Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 20
Vigffús Sigurðsson, fyrrverandi fforseti Landssambands iðnaðarmanna Minningar ffrá 50 ára starfi Landssambands iðnaðqrmqnna Árið 1928 voru samþykkt á Alþingi lög um iðju og iðnað. I þeim lögum var m.a. ákveðið að stoínuð skyldu iðnráð á ýmsum stöðum á landinu. Verkefni iðnráðanna voru að dæma um rétt manna til að öðlast iðnréttindi. 1 iðnráðum voru og eru fulltrúar hinna ýmsu iðngreina. Hvert iðnráð setti sér starfs- reglur, sem munu hafa að mestu verið sniðnar eftir starf'sreglum Iðnráðs Reykjavíkur. Fljótt kom upp misræmi í dómum iðnráðanna, sem nauðsyn var að leiðrétta, því að sjálfsögðu áttu allir að búa við sama rétt. Nú var vissulega nokkur vandi. Hverjir áttu að samræma starfsreglur iðnráðanna? Engin lands- samtök voru til, sem gætu annast slík mál. Trúlega var þetta kveikjan að „bréfinu að norð- an“, þ.e. bréfi Sveinbjarnar Jónssonar bygginga- meistara, sem þá var formaður Iðnaðarmannafé- lagsins á Akureyri, til Helga Hermanns Eiríkssonar, formanns Iðnráðs Reykjavíkur. í bréfinu benti Sveinbjörn á þörftna á að stofna til landssamtaka iðnaðarmanna, m.a. til að samræma starfsreglur iðnráðanna. Fór Sveinbjörn þess á leit við Helga Hermann, að hann sem formaður stærsta iðnráðsins hefði forystu um að boða til stofnfundar landssam- taka iðnaðarmanna. Helgi Hermann brást vel við tilmælum Svein- bjarnar og boðaði fulltrúa iðnráða og iðnaðar- mannafélaga til fundar í Reykjavík í júnímánuði 1932. I lok þessa fundar var samþykkt að stofna Landssamband iðnaðarmanna. Þar með voru orðin að veruleika þau heildarsamtök iðnaðarmanna, sem nú minnast 50 ára afmælis síns. Á þessum tíma var ég við iðnnám og nemandi í Iðnskólanum í Hafnarftrði. Meistari minn og skóla- stjóri iðnskólans voru meðal þeirra fulltrúa hafn- firskra iðnaðarmanna, sem sátu stofnþingið. Senni- lega af þeirri ástæðu heyrði ég þá strax talað um þessi nýju samtök iðnaðarmanna. Fljótlega hafði ég nánari kynni af Landssambandinu, því að árið 1935 gerðist ég félagi í Trésmiðafélaginu og Iðnaðar- mannafélaginu í Hafnarfirði. Voru þau bæði stofn- endur að Landssambandinu. Auk þess voru formað- Vigfús Sigurðsson,fyrrverandi forseti Landssambands iðnaðarmanna. ur og gjaldkeri Iðnaðarmannafélagsins kosnir í fyrstu stjórn þess, og var því nánara samstarf milli þessara samtaka, en annars hefði orðið. Bein veru- leg kynni mín af Landssambandinu urðu þó fyrst, er ég mætti á Iðnþingi árið 1943, sent haldið var í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Mér er margt minnisstætt frá þessu Iðnþingi. Eg kynntist þar ýms- um mætum mönnum, sem síðar komu mjög við sögu Landssambandsins og urðu lengi samstarfsmenn mínir í samtökum iðnaðarmanna, ég minnist brenn- andi áhuga þeirra á að leysa vandamál iðnaðar- manna. 18 Timarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.