Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Síða 32
T I M A R I T
IÐN A Ð A R MANNA
Kent var frá kl. 6 til 9 á kvöldin, nema á laug-
ardögum, þá var kent frá kl. 6 til 8, alls 34 stundir
í viku í báðum deildum.
Það, sem kent var í hinum ýmsu námsgreinum,
var eftirfarandi:
1. Flatarmálsfræði.
Vngri deild: Stuðst við kenslubók í flatarmáls-
fræði fyrir byrjendur, eftir Halldór Briem og lesið
aftur að grein 77. Ahersla var lögð á að skýra
höfuðreglurnar, og nemendur látnir færa helstu
málsgreinir inn í bók og gera teikniæfingar.
Eldri deild: Notuð sama bók og kent á sama
hátt. Lesið aftur að gr. 92, nema kaflinn um bók-
stafareikning, gr. 77—80.
2. Flatarteikning.
í báðum deildum voru nemendur látnir teikna
allskonar flatarmyndir í öllum teiknitímum fram að
jólum.
3. Iðnteikning.
Báðar deildir: Teiknuð nýbýlisbygging; fyrst
grunnteikningar, útlitsteikningar og þverskurður í
mælikv. 1 : 50. Síðan voru gerðar teikningar af
einstökum byggingahlutum í stærri mælikvarða.
4. Fríhendisteikning.
Vngri deild: Teiknað eftir klossum og fuglum
og stækkaðar kortamyndir.
Eldri deild hafði ekki fríhendisteikningu, en í
þess stað meiri flatarmálsfræði og iðnteikningu.
Veturinn áður hafði þessi deild fengið hlutfallslega
meiri tilsögn í fríhendisteikningu en öðrum teikni-
greinum.
5. Reikningur.
Báðar deildir, 3 stundir í viku í hvorri deild:
Reikningsbók eftir jónas Jónasson, öll lesin og
æfð. Síðan skrifuðu nemendur upp dæmi og æf-
ingar úr hlutfallareikning, einföldum og samsettum,
prósentureikning og vaxtareikning. N. Andersen:
Regnebog for Folkehöjskoler, bls. 38—65, lögð
til grundvallar. Höfuðáherslan var lögð á að skýra
aðferðirnar fyrir nemendum. Vog og mælir metra-
kerfisins var vandlega skýrt.
6. Bókfærsla.
Vngri deild: Einfalt bókhald: Færðar voru frum-
bækur, höfuðbækur og sjóðreikningar. Efnahags-
reikningur (Status) var gerður upp. Stuðst var við
Th. A. Jensen og Th. Kirkegaard: Mejeribogföring,
almenna kaflann um einfalt bókhald.
Eldri deild: Sama og í yngri deild. Auk þess
tvöfalt ítalskt bókhald, dagbók og höfuðbók. Að
mestu farið eftir leiðarvísi í bókfærslu fyrir iðn-
aðarmenn, eftir Helga Hermann Eiríksson skóla-
stjóra.
7. íslenska.
Báðar deildir, 3 stundir í viku í hvorri deild:
Farið í samtölum og æfingum yfir höfuðatriði ís-
lenskrar beygingafræði. Málfræði Halldórs Briem
lögð til grundvallar við kensluna. 1 stíll vikulega
(4 endursagnir í eldri deild, 5 í yngri deild). Einni
stund í hverri viku var varið til að fara yfir stíl-
ana með nemendum, segja frá og skýra almennar
rjettritunarreglur.
8. Danska.
Vngri deild: Jón Ófeigsson og Jóhannes Sigfús-
son: Kenslubók í dönsku, I. hefti, lesið alt og 45
síður af II. heftinu. Tveir nemendur, sem áður
höfðu lesið nokkuð í dönsku, lásu aftur að blað-
síðu 139 í sömu bók.
Eldri deild: Kenslubók eftir sömu höfunda, II.
hefti lesið og III. hefti bls. 1—40.
Talæfingar og orðabeygingar í hverjum tíma í
báðum deildum.
IV. Próf.
Kensla hætti 24. mars. Hafði þá verið kent í
95 daga alls.
11 reglulegir nemendur gengu undir prófið, og
fara einkunnir þeirra hjer á efiir:
Vorpróf við Iðnskóla Akureyrar 1928.
Teikning Islenska Danska Reikningur Flatarmálsfr. Bókfærsla -X c jD ro *o <
2. bekltur:
Armann Sveinsson .... 4,5 5 6 4 5 4 4,75
Áslvaldur Pálsson .... 6 6,5 7 7 7 6 6,58
Eyþór Tómasson 6 5,5 5,5 5,5 4,5 6 5,67
Guðmundur Jónasson . 5,5 5 5,5 6 6,5 5,5 5,97
Sigtryggur Helgason .. 5,5 7 7 7 7,5 5,5 6,58
1. bekkur:
Gísli Þorsteinsson .... 5 5 5 5,5 5 3,5 4,83
Karl Magnússon 6 6,5 5,5 6 7,5 4,5 6,00
Kristján Skagfjörð .... 4,5 4,5 6 5,5 5 4,5 5,00
Marino Sölvason 4,5 4 4 5,5 5 3,5 4,42
Stefán Halldórsson ... 6 6 6,5 6,5 6,5 4,5 6,00
Leó Egilson 5,5 4,5 4 5,5 6,5 5 5,17
[ 62 ]