Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 135 Dularfulli j ólagesturinn i. Vestræni auðmaSurinn. Hann stóð út við glugga í skrautliýsi einu í New York, niður sokkinn í liugsanir sínar. Salurinn, þar sem hann stóð var hinn rík- mannlegasti að öllu; veggtjöld iill og reflar hin skrautlegustu, liúsgögn, iill gjör af hinni •nestu list og dýrir dúkar á gólfi; allt bar þetta vott um, að húseigandi væri auðmaðnr mikill. Maður þessi liét Rudolf Döring. En liann var ekki í því skapi, að öll þessi dýrð gengi honum í augu. Hann starði svo sorghitinn út í þokukafið, sem þá var að leggjast yfir hús og götur hinnar miklu borgar. Rudolf mátti heita vellauðugur maður. Hann átti skraut- hýsi þetta og allt, sein þar var innanstokks, og utan horgar átti liann dýrindis sveitaset- ur, þar sem hann hafði látið hyggja livert skrautliýsið af öðru; auk ]>ess átti liann ærið fé í gulli og silfri; gat liann því keypt sér það allt, sem hjartað girntist. En þrátt fyrir allan þenna auð var hann sem öreigi — hlá- látaekur maður. — Rudolf hafði orðið fyrir þungmn ástvina- missi. Hann var kvæntur maður og hafði lifað > farsælu og friðsælu lijónabandi. En nú var kona hans dáin fyrir tveimur árum. Og á þeim sama degi, sem liér segir frá, liafði hanil verið að fylgja einkaharninu sínu til grafar, hún var í æskublóma, átján ára gömul. Það var einmitt af því að honum fannst hann vera svo einmana og vfirgefinn í stóra, sk rautlega hiisinu sínu. Nú var enginn lijá honum framar, sem liann fvndi að hann vnni hugástum og legði ást á móti ást bans, þess vegna stóð liann svona barmþrunginn út við ghiggann, eins og áður er sagt og starði út í borgarþokuna. Hann var þarna að liugsa um handleiðslu Ouðs á sér allt til þessa dags; hann horfði í huga sér til haka yfir liðna ævi. Hann sá fyrir sér prestslieimilið í fjarlæga landinu, sem lionum var svo kært, þar sem liann var borinn og barnfæddur. Það voru einkum foreldrarnir lians ástkæru, sem lionum voru í fersku minni, en nú voru þau fyrir langa- löngu komin undir græna torfu. Og út frá því fór hann að liugsa um systurnar sínar elskuðu, sem hann hafði leikið sér við í gleði bernskudaganna, bæði inni í stofunum og úti í aldingarðinum. Þegar lengra leið fram fór liann á verzlunarskóla í horginni Leipzig (á Þýzkalandi) og þaðan fór liann svo til Ham- horgar í sama landi og dvaldi þar svo ár- vun skipti. Þá var það, að hann réðst til Vesturheimsfarar; vonaði liann, að þar mundi sér ganga greiðara að komast áfram og græða fé. Nú voru þrjátíu og tvö ár liðin síðan að liann fór vestur um haf með fullu samþvkki föður, fullur af fjöri og gleði æskumannsins. I Ameríku átti liann þó mjög erfitt upp- dráttar í fyrstu; en loks greiddist vel úr fyr- ir honuin, svo að liann græddi á tá og fingri. Guð gaf honum gnægtir auðæfa. En að hvaða haldi komu honuni auðæfin nú? Kona bans og dóttir lágu nú báðar undir leiði. Nú var enginn hjá honuni til að samgleðjast hon- um, enginn, sem gæti endnrgoldið hoimni kærleika bans og trúnaðartraust. Átti liann í raun og veru enga ástvini fram- ar hér í heimi? Þá spurningu lagði þessi veslings einstæði maður fyrir sig. Þá vakn- aði hjá honum þrá til systra sinna í fjarlæga föðurlandinu austan liafs. Nii voru þær báð- ar giftar fyrir mörgum árum og orðnar prests- konur í ættjörðu sinni. En mi liafði hann, bróðir þeirra, ekki sent þeim eitt einasta bréf síðustu tuttugu árin. Verzlun lians og kaii[)sýsla óx svo mjög ár frá ári, að liann gaf sér varla tóm til að sinna konu sinni og barni litla stund á hverjum degi. Hann bafði liaft lítinu tíma og ef til vill litla löngun til að skrifa systrum sínnm; liafði liann þó aldrei

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.