Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.10.1948, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN 151 til jiess, að vera erinflreki konnngs konung- anna á hinum lítt kunnu norðurströndum í Labrador. XXXIX. Maðurinn, sem stal Nýjatestamentinu. Ef við tökum landabréfin okkar, j)á er fljótgert aS finna Kóreu. Kína liggur aS j)ví landi að norðan, en Gulahafið og Japans- liafið að sunnan og vestan. Það er ekki langt síðan að það var kallað „Einbúaríkið“. Kóreubúar vildu sem sé ekki eiga nein mök við útlenda menn, livort sem urn siðu og liáttu, iðnað, verzlun eða trúar- brögð var að ræða. En loks tókst j)ó að I júka upp J)essu aflæsta landi fyrir útlendingum, sem eiga vildu verzlunarviðskipti við })jóð- ina og skömmu síðar komu kristniboðarnir þangað. En langur tími leið, áður en þeir fengju Iiina tortryggnu Kóreubúa tii að lilusla á boð- skap sinn. En þeir héldu samt áfram að pré- dika og jafnframt lögðu j)eir allt kapp á að j)ýða fagnaðarboðskapinn á tungu Kóreu- manna. Einu sinni gafst aðalsmanni nokkrum færi á að hitta kristniboða, })ar sem liann var að starfa. Meðan þeir töluðust við, tók aðals- maðurinn eftir })ví, að bók lá á borði við hliðina á kristniboðanum; sú bók vakti for- vitni hans. Það var Nýjatestamentið. Hann hafði Iieyrt þess getið, en aldrei séð })að fvrr. En aðalsmaðurinn var of slunginn til j)ess, að liann léti j)ess getið og var, ef til vill, allt of drambsamur til j)ess að láta það uppi, að lionum léki nokkur liugur á útlendum trúarbrögðum. En er kristniboðinn brá sér út úr stofunni fáein augnablik, })á greip aðalsmaðurinn, er liann var einn orðinn, bókina kristniboðans og stakk henni undir kápu sína. Og er kristni- boðinn kom aftur og samtali j)eirra sleit, þá bafði aðalsmaðurinn testamentiö með sér. Nokkrum vikum síðar kom liann aftur til kristniboðans til að játa fyrir honum grip- deild sína og biðja hann fyrirgefningar. Hann hafði })á snúizt til kristni við það að lesa testamentið. Kristniboðinn fyrirgaf lionum bjartanlega, sem nærri má geta, og hjálpaði Iionum til að' eignast Nýjatestamentið, til þess að hann gæti lesið })að án blygðunar. Síðan jretta gerðist hafa mikil umskipti orðið í ICóreu. Kóretibúar hafa tekið kristna trú hópum saman og nú eru liorfur á, að Kórea verði, fyrst allra Austurlanda, alkristið land. XL. Einkennileg fórnargjöf. Þegar við leggjum eitthvað fram til kristni- boðsins, þá gefum við venjulega peninga, En nú skal ég segja ykkur frá mjög einkenni- legri fórnargjöf, sem kristnir menn í Kóreu gefa. Eins og áður er sagt, hefur söfnuður Krists farið sívaxandi í })essu landi. Það eru ekki nema 50 ár síðan fyrstu kristniboðarnir komu J)angað; en er 20 ár voru liðin, liöfðu þeir skírt svo marga, að })eir voru jafnmargir klukkustundunum, sem liðnar voru síðan þeir byrjuðu. Kristnir menn í Kóreu leggja mikið kapp á að efla kristnina og útbreiða. Hver kristn- aður maður, karl og kona, leitast við þegar í stað að laða aðra til Krists. En nú liafa þeir ekki mikið fé að gefa til kristniboðsins; en J)á gefa þeir í þess stað tíma þann, sem })eir hafa ráð á og leggja fram tíma í stað fjár til kristniboðsins. Það fer fram á þennan hátt: Prestur við kirkju í stórum bæ segir söfnuði sínum ein- hvern daginn, að liann ætli að boða kristni í grennd við bæinn, þar sem hún hafi eigi ver- ið boðuð áður. Síðan spyr hann, livort nokk- ur vilji lijálpa sér. Þá lofar einhver vikutíma til að hjálpa við að prédika, húsvitja, eða útbýta smáritum, annar lofar mánaðartíma, hinn þriðji einum eða fleiri dögnm, sem á annríkt lieima fyrir. Það er ekki langt síðan, að svona löguð samskot báru svo góðan árangur, að fram-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.