Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 133 livað þeir liefðnst að. En ]>á stóðu orðín: „Þú ert GutS, sem sér mig“ ineð logandi letri fyrir auguin lians og lionuni fannst liöndin liennar Onnu systur sinnar aftra sér, já, Iieyra liana mæla orðin með mjúkum og mildum rómi í eyru sér og við það fjæfist honum kraftur til að segja nei við öllum öðrum röddum, sem vildu lokka hann burt af rétt- um vegi - vegi Guðs. Svo var það annað veifið, að lionum fannst lífið svo óumræði- lega þungbært; saknaði liann þá móður sinn- ar og systur meira en nokkru sinni áður; hann vann og vann, en fannst sér ekkert miða áfram; ekkert vingjarnlegt hros örf- aði liann til starfsins og honum fannst hann vera svo einmana. En þá sá hann ljóma fyrir augum sálar sinnar orðin : „Guð er kærleik- ur“. Og þá fannst honum aftur, sein svstir sín livísla að sér, hve Guð er óumræðilega góður hann yfirgefur oss aldrei, ]>ó allir aðrir yfirgefi oss. Og ])á fylitisl hjarta lians af von og liuggun og trausti. Félagar lians undruðust það, hversu hann léti aldrei lokka sig til neins og aldrei lét hugfallast, jafnvel þegar honum féll þyngst lífið. Það voru fæstir þeirra sem skildu, hvílíkan fjársjóð Georg atti í þeim orðum, sem systir hans hafði saumað í skilnaðargjöfina. Þær mæðgur unnu lieima fyrir ótrauðlega. Anna átti líka stundum bágt, en hún stvrkt- ist af hinúm sömu orðum, sem liún hafði fengið bróður sínum, orðin, sem liann Jiafði einmitt reynt að innræta henni, þegar liún var kornung. Þótt tekjurnar væru einkar litlar og móðir liennar varð að liggja tímum sanian í rúminu og allt var þá undir því homið, livað Anna gæti unnið sér inn, þá var liún |)ó alltaf glöð og örugg, því að hún ' ann Jiið innra með sér sannleikann í ])ess- um orðum: „Þú sér mig, Guð minn!“ Og aldrei varð lífið svo dimmt eða ])ungbært, að ekki hrytusl geislar gegnum myrkrið 'rá orðinu heilaga: „Guð er kærleikur“. Þau systkinin voru nú búin að þrauka svona hvort á sínum stað árum saman, og atvikin liöfðu smám saman fært Georg lengra Gá heimilinu. Þegar hann var orðinn út- lærður í iðn sinni í heimalandinu, þá fór liann utan til frekara náms til að geta fengið því meiri atvinnu. Nú voru þær mæðgur búnar að vænta heim- komu lians margar vikur, því að móðir lians hafði verið mjög sjúk og Anna skrifað hon- um og l)eðið hann að koma heim aftur. Það varð æ erfiðar fyrir Onnu að útvega allt, sem við þurfti, af því að liún varð að láta af störfum sakir veikinda móður sinnar. En hún var jafn vongóð sem áður. Hún levndi tárum sínum til þess að auka ekki með þeim þjáningar móður sinnar. En þúsund sinnum leit liún með ])rá til dvra, livort bróðir hennar kynni ekki að koma inn. Hún varð Jieldur ekki fyrir vonbrigðum. Á kyrrlátu kvöldi, er móður hennar var dálítið liægra, en fór í þess stað að bera á óvænlegum magnleysisköstum, þá heyrðu þær alkunnan málróm úti á götunni og að spurt var, livar frú María Arason ætti lieima. Anna liljóp ])á út að glugganum, en liurðinni var lokið upp áður en liún ka'inist út að glugg- anum. Bróðir og systir föðmuðu nú þegj- andi Iivort annað og krnpu á kné við rúm móður sinnar. Hún átti ekki nema fáa daga eftir ólifaða; en frú María dó í fullri vissu uin það, að liann Gcorg liennar var orðinn góður og lieiðarlegur iðnáðarmaður í orðs- ins beztu merkingu. Og ef það hefði getað aukið gleði hennar þá hefði hún líka getað fengið að vita, að hann hafði framast svo í iðn sinni, að liann gat átt beztu framtíð í vændiun. Hún vissi líka, að hún veslings Anna liennar átti stvrka stoð, þar sem liann elsku bróðir hennar var, ef það ætti ekki fvrir hemii að liggja að verða húsmóðir á heimilinu sínu. Að lokinni jarðarför móður þeirra, voru þau hæði alein heima og töluðu um reynslu sína á liðnum árum; síðan minntust þau með innilegu þakklæti fvrstu kennslukonunnar sinnar, liennar ungfrú Sigríðar, að' það voru orðin, sem liún liafði ritað á svörlu töfluna, sem verið liöfðu stoð þeirra og liuggun oftar enn einu sinni. Bjarni Jónssoti þýddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.