Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 15
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Iega var litið svo á, að sveðjan hefði bægt for-
ynjum frá að spilla ölinu. Hvernig gerkveikjurnar
voru látnar í ölið, er ekki skýrt nákvæmlega frá,
en hitt vita menn, að frá fornu fari var gerið í
Noregi og Svíþjóð geymt í svonefndum »kveikju-
stokk«. Venjulega voru þeir fjögra þumlunga
þykkir og um tvö fet á lengd, og marg-gegnum-
boraðir. Gerið var eftir ölhituna látið í holur
kveikjustokksins til þurkunar, þangað til næst var
hitað, og nokkrir höfðu þann sið að reykja örlítið
gergeymslutæki þetta1)- Gerið var líka all-oft
þurkað í fljettuðum hálm6veigum, og töldu margir
þá aðferð ekki ófarsælli en hina fyrnefndu.
Nú kom það fyrir í Noregi, eins og hjá Islend-
ingum, að gangur kom ekki í ölið, en þá var það
siður, að gestir eða aðrir, sem gengu hjá gilkerj-
unum, ráku staf sinn í kveikjustokkinn, svo að
hann sveimaði um yfirborð ölsins, og kom þá oft
gangur í það. Astæðan fyrir þessu fyrirbrigði hefir
vitanlega verið sú, að gerið var lengi að blotna í
kveikjustokknum, en við hreyfingu hans dreifðist
það um ölið. Kom þá betri gangur í, og þeir
menn, er hreyfðu við kveikjustokknum, voru nefndir
drykksælir, ekki síst, ef um geistlega menn var
að ræða.
Norðmenn gerðu mungát eins og íslendingar,
en það er heimagert öl. Svo blönduðu þeir vitan-
lega mjöð eins og við, einkum þegar um meiri-
háttar veislur var að ræða.
Porsmungáti virðast Norðmenn hafa gert tals-
vert af, en það var venjulegt mungát, sem blandað
var með pors-viðarkvistum, til þess að gera skerpu-
bragð að ölinu og reyna að hafa áhrif á geymslu-
eiginleika þess. Úrræði þetta mun einkum hafa
verið notað, áður en humall kom til sögunnar, til
bragðbætis á ölinu, en hann var ekki notaður í
það fyr en um 13. öld. Pors-runnar þróast vel í
nokkrum hluta Noregs, og er því ekki nema eðli-
legt, að reynt væri að færa sjer í nyt bragðbæti
hans. Líklega hafa Islendingar aldrei notað þessa
runna til bragðbætis á öli, enda mundu fornsög-
urnar bera það með sjer, ef svo hefði verið. —
Vmsir útlendingar hafa komið með þá tilgátu, að
fararmungát, sem meðal annars er getið um í
Egilssögu, hafi verið ljelegt öl, mjög vatnsborið
og áfengislítið. Hvergi hefir höf. getað rekið sig
á, að hjer sje rjett með farið, enda ólíklegt, að
ekki hafí verið vandað til öls, sem geyma átti í
ferðalög. Fr. Grön virðist líka vera á því máli,
1) Johannes Skar, Bygdeliv, Gamalt ur Sætersdalen,
bls. 38—39.
að vel hafi þurft að vanda til fararmungátsx);
ekki er t. d. ósennilegt, að maltvökvinn hafi verið
soðinn betur en ella, og reynt hafi verið að geyma
ölið á svölum stað.
Þá hefir verið farið nokkrum orðum um ölhitu
miðaldanna hjá nágrönnum vorum í Svíþjóð og
Noregi, og ætla má, að hún hafi verið svipuð hjer
á íslandi því, sem þar tíðkaðist; ekki dregur það
úr líkunum, að all-margir komu hingað kvæntir
á söguöldinni, en sögurnar sýna, að konurnar
höfðu mestmegnis ölhitu með höndum. Vilji menn
geta þess til, að ölhitan hefði eins getað komið
hingað að vestan, eða frá írum, þá má geta þess,
að erlendir fræðimenn hafa leitt all-góð rök að
því, að Irar t. d. hafi numið nokkuð ölgerð af
Norðmönnum eða íslendingum á víkingaöldinni.
Forfeður vorir á Norðurlöndum hafa gert svo
lengi mungát og mjöð, að þeir mega eigi teljast
viðvaningar í þeirri framleiðslu. Því til sönnunar
mætti tilfæra, að í rannsóknarferð Pytheas hins
gríska til »Thule« kemur það í ljós, að bændur í
Roms-dalnum í Noregi gerðu öl og mjöð, en þetta
var tæpum fjögur hundruð árum fyrir Krists fæð-
ingu. Strabo segir frá þessu, meðal annars úr ferða-
lagi Pytheasar, en Grikkir lögðu ekki mikið upp
úr rannsóknarferð þessari. Það þótti meðal annars
ótrúlegt, að sjórinn hjá Thule gæti orðið þykkur
eins og grautur, að vetrarlagi, og ef norðar drægi
beinlínis fastur í sjer. Lýsing þessi er einmitt ágæt
sönnun fyrir því, að Pytheas hafi komist hingað
norður á bóginn, og Nansen er þeirrar skoðunar
í bók sinni »Nord i Taake«, að eftir sólstöðu-
lýsingu Pytheasar að dæma, hafi hann verið ná-
lægt Roms-dalnum í Noregi.2) Af þessu mega
menn sjá, að mungát og mjöður er komið til ára
sinna, jafnvel hjer á norðurhveli jarðar.
Hvernig gerðu menn mungát á íslandi, og
hvers vegna geymdist það miður en skyldi?
Hjer hafa örfáir að líkindum haft sjerstök öl-
hituhús á söguöldinni. Ölið var því hitað í elda-
húsum, og jafnvel úti á víðavangi, eins og t. d.
átti sjer stað á Sturlungaöld í Stafholti, þegar
Þorgils Skarði var handtekinn: »Þat höfðusk menn
at i Stafaholti um nóttina, at húsfreyja var at öl-
gerð, ok með henni Björn Sigurðarson ræðismaður,
1) Fr. Grön, Kostholdet í Norge Indtil Aar 1500, bls. 173.
2) Dr. Sopp, Lidt av 0ilets Historie, bis. 116.
[ 45 ]