Ljósberinn - 01.04.1947, Qupperneq 30

Ljósberinn - 01.04.1947, Qupperneq 30
70 LJÓSBERINN Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár- gangurinn kostar 10 krónur. — Gjalddagi er 15 apríl. Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: LJÓSBERINN, Póethólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóus Helgasonar, Bergetaðastr. 27. KALLI FRÆNDI OG KRAKKARNIR heitir ný mynda- saga, sem hefst nú í þessu blaði, prentuð í tveim litum. Eng- inn vafi er á því, að hún mun verða hin- um ungu lesendum blaðsins til mikillar ánægju, því í mörgum æfintýrum lenda þessir nýju kunningjar okkar, bæði á sjó og landi. AUKINN KOSTNAÐ hefur þetta í för með sér fyrir blaðið, en það von- ast til, að vinir þess launi það í auknu starfi fyrir það. Vinnið að útbrciðslu blaðsins meðal leikfélaga ykkar og nágranna. Sýnið þeim blaðið og segið þeim frá þeim kostakjörum, sem boðin voru í síðasta tbl. — síðaBta árganga blaðsins í kaupbæti, meðan upplag endist, — en kaupbætirinn er því aðeins látinn, að kaupandi greiði um leið árganginn 1947. GJAFIR OG ÁIIEIT. Þ. J. J. kr. 50,00; Marta Ágústsdóttir kr. 20,00; G. V. Önundarholti kr. 10,00. Á öld tækninnar. // HANSEN OG KRUMMI. Ilansen læknir ótti lirafn, sem kunni að tala. Hrafn- inn hélt sig venjulega á biðstofunni, þar sem lækn- irinn tók á móti sjúklingum sínum, og hann heyrði því oft er sjúklingarnir sögðu: „Ó, mér líður svo illu, herra Hansen“. Á endanum lærði krununi að segja þessi orð'. Dag nokkurn flaug brafninn í burtu og fór þangað, sem cnginn þekkti hann. Bóndi nokkur, sem líka hét Hansen, kom auga á hrafninn og skaut á bann. Hann hitti í annan vænginn og vesalings fuglinn féll til jarðar, allur blóðugur. Bóndi tók til fótanna og sótti ltann, og nærri má geta, hversu undrandi hann hefur orðið, þegar hann heyrði krumma segja: „Ó, mér líður svo illa, herra Hansen!“ // Kennarinn: „Efri flötur liandarinnar er nefndur handarbak, en hvað heitir þá neðri flöturinn?“ Hans: „Handarmagi“. Bréfaviöskipti. Finnur GuSni Þorlálcsson og Högni Marselíusarson, báðir að Scebóli, Ingjaldssandi við Önundarfjörð, óska eftir bréfavið'skiptum við dreng eða stúlku 11—13 ára. Vilborg H. Kristjánsdóttir, Barmi, Skarðshrepp, Dalasýslu óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 16—17 ára, hvar sem er á lundinu.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.