Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 14
142 LJÓSBERINN Vinirnir tveir 1 dag ætla ég að segja ykkur frá tveimur litlum kínverskum stúlkum — þær voru tveir reglulega góðir vinir; hét önnur Kreihsi en liin Anloli — tvö einkar fögur nöfn, því að fyrra þýðir sama sem: „Inndæll ilmur“, en liið síðara: „Kyrrlát gleði“. Áreiðanlega liafa mæður þeirra, er þær gáfu þeim nöfnin, óskað þess, að þessar dætur þeirra hreiddu út frá sér „ilm og gleði“. Og það gerðu þær líka svo að undrum sætti eins og nú skal sagt verða. „Angan“ var ekki nema fjögra ára. Móðir hennar kom oft yfir í kristniboðsstöðina og hjálpaði til við húsverkin. Og á sunnudög- um leyfðist „Angan“ að fylgjast með móður sinni til „Júsú-hallarinnar“, en svo kölluðu þeir kirkjuna sína þar, og þar fékk litla stúlkan að lieyra fagnaðarerindið um Jesúm, sem elskar börnin og hún hafði gefið Jesú lijarta sitt á sinn barnslega hátt. „Gleði“ litla var lítið eitt eldri; móðir hennar bjó líka í grennd við kristniboðsstöð- ina; en sjálf va'r hún flutt yfir í lióp kristni- boðanna, því að liún var farin að ganga í skóla. Þar liafði luín heyrt fagnaðarerindið um liinn góða hirði, unz sá dagur kom, að liún gaf sig sem lítið lamb í arina Jesú og þar vildi hún ávallt vera upp frá því. Þá bar svo til að bólan kom skyndilega upp í borginni; það var bæði slæmur og hættulegur sjúkdómur og meðal þeirra, sem tóku ]>á veiki, voru þær „Angan“ og „Gleði“. „Gleði“ fluttist ])á lieim til sín og móðir liennar sat hjá henni nætur og daga, og móðir „Anganar“ fór eins að með eftirlætið sitt, sem var eigi minna veik. Hóluveikin fór sívaxandi lijá ka-.ru litlu sjúklingunum. Og loks litu foreldrarnir svo á, að það væri tilætlun Guðs, að þau mættu ekki lengur lialda þessum stúlkum sínum, því að Guð vildi flytja þær yfir á landið, þar sem synd, sársauki og dauði næði eigi fram- ar til þeirra, þar sem þær gætu alltaf verið hjá Jesú. Þeim þótti sárt að verða að skilj- ast við smælingjana sína. En þótt þjáning- in væri mikil, þá var traustið, sem Guð gaf foreldrunum þó enn þá rneira. Quð hjálp- aði þeim til að bera sorgina miklu. Hann huggaði ]iær svo vel með orðunum, sem þær töluðu til þeirra litlu stúlkurnar þeirra rétt fyrir andlátið, að þau liefðu ekki kallað þær til lífsins aftur hér á jörðu, þótt þau hefðu haft ráð á því. Einu sinni rétt um það leyti, sem Jesús tók „Gleði“ litlu lieim til sín, þá sagði liún við möinmu sína: „Mamma, viltu ekki þvo mér og klæða mig nýju fötunum mínum, því að nú á ég að fara upp til Drottins Jesú á himni! Hann kemur nú að sækja mig og þá verð ég að vera hrein“. Mannna liennar fór að orðum liennar og síðan lá „Gleði“ glöð og kvrr. Skönnnu síðar sagði livin: ,,„Angan“ verður líka að fara með mér. Við eigum báðar að ganga saman með Jesú“. Samtímis talaði „Angan“ litla við foreldra sína, að liun ætti að fara frá þeim. Einu sinni sagði hún: „Nú á ég að fara til liimins og vil helzl hafa nýju fötin mín og sömuleiðis nýja boll- .ann minn, sem ég fékk úppi í „Jesú-höll- inni“, því að nú á ég að fara upp lil Jesú“. Svo lá lnin kyrr litla stund, en hætli síð- an við: „Ég fer á undan, en þið komið á eflir, pabbi og mamma!“ Foreldrarnir horfðu undrandi hvort á ann- að og skildu ekki, hví hún gæti talað svona. Þau skildu, að það var ekki „Angan“ sjálf sém talaði, heldur andi Guðs með liennar munni til að styrkja þau og luigga þau með

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.