Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 60

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 60
förnum árum. Þetta ættu önnur sveitarfélög að hug- leiða og taka til fyrirmyndar. Lánamál byggingar- iðnaðarins eru í ölestri, og kemur það ekki síst fram í íbúðalánakerfinu. Brýnt er að endurskoða íbúða- lánakerfið og eyða þeirri mismunun í fyrirgreiðslu, sem ríkir á milli annars vegar íbúða, byggðum á félagslegum grundvelli, og hins vegar almennum íbúðabyggingum, þeim síðarnefndu í óhag. Hjá byggingafyrirtækjum hefur ástandið löngum verið svo, að þau eiga í erfiðleikum með að fá næga fyrir- greiðslu í bönkum ogopinberum lánasjóðum, ef um stofnlán til verulegrar vélvæðingar og tækniupp- byggingar er að ræða. Af þessu leiðir, að fjármagns- skortur og óheyrilegur fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir tæknivæddri uppbyggingu þessarar iðn- greinar. Ráðamenn þjóðfélagsins hafa oft á orði, að byggingariðnaður skuli njóta sambærilegrar fyrir- greiðslu á við aðrar undirstöðuatvinnugreinar, en á borði hefur reyndin verið allt önnur. Takmörkuðu fjármagni er varið til rannsókna á mörgum sviðum byggingarstarfsemi, sem þó er forsenda fyrir fram- förum. Fyrirtækjum í þessari atvinnugrein eru sett svo þröng mörk í álagningu, að nánast öllu, sem þau afla, er skipt upp á frumstigi. Það helsta, sem áunnist hefur í þessurn efnum, er breytt mótagerð við upp- byggingu steinsteyptra mannvirkja, en segja má, að víða um land séu timburmót úr borðviði nær horfin, en í stað þeirra komin flekamót, bæði úr timbri og stáli. Mót þessi ásamt frekari vélvæðingu gætu gefið betri byggingar og lækkað byggingarkostnað. Á síð- ustu árum hafa verksmiðjuframleiddir húshlutar, svo sem gluggar, hurðir, margs konar innréttingar, tvöfalt gler og ýmsir smærri hlutir, aukist á mark- aðnum. Eflaust á hér margt enn eftir að bætast við. Þá hefur framleiðsla einingahúsa aukist, þó að áhrifa þess hafl ekki gætt verulega á byggingariðn- aðinn ennþá. Einingahúsaframleiðsla er tiltölulega ný hér á landi og byrjunarörðugleikar greinarinnar verulegir. Innflutningur verksmiðjuframleiddra húsa rúmlega þrefaldaðist mánuðina janúar til sept- ember 1981 miðað við sama tíma árið áður. Þó verð- ur að geta þess, að m. a. fyrir atbeina Landssam- bands iðnaðarmanna voru samþykkt lög frá Alþingi skömmu fyrir síðustu jól, þar sem svo var kveðið á, að heimilt skuli að leggja jöfnunarálag á tollverð innfluttra mannvirkja og mannvirkjahluta og skal jöfnunarálagið miðað við hlutdeild uppsaf naðra að- flutningsgjalda í verksmiðjuverði eða byggingar- kostnaði sambærilegra mannvirkja eða mannvirkja- hluta, sem framleitt er hér á landi. Samþykkt þessara laga má túlka sem viðurkenningu á því, að með fríverslunarsamningunum hafi í raun allur iðnaður hér á Iandi, þ. m. t. byggingariðnaðurinn og ýmsar þjónustugreinar, lent í stóraukinni erlendri sam- keppni, en ekki aðeins hluti iðnaðarins. Það er því Frá afmœlisfundi Landssambands iðnaöarmanna á Akureyri. vonandi, að meðferðin á málefnum byggingariðn- aðarins mótist á næstunni af þessum sjónarmiðum. Allir íbúar þessa lands vilja lágan byggingarkostnað, en til að svo megi verða er nauðsynlegt, að bygging- arstarfsemin sé skipulögð á hagkvæman hátt. At- vinnurekendur í byggingariðnaði eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum, en það dugar skammt, því að byggingariðnaðurinn er mjög háður ákvörðunum opinberra aðila. Einmitt hjá þeim skortir skilning á úrbótum í aðbúnaðarmálum byggingariðnaðarins. Gunnar Ragnars: Málm- og skipaiðnaður Málmiðnaður er mjög víðtæk starfsemi, sem greina má í tvo meginþætti, þ. e. framleiðsluþátt og þjón- ustuþátt. Framleiðsluþátturinn nær yfir hin fjöl- breytilegustu svið. Þannig eru framleidd tæki og búnaður til sjávarútvegs og fiskvinnslu, svo sem bobbingar, vindukerfi, toghlerar, ísvélar, löndunar- búnaður, fiskþvottavélar, færibönd, búnaður til skreiðar- og saltfiskverkunar og margt fleira. Fyrir landbúnaðinn eru m. a. framleiddir vagnar, bagga- tínur, yfirbyggingar á tæki ásamt heilum kerfum fyrir sláturhús. Mannvirkjagerðir alls konar nýta sér framleiðslu málmiðnaðar. Sem dænii þess má nefna margs konar búnað fyrir vatnsafls- og gufuvirkjanir, fyrir hitaveitur, fyrir stóriðju og fiskimjölsverk- smiðjur, stálgrindur til húsa og annarra mannvirkja, loftræstibúnað, tanka og katla o. s. frv. Málmsmíði er mikil í sambandi við ýmiss konar samgöngur, svo sem við brúarsmíði og hafnargerð. Þá er nokkuð um framleiðslu á bílpöllum, púströrum, og yfirbygging- ar bifreiða eru stundaðar í talsverðum mæli. Þjón- 58 Timarit iðnaðarmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.