Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 60
förnum árum. Þetta ættu önnur sveitarfélög að hug-
leiða og taka til fyrirmyndar. Lánamál byggingar-
iðnaðarins eru í ölestri, og kemur það ekki síst fram í
íbúðalánakerfinu. Brýnt er að endurskoða íbúða-
lánakerfið og eyða þeirri mismunun í fyrirgreiðslu,
sem ríkir á milli annars vegar íbúða, byggðum á
félagslegum grundvelli, og hins vegar almennum
íbúðabyggingum, þeim síðarnefndu í óhag. Hjá
byggingafyrirtækjum hefur ástandið löngum verið
svo, að þau eiga í erfiðleikum með að fá næga fyrir-
greiðslu í bönkum ogopinberum lánasjóðum, ef um
stofnlán til verulegrar vélvæðingar og tækniupp-
byggingar er að ræða. Af þessu leiðir, að fjármagns-
skortur og óheyrilegur fjármagnskostnaður stendur
í vegi fyrir tæknivæddri uppbyggingu þessarar iðn-
greinar. Ráðamenn þjóðfélagsins hafa oft á orði, að
byggingariðnaður skuli njóta sambærilegrar fyrir-
greiðslu á við aðrar undirstöðuatvinnugreinar, en á
borði hefur reyndin verið allt önnur. Takmörkuðu
fjármagni er varið til rannsókna á mörgum sviðum
byggingarstarfsemi, sem þó er forsenda fyrir fram-
förum. Fyrirtækjum í þessari atvinnugrein eru sett
svo þröng mörk í álagningu, að nánast öllu, sem þau
afla, er skipt upp á frumstigi. Það helsta, sem áunnist
hefur í þessurn efnum, er breytt mótagerð við upp-
byggingu steinsteyptra mannvirkja, en segja má, að
víða um land séu timburmót úr borðviði nær horfin,
en í stað þeirra komin flekamót, bæði úr timbri og
stáli. Mót þessi ásamt frekari vélvæðingu gætu gefið
betri byggingar og lækkað byggingarkostnað. Á síð-
ustu árum hafa verksmiðjuframleiddir húshlutar,
svo sem gluggar, hurðir, margs konar innréttingar,
tvöfalt gler og ýmsir smærri hlutir, aukist á mark-
aðnum. Eflaust á hér margt enn eftir að bætast við.
Þá hefur framleiðsla einingahúsa aukist, þó að
áhrifa þess hafl ekki gætt verulega á byggingariðn-
aðinn ennþá. Einingahúsaframleiðsla er tiltölulega
ný hér á landi og byrjunarörðugleikar greinarinnar
verulegir. Innflutningur verksmiðjuframleiddra
húsa rúmlega þrefaldaðist mánuðina janúar til sept-
ember 1981 miðað við sama tíma árið áður. Þó verð-
ur að geta þess, að m. a. fyrir atbeina Landssam-
bands iðnaðarmanna voru samþykkt lög frá Alþingi
skömmu fyrir síðustu jól, þar sem svo var kveðið á,
að heimilt skuli að leggja jöfnunarálag á tollverð
innfluttra mannvirkja og mannvirkjahluta og skal
jöfnunarálagið miðað við hlutdeild uppsaf naðra að-
flutningsgjalda í verksmiðjuverði eða byggingar-
kostnaði sambærilegra mannvirkja eða mannvirkja-
hluta, sem framleitt er hér á landi. Samþykkt þessara
laga má túlka sem viðurkenningu á því, að með
fríverslunarsamningunum hafi í raun allur iðnaður
hér á Iandi, þ. m. t. byggingariðnaðurinn og ýmsar
þjónustugreinar, lent í stóraukinni erlendri sam-
keppni, en ekki aðeins hluti iðnaðarins. Það er því
Frá afmœlisfundi Landssambands iðnaöarmanna á Akureyri.
vonandi, að meðferðin á málefnum byggingariðn-
aðarins mótist á næstunni af þessum sjónarmiðum.
Allir íbúar þessa lands vilja lágan byggingarkostnað,
en til að svo megi verða er nauðsynlegt, að bygging-
arstarfsemin sé skipulögð á hagkvæman hátt. At-
vinnurekendur í byggingariðnaði eru reiðubúnir að
leggja sitt af mörkum, en það dugar skammt, því að
byggingariðnaðurinn er mjög háður ákvörðunum
opinberra aðila. Einmitt hjá þeim skortir skilning á
úrbótum í aðbúnaðarmálum byggingariðnaðarins.
Gunnar Ragnars:
Málm- og skipaiðnaður
Málmiðnaður er mjög víðtæk starfsemi, sem greina
má í tvo meginþætti, þ. e. framleiðsluþátt og þjón-
ustuþátt. Framleiðsluþátturinn nær yfir hin fjöl-
breytilegustu svið. Þannig eru framleidd tæki og
búnaður til sjávarútvegs og fiskvinnslu, svo sem
bobbingar, vindukerfi, toghlerar, ísvélar, löndunar-
búnaður, fiskþvottavélar, færibönd, búnaður til
skreiðar- og saltfiskverkunar og margt fleira. Fyrir
landbúnaðinn eru m. a. framleiddir vagnar, bagga-
tínur, yfirbyggingar á tæki ásamt heilum kerfum
fyrir sláturhús. Mannvirkjagerðir alls konar nýta sér
framleiðslu málmiðnaðar. Sem dænii þess má nefna
margs konar búnað fyrir vatnsafls- og gufuvirkjanir,
fyrir hitaveitur, fyrir stóriðju og fiskimjölsverk-
smiðjur, stálgrindur til húsa og annarra mannvirkja,
loftræstibúnað, tanka og katla o. s. frv. Málmsmíði
er mikil í sambandi við ýmiss konar samgöngur, svo
sem við brúarsmíði og hafnargerð. Þá er nokkuð um
framleiðslu á bílpöllum, púströrum, og yfirbygging-
ar bifreiða eru stundaðar í talsverðum mæli. Þjón-
58
Timarit iðnaðarmanna