Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 24
152 LJ ÓSBERINN boðin frá eiiium söfnuði jafngiltu 300 kristni- boðum í beilt ár. Var ]>að ekki rausnargjöf? Við gætum, ef til vill, líka gefið kristniboðinu nokkuð af tímanum okkar jafnframt því sem við biðj- um fyrir því og gefum eittlivað af fjármun- um okkar. XLI. Stjarnan eina. Oft reynir alvarlega á þolinmæði kristni- boðanna. Svo geta liðið langir tímar að vonir þeirra rætist ekki. Það er liægt að Inigsa sér, að það er þungt og þreytandi að prédika ár eftir ár svo, að enginn vill trúa prédikuninni. A. Judstm, postuli Burma á Austur-Ind- landi, var einn í þeirra tölu, sem slíkt varð að reyna; en bann var sönn fyrirmynd í lieil- agri þolinmæði. Eftir tíu ára starf liafði honum teki/l að koma upp smákirkju og allur söfnuðurinn var 18 manns. Honum var skrifað að lieiman (frá Ameríku) og spurð- ur um horfurnar. Þá svaraði liann: Horfurn- ar eru jafnbjartar og fyrirlieiti Guðs. En 75 árum síðar voru kristnir menn í Bunna orðnir jafnmargir og þriðja bver sttmd af öllum þessum árum. Judson gafst ekki upp. Hann vissi, að kristnin mundi á sínum tíma ryðja sér þar til rúms, eins og annars staðar, ef haldið væri áfram í nafni Drottins. Og af hverju? Af ])ví að liami vissi, að fyrirlieiti Drottins geta ekki brugðist. Slarfið var Drott- ins. Þetta sama fengu þeir líka að reyna kristni- boðar „Einu stjörnunnar“, en svo var kristni- boðið meðal Telúgú-þjóðarinnar á Indlandi kallað. í 40 ár störfuðu prédikarar og kenn- arar meðal þjóðarinnar, en varð ekkert ágengt. Smábörnin stálpuðust þar og urðu ungling- ar, unglingarnir komust á efri ár, ungu kristni- boðarnir urðu gamlir og margir þeirra dóu á þessum árum, og aðrir komii í þeirra stað, binum starfsmönnunum til aðstoðar, en allt þetta virtist vera árangurslaust. En tími Drottins kom. Þjóðin tók að snúa sér til hins sanna, lifandi Guðs. Þá kom loks svar frá Drottni við 40 ára starfi og bæn. Á einum stað voru meira en 1000 skírðir á einum degi. Og á því sama ári bættust eigi færri en 10 000 við söfnuðinn og á rúmum tíu árum var eigi færra en 50 000 af Telúgú- þjóðinni orðnir meðlimir bins kristna safn- aðar. Og af einstökum kirkjusöfnuðum, þá er ekki fjölmennasti söfnuður í beimi í Lund- únum, né í New York, heldur í Ongole, meðal Telúgú-þjóðarinnar, því að í honum eru milli 30—40 000 manna. í Fuchow í Kína prédikaði kristniboði í tíu ár og varð lítið ágengt, en nú era tugir þúsunda orðnir kristnir í því fylki. Minnir þetta okkur ekki á orð Páls postula: „En þreytumst eigi að gera það, sem gotl er, því á sínum tíma muntun vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp“. (Gal. 6, 9). XLIl. Kristniboð kvenna. Nú er búið að segja svo margar sögur af kristniboði karlmannanna, að þið, kæru les- endur, farið ef til vill að lialda, að það séu karlmemi einir, sem kristni boða. En því er ekki svo varið. En nú er því svo varið, að mikið af því, sem mestu varðar af kristni- nóðinu, gætu karlmenn alls ekki innt af liendi. Á Indlandi mega konur t. d. ekki vera á gangi á götum úti, eins og hinar vestrænu systur þeirra og auðvitað mega þær alls ekki vera með karlmönnum. Allt kvenfólkið á ind- verska beimilinu: ömmur, mæður og yngis- meyjar búa í afbýsi einu, sem kallað er kvennabúr (Zenana). Þarna eyða þessar veslings fávísu konur sínum ])ungbæru dögum. Og þungbærir ern þeir, því að litlu stúlkurnar fá ekki að læra að lesa. Eina skemmtunin þeirra er að masa saman um alls konar hégóma. Nú liggur það í augum uppi að aldrei lekst að vinna Indland Kristi til lianda, nema kristniboðar fái aðgang að kvennabúrunum. En samt var lengi ekki annað fyrir að sjá,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.