Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Page 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Page 34
T í M A R I T I Ð N A Ð A R M A N N A Ort á 40 ára HÁTÍÐALJÓÐ afmælishátíð Iðnaðarmannafjelags ísfirðinga 2/«, ’28. Kveikir voreld í sál, heilagt minningamál, stíga myndirnar ört fram á hugarins svið eins og tónar í lag, eða línur í brag, eða leiftur, sem þjóta’ um hinn eldvígða smið. Hvar sem áhugans bál herðir orkunnar stál, skapast ódauðleg* verk, fylgi þolgæði með, — eins og gróður er vís, þegar vorgeisladís fer um vallendið höndum og andar á trjeð, Hann sem unnar úr hnjám hóf við öldusog rám stein, sem upp frá því lúöi hann járnið sitt við. Sá var fjögurra tak þeirra er best eiga bak varð hjer bautasteinn fyrstur við iðnaðarsvið. Inn í fortíðarsál sjerhver mynd á sitt mál, er sitt mark lætur gnæfa við framtíðarsjón. Þó að tali hún fátt á hún töfrandi mátt, hún er táknið, sem minnir á skaparans þjón. Syngjum hergöngulag þennan dýrðlega dag, sem að drottinn oss gaf — til að efla vort þor. þó við fengjum margt sár þessi fjöru’tíu ár steig þó fjelagið okkar til sigurs hvert spor. Alla æíinnar stund reis hann árla af blund hvarf til iðju með snillings og karlmenskudug Látum fordæmi hans vera metnað hvers manns er vill móta f efnið sinn skapandi hug. Inn á fjelagsins svið stefnir forgöngulið, þegar forsjá og kapp leggjast trúlega’ á eitt, og við fagnaðarbrag sverst í fóstbræðralag þá er fylling þess tíma, sem vitsins er neytt. Þreytum gæfunnar tafl, þar sem glymja við afl inir gjallandi hamrar — við neistanna flug, þar sem vjelanna hljóð vekja atorku 6ð, sem fer eldi um taugar og bálast í hug. Nóg er verkefnið enn fyrir iðnaðarmenn, margt, sem eftir því bíður að dverghagur sveinn klífi þrítugan múr, leysi álögum úr formsins eilífu dfs — þó hún birtist sem steinn, Þar, sem starfsbál er kynt, þar er kyrstöðu hrint, þar er krafturinn vakinn og hugsunin leyst. En- hvert framfarastarf skapar óbornum arf — á þeim arfi skal framtíðarmusterið reist. Látum hefil og sög stíla höndinni lög látum hnífsoddinn skrásetja listamanns draum. Metum verðmæti gild hyllum vaxandi snild, — gefum Völundareðlinu hvarvetna gaum. Eftir manndáð og þor. liggja menningar spor ofar moldu, — þó horfin sje landnemans gröf. Minna á útslitna mund, sem á örlagastund færir ástfólgnum niðja sitt lííssiarf að gjöf. Hvar sem mannvirki rís yfir myrkur og fs, »lofar meistarann verkið', þó hann hvíli í frið. Vit það íslenska drótt að í áttina er sótt, hvar sem iðnaðarmenn koma samtökum við. Sækjum gleði’ í það starf, er oss gáfu í arf inir góðkunnu þjóðhagar öld fram af öld. Munum Skallagríms dáð, vilji skerðast um ráð, er að skipasmíð gekk fram á æfinnar kvöld. Svelli gígjunnar hljóð, flytji árnaðaróð hinum ísfirsku Völundum. — Þökk fyrir dáð. Heill sje vinnandi lýð. Heill sje vaxtarins tíð. Heill sje vakandi sálum í lengd og bráð. rakti þar meðal annars í skýrum dráttum sögu þess og starfsemi. Bæjarfógeti, Oddur Gíslason, þakkaði fyrir bæjarins hönd starfsemi fjelagsins og flutti því árnaðaróskir. Var að ræðu hans lokinni hrópað ferfalt húrra fyrir fjelaginu. Guðmundur E. Geirdal hafði ort minningarljóð til fjelagsins og voru þau sungin af flokki inn- fæddra (þ. e. fjelagsmanna sjálfra) undir stjórn Jónasar Tómassonar bóksala. Þegar borð voru ofan tekin, var mönnum borið kaffi, en meðan á því stóð hjelt Björn H. Jónsson kennari ræðu um iðnað. Að því loknu hófst skemt- un við söng og dans og stóð hún langt fram á nótt. Afmælisfagnaður þessi fór hið besta fram, svo sem sjá má af því, sem hjer er sagt. Var það helst til ama, að marga gamla og ágæta fjelagsmenn vantaði í hópinn. Eru sumir fallnir frá, en aðrir voru fjarstaddir af öðrum ástæðum. Aðeins einn af stofnendum fjelagsins var viðstaddur. Var það Helgi Sigurgeirsson gullsmiður, sem nú er heiðurs- fjelagi. Annar stofnandi fjelagsins er enn á lífi búsettur hjer á ísafirði. Það er Jóakim Jóakimsson for- göngumaður að fjelagsstofnuninni og fyrsti formað- ur þess. Hann er nú heiðursfjelagi, en gat ekki tekið þátt í þessari afmælisgleði, því hann er í ferðalagi erlendis. Þriðja heiðursfjelagann hefir fjelagið kosið. Það er Árni Sveinsson kaupmaður í Reykjavík, sem líka er einn stofnendanna. Var nú skarð fyrir skyldi, er hann vantaði í hópinn. S. K. Sökurn þess að formaður Iðnaðarmannafjelags- ins, Gísli Guðmundsson gerlafræðingur, er mjög veikur, hefir hann falið undirrituðum að sjá um úitkomu tveggja síðustu hefta þessa árgangs tíma- ritsins. Hann hefir þó sjálfur undirbúið alt efni í ritið eins og undanfarið og meir að segja samið ritgerðina í þessu hefti, um ölgerðina, eftir að hann lagðist í rúmið. Steingr. Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. — 1928. I 64 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.