Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 4
132 L J Ó SBERINN Orðin á töflunni Barnaliópurinn var saman kominn í skól- anúm hennar nngí'rú Sigríðar. Það var venja hennar aó helga sunnudaginn sérstaklega kennslunni í kristnum fræðum. 1 hvert skipli reyndi hún að festa einhver biblíuorð í minni barnanna. Hún var vön að skrifa þau á skóla- töfluna. Og þegar liún var búin að gera börn- unum þau skiljanleg, þá leitaðist hún við að fésta þau í minni þeirra. Ritningarorðin á þessum sunnudegi, sem hún liafði skrifað á töfluna vorn djtip og efnisrík. Þau voru tvö og tekin sitt úr hvoru testamentinu, hinu gamla og nýja: „Þú erl GuS, sem sér niig“„ (I. Mós. 16, 13). „Gufi er kœrleikur“. Börnin kunnu öll þessi ritn- ingarorS og böfðu þau heim með sér. En þau höfðu ekki fest jafndjúpar rætur hjá þeim öllum. Hann Georg litli, níu ára, og hún Anna litla, systir hans (fimm ára), sem standa fyrir framan svörtu töfluna, og lesa orðin, sem eru skrifuð á haiia, urðu þessi orð oftar en einu sinni á aévinni til gleði og blessunar. Það voru börnin hennar Maríu Arason, sem var fátæk ekkja; fyrrum hafði liún búið við góð efni og farsæl kjör. En hún missti mann- inn sinn snemma, og þá átti hún örðugt upp- dráttar. Hún bafði þá fengið að reyna, hvað það er að þurfa að vinna fyrir brauði sínu. En hún var of liyggin og of göfug kona hún María, til þess að hún gæti ekki áttað sig á hinum nýju kjörum sínum. Ekkerl viðvik var svo lítilfjörlegt, né svo erfitt, að hún gengi frá því, ef hún gat með því aukið tekj- ur sínar lil heimilisþarfa. Allt stritið og basl- ið margborguðu börnin liennar með kærleika sínum og framförum í því, sem gott var. Og þess vegna tók hún það ekki nærri sér, þó lmn yrði við og við að vinna baki brotnu eða leggja of liart að sér. En nú var farið þyngjast fyrir fæti fyrir lienni. Georg hennar var nú kominn á ferm- ingaraldur; sögðu þá ættingjar og vinir manns- ins hennar að það næði engri átt, að svo stór drengur væri lengur heima hjá lienni; en það væri kostnaðarsamt að láta liann ganga skólaveginn, og hann liefði heldur enga löngun til þess; það yrði að koma hon- um fyrir til náms hjá iðnaðarmanni. María var of skynsöm til að meta hlutskipti iðnaðarmanna lítils. En það l)jó henni kvíða og kom lienni til að fresta ákvörðun sinni í þessu máli, að hún var lirædd um, að Ge- org hennar kæmist með því í slæman félags- skap við sér eldri pilta, sem sakir j)ess að J)eir væru heimilislausir, liefðu vanizt á svo margt Ijótt. Og hún felldi margt tárið rit af því, að þetta spor varð hún að stíga með drenginn. Anna litla tók það líka mjög nærri sér að Georg hróðir liennar yrði að fara frá þeim; hann liafði verið henni trúr vinur og vernd- ari frá ])ví er liún fyrst mundi eftir sér, og hún skildi ekkert, hvernig hún gæti komist af án lians. Hún, sem nú var tíu ára, hafði lengi ekki um annað liugsað, en að húa út smágjafir, sem bróðir hennar álti að liafa méð sér til minningar um liana. Og á marg- víslegan hátt fékk hann sýnishorn af dugn- aði litlu saumastúlkunnar. Hið seinasta, sem lnin bjó til var bókmerki í fallegu sálma- bókina lians; var ]>að eitt af gjöfunum frá móður hans og á þessu bókmerki glóði í gullperlum ritningarorðin fyrrnefndu: „Þú ert Guð, sem sér mig“ og „Guð er kærleikur“. Móðirin lagði með gleði bókmerk- ið milli blaðanna í sáhnabókinni og kyssli á ennið á önnn litlu. Hún liafði í þessari áletrun á þessari litlu og einföldu gjöf fólgið allt gott, sem móðirin gæti lagt syni sínum á lijarta á kveðjustundinni. Og Georg fór lít í lífið og fékk svo margt erfitt að reyna, þegar freistingarnar réðust á liann, þegar félagarnir vildu draga hann með sér til óleyfilegra skemmtana og full- yrtu við liann, að enginn gæti séð né vitað,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.