Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 20
Vigffús Sigurðsson, fyrrverandi fforseti Landssambands iðnaðarmanna Minningar ffrá 50 ára starfi Landssambands iðnaðqrmqnna Árið 1928 voru samþykkt á Alþingi lög um iðju og iðnað. I þeim lögum var m.a. ákveðið að stoínuð skyldu iðnráð á ýmsum stöðum á landinu. Verkefni iðnráðanna voru að dæma um rétt manna til að öðlast iðnréttindi. 1 iðnráðum voru og eru fulltrúar hinna ýmsu iðngreina. Hvert iðnráð setti sér starfs- reglur, sem munu hafa að mestu verið sniðnar eftir starf'sreglum Iðnráðs Reykjavíkur. Fljótt kom upp misræmi í dómum iðnráðanna, sem nauðsyn var að leiðrétta, því að sjálfsögðu áttu allir að búa við sama rétt. Nú var vissulega nokkur vandi. Hverjir áttu að samræma starfsreglur iðnráðanna? Engin lands- samtök voru til, sem gætu annast slík mál. Trúlega var þetta kveikjan að „bréfinu að norð- an“, þ.e. bréfi Sveinbjarnar Jónssonar bygginga- meistara, sem þá var formaður Iðnaðarmannafé- lagsins á Akureyri, til Helga Hermanns Eiríkssonar, formanns Iðnráðs Reykjavíkur. í bréfinu benti Sveinbjörn á þörftna á að stofna til landssamtaka iðnaðarmanna, m.a. til að samræma starfsreglur iðnráðanna. Fór Sveinbjörn þess á leit við Helga Hermann, að hann sem formaður stærsta iðnráðsins hefði forystu um að boða til stofnfundar landssam- taka iðnaðarmanna. Helgi Hermann brást vel við tilmælum Svein- bjarnar og boðaði fulltrúa iðnráða og iðnaðar- mannafélaga til fundar í Reykjavík í júnímánuði 1932. I lok þessa fundar var samþykkt að stofna Landssamband iðnaðarmanna. Þar með voru orðin að veruleika þau heildarsamtök iðnaðarmanna, sem nú minnast 50 ára afmælis síns. Á þessum tíma var ég við iðnnám og nemandi í Iðnskólanum í Hafnarftrði. Meistari minn og skóla- stjóri iðnskólans voru meðal þeirra fulltrúa hafn- firskra iðnaðarmanna, sem sátu stofnþingið. Senni- lega af þeirri ástæðu heyrði ég þá strax talað um þessi nýju samtök iðnaðarmanna. Fljótlega hafði ég nánari kynni af Landssambandinu, því að árið 1935 gerðist ég félagi í Trésmiðafélaginu og Iðnaðar- mannafélaginu í Hafnarfirði. Voru þau bæði stofn- endur að Landssambandinu. Auk þess voru formað- Vigfús Sigurðsson,fyrrverandi forseti Landssambands iðnaðarmanna. ur og gjaldkeri Iðnaðarmannafélagsins kosnir í fyrstu stjórn þess, og var því nánara samstarf milli þessara samtaka, en annars hefði orðið. Bein veru- leg kynni mín af Landssambandinu urðu þó fyrst, er ég mætti á Iðnþingi árið 1943, sent haldið var í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Mér er margt minnisstætt frá þessu Iðnþingi. Eg kynntist þar ýms- um mætum mönnum, sem síðar komu mjög við sögu Landssambandsins og urðu lengi samstarfsmenn mínir í samtökum iðnaðarmanna, ég minnist brenn- andi áhuga þeirra á að leysa vandamál iðnaðar- manna. 18 Timarit iðnaðarmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.