Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 3
cTimarii dðtiaðarmatina Gefið út af stjórn Iðnaðarmannafjelagsins, Reykjavik. 3. hefti. Júh' September 2. árg. 15 ára minning um Olgerðina „Egill Skallagrímsson". Tileinkað vini mínum og samverkamanni, Tómasi Tómassyni. Eflir Gísla Guðmundsson gerlafræðing. Inngangur. Olið og mjöðurinn voru goðaveigar og gjafir frá goðunum. Drykkjarföng þessi voru líka einn megin- þáltur trúarbragðanna í hinni fornu heiðni. Það leyndi sér ekki, að öl og mjöður voru hin dýr- mætustu hnoss, er mannkyninu höfðu hlotnast. Að líkindum mun það hafa verið áfengið, sem skapaði hið guðlega eðli drykkjarfanganna. Við neyslu þeirra urðu menn varir við einskonar andleg umskifti, og hvaðan koma þau, nema frá hinum magnaða goða- drykk? Erlendar fornbókmentir fjalla um guða- og goðaveigar, svipað því sem á sér stað í Eddu- kvæðunum. Setið var að sumbli þessa heims og annars. Fornbókmentir vorar sýna það, að ölið og mjöðurinn átti drjúgt ítak í skáldskap forfeðranna. Eddurnar eru t. d. allskýrt sýnishorn, því í þeim eru kvæði hinna fornu íslensku skálda. Kvæðin munu að vísu vera gerð á 10. og 11. öld, en yrkis- efnið er eldgamall vísindamergur, sem ber með sjer heiðinn hugsunarhátt forfeðranna. Islendingar eru svo kunnugir andlegu haglendi Eddukvæðanna, að hjer nægir að stikla á stöku stað. T. d. er mjað- arins getið bæði í Völuspá og Gylfaginningu:') Alt veit ek, Óöinn, hvar þú auga falt í þeim inum mæra Mímis-brunni; drekkr mjöð Mímir morgin hverjan af veði Valföðrs. Og svo segir ennfremur: „Þar vörðr goða2) drekkr í væru ranni glaðr enn góða mjöð“. 1) Snorra Edda, Rvk. 1907, bls. 31. Sæm. Edda, bis. 9. 2) Sst. bls. 47. Snorri lýsir ásynjum og segir svo: »Enn eru þær aðrar, er þjóna skulu í Valhöll, bera drykkju ok gæta borðbúnaðar ok ölgagna1)®- Er svo upptaln- ing þeirra í Grímnismálum, er bera Einherjum öl. Gangleri spyr í Gylfaginningu:2) »Hvat hafa Ein- herjar at drykk, þat er þeim endisk jafngnógliga, sem vistin, eða er þar vatn drukkit ?« — Þá svarar Hárr: »Undarliga spyrr þú nú, at Alföðr mun bjóða til sín konungum eða jörlum eða öðrum ríkismönn- um ok myni gefa þeim vatn at drekka; ok þat veit trúa mín, at margr kemr sá til Valhallar, er dýrt mundi þykkjast kaupa vatsdrykkinn, ef eigi væri betra fagnaðar þangat at vitja, sá er áðr þolir sár ok sviða til banans«. Að svo búnu segir Hárr frá geitinni Heiðrúnu: »en úr spenum hennar rennr mjöðr sá, er hon fyllir skapker hvern dag; þat er svá mikit, at allir Einherjar verða fulldrukknir af«. Enda þótt mjöðurinn sje úr spenum Heiðrúnar, þá var það vitanlega kunnugt í goðheimum, að hun- ang þurfti til mjaðarins. Skáldamjöðurinn, sem sagt er frá í »skáldskaparmálum«, var blandinn úr blóði og hunangi, eins og hjer má sjá:3) »Þeir blendu hunangi við blóðit, ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld líka eða fræða- maðr«. Sigrdrífumál getur um virtr;4) goðheimar vissu því einnig, að malt þurfti í mungát. Óneitan- lega bregður víða fyrir hjervistarblæ á hlutunum, og þarf í því efni ekki annað en minna hér á orð Ægis:5) »Ægi þótti göfugligt þar um at sjásk; veggþili öll váru þar tjölduð með fögrum skjöldum; þar var ok áfenginn mjöðr ok mjög drukkit«. Og 1) Sst. bls. 57. 2) Sn. E. bls. 61-62. 3) Sn. E. bls. 113. 4) Sæm. Edda, Rvl(. 1905, bls. 324. 5) Sn. E., b!s. 109. [ 33 [

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.