Ljósberinn - 01.04.1947, Qupperneq 28

Ljósberinn - 01.04.1947, Qupperneq 28
68 LJÓSBERINN losuðu sig við þau á einn eða annan hátt. Víða í London voru fyrirtæki, sem verzl- uðu með börn. Auðvitað var slík verzlun ekki frjáls. Orlög margra ógæfubarna voru þannig ráðin í daunillum kjallara- holum. Einu sinni tókst Barnardo að forða þrem börnum frá slíku mansali. Það vildi þannig til: Einn kaldranalegan nóvemberdag í rökkurbyrjun, var Barnardo staddur í bæjarhlutanum Drury Lane. Hann var í viðskiptaerindum við kaupmann, sem bann þekkti. ' Þetta var einn af þessum köblu dimmu dögum, þegar liaust og vetur skipta um hlutverk. Regnið streymdi úr loftinu og það gutlaði í rennusteinunum. Hryðjurn- ar buldu á ganghellunum eins og vélbyssu- skothríð. Gatan var mannlaus. Óveðrið hafði rekið alla í var. Barnardo þurfti að bíða eftir afgreiðslu. Hann stóð í búð- ardyrunum og horfði út á götuna. Skammt frá var búð, sem seldi heitar pylsur. Þar voru margar verzlanir í fátækrahverfinu, sem seldu soðinn mat. Pylsubúð þessi átti marga viðskiptavini, sérstaklega meðal fá- tæklinganna. Þegar gott var veður stóð oft hópur fátækra svangra barna utan við búðina og mændu á pylsurnar. Þeim fannst sýnilega fátt jafnast á við lieitar pylsur. En þennan dag var enginn barna- hópur framan við búðargluggann. Jvx, reyndar voru þarna börn. Þegar Barn- ardo gáði betur að, sá hann tvær litlar stúlkur, sem liéldust í hendur og mændu soltnum augum á pylsurnar. Litlu nefin þeirra voru fast upp við rúðuna. Barnardo kallaði á kaupmanninn og benti honum á börnin. „Já, þetta er dagleg sjón. Það stendur alltaf hópur barna utan við þennan búð- arglugga. En þessar stúlkur sýnast mér vera ræfilslegri, en þau börn eru, sem sjást þarna daglega“. Kaupmaðurinn liafði rétt fyrir sér. Jafnvel Barnardo, sem þó hafði séð svo mikinn vesaldóm, varð að viðurkenna, að tuskur þær, sem börn þessi voru í, áttu tæplega skilið að nefnast föt. Regnið fossaði stöðugt niður úr loft- inu. Litlu stúlkurnar voru eins blautar og þær væru nýdregnar upp úr Tliems- ánni. Þær stóðu stöðugt í sömu sporurn með nefin klemmd upp að gluggarúðunni. „Þær eru víst frá móður Brown“, sagði kaupmaðurinn. „Nú, hvaða kvenmaður er það?“ „Menn vita fátt um hana. En eitt er víst, það mun lítið gott frá henni stafa“. Barnardo gat ekki liaft augun af stúlk- unum. Hann spurði kaupmanninn um móður Brown og komst að því, að hún hafði atvinnu af því að taka á móti börn- um, sem foreldrarnir vildu losna við. Börnin voru svo hjá henni lengri eða skemmri tíma eftir atvikum, eða þar til lienni tókst að leigja þau listamönnum, svo sem söngvurum, leikurum, mynd- höggvuruin eða jafnvel beiningamönnum. Oftar en einu sinni liafði orðið upphlaup í bæjarhverfi móður Brown vegna atvinnu hennar. Lögreglan hafði heimsótt hana mörgum sinnum. Heimsóknir lögreglunn- ar og afskiptasemi hafði haft þær afleið- ingar einar, að móðir Brown forðaðist alla umgengni við fólk eins og hún framast gat og leyfði engmn að líta á börn þau, sem hún liafði undir höndum. Lögreglan liafði stundum lokað stofnuninni, en liún hafði alltaf byrjað aftur. Kaupmaðurinn

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.