Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 14
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
enda var þeim nauðugur einn kostur með bygg
það, sem ræktað var hjer á landi. Aðferðin mun
hafa verið ósköp einföld; líklegt er t. d., að á
minni heimilum hafi byggið verið gert rakt og látið
spíra í bing á skálagólfi eða í eldahúsi; eflaust
hafa baðstofurnar líka víða verið notaðar til mölt-
unar. Þar hefir verið auðveldast að hafa hæfilegan
raka og hita, og svo var hvergi betra að þurka
maltið til geymslu en í baðstofunum. Höfðingja-
setrin hafa vitanlega þurft að þurka maltið, til þess
að hafa það til taks, ef veisluhöld bar fljótlega að
höndum. Kotungum hefir sennilega verið eins
hentugt að nota maltið óþurkað, því að sjaldan
mun hafa verið um aðra ölhitu að ræða hjá þeim
en til jólanná. Möltun íslendinga hefir því eflaust
fallið um sjálfa sig, um leið og hætt var korn-
ræktinni, og þá verið keypt malt í stað byggs. —
Keyland lýsir fornri möltun og ölgerð í Svíþjóð,
og er möltunin mjög svipuð því, sem hjer er um
getið. Frásögn hans er vitanlega miklu yngri en
það, sem hjer um ræðir hjá oss íslendingum;
hinsvegar ber að taka tillit til þess, eins og áður er
getið, að siðvenjur þjóðanna, í mat og drykk,
breytast jafnvel ekki öld eftir öld, svo að nokkru
nemi. Keyland segir á þessa leið frá sænsku öl-
hitunni til forna: Þegar lokið var við mölun á
maltinu, var það látið í sá mikinn, og hært vel í
því; að svo búnu var breitt skinn yfir sáinn fulla
klukkustund, en hrært í maltmaukinu einstöku
sinnum. Þá var bætt meira eða minna af heitu
vatni í maukið, og fór skamturinn dálítið eftir því,
hvort ölið átti að vera all-áfengt, eða lítið áfengi
í því. Maltvökvinn var svo síaður frá hratinu i
gegnum byttu, sem fylt var af hálmi; hratið, sem
eftir varð, hjet á forn-norrænu hrosti, en malt-
vökvinn virtr. Nú var þessi ölhitun Svía miklu
síðar en á söguöldinni hjá oss, og því var notaður
humall; hann var soðinn í línpoka, og seyðinu svo
blandað í maltvökvann. Þegar samsteypan var orðin
hæfilega köld, var gerkveikjum blandað í hana,
og kæmi gerð eða gangur í ölsáinn, var ölið látið
á tunnur, svo að það gæti brotið sig. Gerkveikj-
urnar voru látnar þannig í, einkum ef lengi leið
á milli ölhitu, að göfóttur birkisfubbur var látinn
í ölsáinn, og kom þá oftast nær gangur í ölið.
Eftir hverja ölhitu var roðið gerkveikjum innan í
göt kubbsins og utan á börkinn; geymdist svo
gerið oftast nær til næstu hitu, jafnvel árlangt, en
þó kom fyrir, að gerðin brást, og voru þá ger-
kubbar fengnir að láni frá öðrum heimilum1)-
1) Keyland Svensk Animalisk Allmogekost, bls. 73—78.
Áður en skýrt verður frá ölhitu vorri til forna,
vil jeg geta þess, að Fredrik Grön, sem áður er
sagt frá, að ritað hafi all-nákvæmlega um mat og
drykk hjá Norðmönnum frá sögutímanum, og alt
fram á 15. öld, segir líka nokkuð frá fornri ölhitu.
Grön heldur því fram, að sjerstök ölhituhús hafi
lengi vel verið á höfðingjasetrum í Noregi; það
voru ölbúðir, rjett eins og vjer höfðum sjóbúðir.
Ölbúð sú, sem Þorvaldur Thoroddsen getur um,
að verið hafi á Þingvöllum, hefir því líklega verið
ölhifuhús einhvers hjeraðshöfðingja, en ekki öl-
sölubúð, eins og honum flýgur í hug, enda virðist
hann ekki ákveðið halda því fram, að þar hafi
verið um ölsölu á þinginu að ræða. Möltunar- og
kornþurkunarhús segir Grön að verið hafi til í
Noregi hjer og þar, nema á smærri býlum. Hann
tilfærir eina ölhitu-aðferð frá miðöldunum, sem
hjer er sett í lauslegri þýðingu: »Ö1 bjuggu menn
mest til jóla, en þá var líka bæði gert mikið og
gott öl, sem geymdist fram á vetur. Maltið var
malað í handkvörn, og svo var það bleytt í heitu
vatni við snarpan hita, til þess að hinn gerjanlegi
sykur í því rynni út í maltvökvann; var svo bætt
á enn heitara vatni, og hrosti og virtr aðskilin
með hálmsíjum. Humalvökvi og annað krydd var
því næst látið í maltvökvann, og til þess að kanna,
hvort ölvökvinn væri nægilega kólnaður fyrir
gerkveikjurnar, þá voru varlega látnir drjúpa 3
dropar úr tólgarkerti niður í hann. Væri fyrsti
dropinn storknaður ofan á leginum, þegar hinn
þriðji draup, þá þótti vænleg velgja í honum fyrir
gerkveikjurnar. Ölið var fyrst látið gerast í sá
miklum, sem forfeður vorir nefndu „gilker“, og
þess vegna er talað um gilbúð, en það hafa ef-
Iaust verið sjerstök hús á höfðingjasetrum, sem
notuð voru fyrir gerjun; ölið var svo oftast nær
Iátið á tunnur eftir gerjunina, ætti það að geym-
ast, en mun oft hafa verið drukkið þegar í stað
eftir gerjunina úr kerjunum. Því segir Grön frá
um miðalda-gerjunina norsku, að vissara hafi þótt
að reka sveðju í gilkersbarminn, svo að tröll og
forynjur kæmust ekki í ölið1).
Ölhitukonurnar urðu oft að fara snemma á fætur,
til þess að gerið ekki flæddi út úr kerjunum;
einkum var hætt við þessu, ef kveikjurnar voru
látnar í það heldur heitt, því að til forna var að
eins um svonefnda yfirgerjun að ræða, sem jafnan
er fljót á sjer. Nú voru góðar ölhitukonur ár-
vakrar, og því var gerfrauðið sjaldan komið upp
að sveðjunni, þegar þær komu á fætur, en vitan-
1) Fr. Grön: Kostholdet í Norge Indtil Aar 1500, bls.
168—169.
I 44 ]