Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 30
tekjur þessara stétta hafa verið í Reykjavík, kaupstöð-
unum og stærstu kauptúnunum. Fyrstu ár tímabilsins
voru meðaltekjurnar mestar í Reykjavík en síðan hafa
atvinnutekjurnar jafnast um land allt og á síðustu ár-
um hefur höfuðstaðurinn jafnvel dregizt nokkuð aftur
úr. Eftirfarandi tafla (i) gefur grófa hugmynd um þró-
unina á tímabilinu. Allar tölur tákna meðalatvinnu-
tekjur allra stéttanna í krónum á verðlagi hvers árs.
TAFLA I.
1948 1955 1962
Allt landið ........... 25.560 51.819 103.616
Reykjavík ............. 27.547 52.032 99.663
Kaupstaðir ............ 25.276 54.057 110.548
Kauptún ............... 19.564 47.803 101.845
Skýringin á þessari þróun atvinnutekjuhlutfallanna er
fyrst og fremst fólgin í hinni almennu þróun atvinnu-
hátta og fólksflutninga á milli landshluta. í skýrslunni
segir m. a.: „Þótt stökkbreytingar styrjaldaráranna hafi
valdið miklum umskiptum, voru hin ytri skilyrði að
mörgu leyti hin sömu og fyrir stríð eða leituðu aftur
í sama horfið. Þrátt fyrir miklar breytingar hafði bú-
seta þjóðarinnar ekki þróazt til jafnvægis miðað við
þau atvinnuskilyrði, er skapast höfðu. Miðað við at-
vinnutæki, auðlindir og markaðsaðstöðu var of margt
fólk í hinum dreifðu byggðum. Fólksflutningarnir hafa
að miklu leyti farið þannig fram, að fólk flutti fyrst
úr sveitum til kauptúna og þaðan til kaupstaða eða til
höfuðstaðarins. Mæddi fólksstreymið því mikið á
kauptúnunum, meðan munaði að marki um fólks-
streymið úr sveitunum, og kom þannig um tíma í veg
fyrir fyllri aðlögun mannfjöldans að atvinnutækifær-
unum.
Þegar tækifærin til tekjuöflunar tóku að jafnast,
gerðist það þó ekki þannig, að fólki fækkaði í kaup-
stöðum og kauptúnum utan Suðvesturlands. Flestir
staðir héldu íbúafjölda sínum óskertum, og fór íbúa-
fjöldi sumra þeirra vaxandi. Aukning atvinnutækifæra
varð til þess að auka meðaltekjur íbúa þessara staða
til jafns við Reykjavík."
Til gleggra yfirlits um tekjuþróun landshlutanna er
birt landshlutaskipting og eru mörkin milli landshlut-
anna dregin eftir atvinnulegri samstöðu staðanna og
falia því ekki alveg saman við stjórnarfarsleg mörk.
Af yfirliti þessu sést, að útvegsbæir Suðvesturlands
hafa oftast hæstar meðaltekjur, allt upp í 22% hærra
en Reykjavík. Langlægstar hafa tekjurnar að jafnaði
verið á Norðurlandi vestra. Sérstaklega athyglisverð
er viðreisn atvinnulífs og tekna á Vestfjörðum og
Austfjörðum, sem fram kemur á þessu yfirliti. Tafla
II gefur hugmynd um hvernig sú þróun hefur verið.
Stenbers Maskinbyrá AB, Stockholm
Framleiða trésmíðavélar a£ ýmsum gerðum
á hagkvæmu verði.
Sænsk gæðavara. Vel þekkt hér á landi.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Einkaumboð á íslandi:
Jónsson og Júlíusson
Tryggvagötu 8 . S{mi 15480.
STEINSMÍÐI
Til húsa og grafreita
SANDBLÁSTUR á gler
Mynztrun og skiltagerð
MÁLMHÚÐUN
Til ryðvarnar
S. HELGASON HF
SÚÐAVOGI 20 . SÍMI 36177
114
TlMARIT IÐNAÐARMANNA