann á gólfinu, með teppið utan um sig. Hann reikaði að rúminu, svefndrukkinn og ringlaður af óþefnum í herberginu. Þegar hann leit á hendur sínar, sá hann, að þær voru illa útleiknar. Báðar hendurnar voru þaktar stórum rauðum dílum. Hann horfði skelfdur á rúmið. Á hinum „mjallhvítu“ lökum var mergð af skríð-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.