Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8
136 LJÓSBERINN séð þær, síðan liami fór vestur og menn þeirra og börn voru liomim auðvitað al- ókunnug. En — nú varð liann gagntekinn af heim- þrá, nú þráði hann bæði að sjá ættjörðina og systur sínar. Að bvaða lialdi komu hon- um auðæfi hans, fengi liann ekki notið þeirra jneð trúföstum ástvinum? Hann fann, að föð- urlandið og friðsæla sveitaþorpið, þar sem hann lifði sín farsælu æskuár dróu hann nú að sér með ómótstæðilegum krafti. Og það sem honum hugkvæmdist að ráða af þarna út við gluggann á þessu sama kvöldi, lét liann brátt verða að framkvæmd. Hann lokaði verzluninni, seldi allar eigur sínar og lagði’ peningana inn í enskan banka, og ætlaði síð- an að fara austur um baf á næsta vori til Þýzkalands og búa í áttbögum sínum það sem eftir væri æfinnar og deyja þar síðan. En nú vildi liann ekki láta systur sínar og fjölskyhlur vita þegar í stað, hver liann væri og hvílíkur auðmaður hann væri. Hann var liræddur um, að þessi mikli auður sinn mundi raska hinu kyrrláta og farsæla h'fi, sem þær lifðu og vekja hjá þeim fávíslegar bugsanir og eftirvæntingar. Þess vegna ásetti bann sér, að reyna að dvljast fvrir þeim, að minnsta kosti fyrst um sinn; hann ætlaði sér að vera samvistum við þær eins og gestur, og nieð því eina móti að rétta þeim hjálpar- liönd í kyrrþey, svo framarlega sem þær þyrftu þess við og reyndust eiga það skiiið. n. / átthögnnum. Frá ferðinni austur um Atlantsbafið verð- Tir hér eigi sagt. Rudolf komst heill á húfi til sveitaþorpsins í föðurlandi sínu, þar sem bann eyddi bernskudögum sínum. Hjartað barðist í brjósti honum af klökkva og gleði, þegar hann bar að fæðingarstað sínum, og augu lians fylltust tárum, þegar hann kom auga á kirkjúturninn garnla. Á gistihúsinu lézt liann vera aðkomumað- ur og spurðist því fyrir um það, hvort nokk- urs staðar mundi vera hægt að fá leigð góð herbergi þar í þorpinu; sér litist og vel á sig á þessum stað og langaði því til að dvelja þar um liríð. Veitingamaðurinn leigði lion- um þá tvö herbergi, og af því að á þessum slóðutn var allt svo sveitalegt og blátt áfram, þá gat Rudolf ekki bugsað sér að búa rík- mannlegar bér. Yeitingamaðurinn liafði ekki minnsta grun um, að þessi aðkomumaður, sem nú bafði fengið leigt bjá lionum, hafði fyrir 40 árum setið á sama bekk í skóla og liann; en Rudolf kunni lagið á því, að spyrja svo þenna, skrafhreifa veitingamann út úr spjör- unum, að liann fékk að vita góða grein á öllu, sem bann vildi fræðast um. „Já, sr. Meinert er beiðursmaður“, sagði veitingamaður, meðal annars, „hann er sann- nefndur sáhialiirðir; en jafnoka gamla sr. Dörings fáum vér þó ablrei aftur. Síðan Dör- ing dó höfum vér liaft tvo presta, og þeir hafa báðir verið óaðfinnanlegir; en samt sem áður er ómögulegt að gleyma gainla prestinum okkar, lionum sr. Döring. En það er leiðinlegt út af fyrir sig, að börnum bans böfum við ekki fengið að balda vor á meðal. Sonur lians, Rudolf Döring, fór til Ameríku og hefur ekkert látið frá sér heyra árum saman, en systur bans eru orðnar prestskon- ur skammt héðan. Þær sækja oft prestinn okkar lieim og |)á gefst okkur við og við tækifæri til að sjá þær og tala við þær. Þeini líður vel, en ekki lifa þær við neinar alls- nægtir, því að þær eiga svo mörg börn. Synir þeirra vilja sjálfsagt ganga á skóla, en for- eldrarnir liafa ekki efni á að láta það eftir þeim“. Með þessum samræðum fékk Rudolf Dör- ing að vita, hvernig liagir systra bans stóðu; en áfram l)jó hann í gistihúsinu, þangað til leigðu lierbergin voru laus til íbúðar banda honurn. Hann keypti sér búsgögn eða lél búa þau til þar í þorpinu, eða í kaupstað einum litlum, sem lá þar nærri. Hann greiddi það, sem upp var sett umyrðalanst og liéldu því margir, að liann mundi vera vel efnaður mað- ur; en þó böfðu þeir ekki hugboð um liver bann var né live auður hans væri eiginlega mikill.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.