Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Page 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Page 21
1 TÍMARIT IÐNAÐAR M A N N A 5. mynd. Aluminium gerhylkin. »Egill SkaIlagrímsson« nákvæmlega, en jeg get varla neitað mjer um þá ánægju, að skýra álmenn- ingi frá því í aðalafriðum, hvernig húsum og fram- leiðslu er fyrir komið. Það var talsvert happ fyrir Tómas Tómasson, að Kristinn Sigurðsson múrara- meistari, er stjórnaði byggingu ölgerðarinnar, hafði áður kynt sjer nokkuð byggingu ölgerðarhúsa enda er líka frágangur allur í því efni framúrskar- andi góður. Öll húsin eru gerð úr járnbentri steypu og tróð á milli laga, jafnvel í hólf og gólf, þar sem gerðin er. Skrifstofurnar eru þó í timburhúsi, sem síðar voru fest kaup á sökum þrengsla. Stærstu gerjunar-kjallararnir eru við Njálsgötu. Eiginlega er ölgerðin í tíu stórum deildum. Gerkjallarinn, sem Pilsnerinn er gerður í (sjá 4. m.), er í afar- miklum fjórskiftum lengjum; en gerhúsið, þar sem maltölið er gert í, er við endann á þeim, og gang- ur á milli, nema hvað sjerstök maltölsdeild er einnig höfð í eldri kjöllurunum, til þess að auka 6. mynd. Ketilhúsið. framleiðsluna, ef á liggur. Geymsla er fyrir malt og humal á loftinu yfir Pilsner-kjöllurunum. Þá kemur þriðja deildin, þ. e. hið svonefnda ketilhús (sjá 6. m.); frá því liggja gufuæðar um alla ölgerðina, til hreinsunar og hitunar; einkum eru miklar æðar inn í heitu-húsið. Heitu-húsið er fjórða deild ölgerðarinnar; þar er maltið bleytt upp, og Ieystur úr því sykurinn í áfarmiklu keri, sem stendur á stöplum nokkrar mannhæðir frá gólfinu. Hrostinn er svo aðskilinn, en maltvökvinn fer í heituketil mikinn og er soð- inn þar með bæheimskum humli. Meðan verið er að bleyta sykurinn úr maltinu, eru gerðar ýmsar efnafræðilegar kannanir, til þess að vita um, hve mikið af sykrinum leysist úr því, og er það nauð- synlegt, sökum þess að meðferð á maltinu getur verið misjöfn. Þegar ölið er soðið, er því dælt upp tvær húshæðir, en þar rennur það úr pípunum út á gríðarmikinn flöt, sem kælir það með hreinsuðu 51 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.