Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6
134 LJÓSBERINN Dómkirkjan 100 ára. Hvaft' er dómkirkja? ÞaS er kirkja á lnsk- upssetri. Áður sátu bisknpar vorir á Hólum og í Skálliolti, og voru þar dómkirkjur. Nix er aðeins einn biskup yfir landinu og situr í Reykjavík. Kirkjan í Reykjavík er því dóm- kirkja. Hvað er þjóðkirkja? Það er kirkjufélag þjóðarinnar. Hvað er fríkirkja? Það er kirkju- félag óháð ríki og þjóðkirkju. Hvað er kirkja? Kirkja er söfnuður eða fé- lag þeirra, sem trúa á Jesúm Krist, Guð vorn og frelsara. Kirkjan er ein og skiptist í ýmsar deildir, kaþólskar og evangeliskar. Þjóðkirkj- an á íslandi er evangelisk-lútbersk; þ. e. hún játar þá trú, sem Lútlier og samverkamenn hans boðuðu sam- kvæmt Biblíunni. Lúther samdi stutt fræði um evangeliska trú. Þau eiga börn að læra undir fermingu. Þar eru skýringar á tíu boðorðum Guðs, post- ullegu trúarjátningunni, bæninni Faðir vor, skírninni og kveldmáltíð- inni. Dómkirkjan í Reykjavík liefur nafn og er kennd við Jóhannes post- ula. En hún er sjaldan eða aldrei kölluð Jóhannesarkirkja, heldur dómkirkjau. Hvað veizt þú um Jó- lianncs postula? Hann var lærisveinn- inn, sein Jesús elskaði. Hann var einn af þeirn þremur, sem voru með Jesú, þegar liann vakti upp telpuna, þegar hann var á fjallinu og uminyndaðist, og þegar liann var í Getsemane, nótt- ina, sem hann var svikinn. Það var og Jóhannes, sem stóð við kross Jesú með móður lians og fékk það lilut- verk að taka hana að sér. Jóhannes var einn af þeim fyrstu, sem sáu Jesúm endurrisinn. Hann var einn af vottunum og liefur skrifað rit um Jesúm. Það lieitir Jóliannesarguð- spjall. Dómkirkjan í Reykjavík er rauninni ehlri en bundrað ára, en lnin var stækkuð og vjgð aftur 28. okt. 1848. Þar hefur fagnaðarerindið um Guðs son verið boðað. Þar liafa hörn verið skírð til nafns föðurins, sonarins og heil- ags anda. 1‘ar hafa þau fengið fræðslu um bina sáluhjálplegu trú. Þar liafa þau verið fermd, staðfest í trúnni. Þar liafa guðsbörn gengið til altaris og tekið við holdi og blóði Drottins, sein var gefinn oss til syndafyrirgefningar. Þar bafa lijón verið gefin saman í heilagL hjónaband. Þar liefur verið grátið yfir látnum ástvinum og buggun flutt frá upprisnum frelsara. Guð blessi Dómkirkjuna um ókomna tíma. M. R.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.