Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 64

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 64
gerð við slíka útreikninga, og í dag vilja fleiri fyrir- tæki fara út í þetta. Má segja, að í harðnandi sam- keppni sé það nauðsyn fyrir hvert fyrirtæki, að það geri sér grein fyrir hvaða framleiðsluvörur bera sig og hverjar ekki. Þá má nefna, að mikill áhugi er á leiðbeiningum vegna tölvuvæðingar, sem þegar hef- ur hafið innreið sína í brauðgerðarfyrirtæki. Eins búast menn við að auka megi framleiðni iðngreinar- innar með því að taka skipulagsmál fyrirtækjanna í gegn. Líklega verður að leita til erlendra aðila við lausn þessa máls. Eitt er það vandamál óleyst, sem blasir við og áður er minnst á og varðar þann ójöfn- uð, sem innlendir framleiðendur búa við. Mjólkur- duft kostar nú 51 kr. kílóið til innlendra bakaría þegar heimsmarkaðsverð er 11—12 kr. Þá kosta egg 38 kr. kg til íslensks bakara, en norrænir keppinaut- ar greiða 12—13 kr. fyrir hvert kíló. A meðan þetta ástand varir er ekki hægt að búast við, að innlend framleiðsla sé samkeppnishæf í verði. Fyrir um 4—5 árum voru allar framleiðsluvörur bakara undir verðlagsákvæðum. A þeim tíma höfðu bakarar því ekki frjálsar hendur við verðlagningu, þannig að ekki var grundvöllur fyrir aukinni fjölbreytni í fram- leiðslu með því að nota dýrari hráefni, þar sem þau fengust ekki reiknuð inn við verðlagningu. Síðan gerðist það, að framleiðsluvörur bakara voru und- anþegnar verðlagsákvæðum nema nokkrar brauð- tegundir, sem í dag kallast „vísitölubrauð". Við þessa breytingu varð nánast bylting í iðngreininni, og má segja, að þeirri byltingu sé ekki lokið. Áfram haldast þó vísitölubrauðin undir verðlagsákvæðum og eru framleidd með tapi. Sá slagur, sem Landssamband bakarameistara hefur staðið í við verðlagsyfirvöld, verður ekki gerður að umtalsefni hér, en fullyrða má, að aðgerðir verðlagsyfirvalda í því máli hafa hvorki komið bökurum né neytendum til góða. Guðlaugur Steffdnsson: Þjonustugreinar 1 víðtækasta skilningi orðsins er þjónustuiðnaður samheiti yfir margvíslega viðgerðar- og þjónustu- starfsemi, allt frá véla- og skipaviðgerðum til ljós- myndunar og úrsmíði. Einnig má geta þess, að bygg- ingariðnaður er auðvitað að því leyti þjónustuiðn- aður, að verkefni hans eru ekki einungis nýbygging- ar, heldur annast hann jafnframt viðhald og viðgerð- ir á eldri mannvirkjum. Þetta minnir á, að stærstu greinar þjónustuiðnaðarins, málm- og skipasmíða- iðnaður, rafiðnaður og bifreiðaviðgerðir, eru jafn- framt framleiðsluiðnaður, og algengt er að þjón- ustu- og framleiðslustarfsemi sé stunduð jöfnum höndum. Þjónustuiðnaðarhugtakið spannar sem sé afar vítt svið ólíkra iðngreina, og í fæstum tilvikum er með góðu móti unnt að draga skýr mörk milli framleiðsluiðnaðar og þjónustuiðnaðar. Þrátt fyrir hve sundurleitur hópur iðngreina þjónustuiðnaður- inn er, eiga þær það sammerkt, að þeim er af stjórn- valda hálfu öllum búið mjög áþekkt starfsumhverfi. Þannig hefur því miður verið rík tilhneiging til þess hér á landi, að líta svo á, að viðgerða- og þjónustu- iðnaður sé nokkurs konar annars flokks iðnaður eða atvinnuvegur, sem megi að skaðlausu sitja á hakan- um með ýmsa fyrirgreiðslu og aðbúnað, svo sem aðgang að lánsfé, fjárstuðning til hagræðingarað- gerða og tollfríðindi af aðföngum. Þetta viðhorf helgast af þeirri fullyrðingu, að þjónustuiðnaðurinn sé verndaður iðnaður og að honum sé því óþarft að búa við sömu starfsskilyrði og samkeppnisgreinarn- ar, þar eð hann velti álögunum einfaldlega út í verð- lagið, eins og það er orðið. Við skulum íhuga svolítið nánar þetta tvíþætta viðhorf til þjónustuiðnaðarins, sem er allsráðandi um aðbúnað hans, þ. e. að þjón- ustuiðnaðurinn sé verndaður og að af þeim sökum skipti litlu, hvernig búið er að honum. Sem áður sagði eru skilin milli þjónustuiðnaðar og fram- leiðsluiðnaðar afar óglögg og af þeirri ástæðu einni hlýtur ævinlega að orka mjög tvímælis að búa þjón- ustuiðnaðinum önnur og lakari skilyrði en hinum svonefndu samkeppnisatvinnuvegum. En það er heldur ekki alls kostar rétt, að þjónustuiðnaður eigi í engri samkeppni við erlenda aðila. Fyrir það fyrsta er þjónustuiðnaðurinn almennt séð ekki tollvernd- aður. Þannig eiga skipaviðgerðir, sem raunar njóta viðurkenningar sem samkeppnisiðnaður, í harðri samkeppni við erlenda aðila og sama gildir um véla- viðgerðir og aðrar greinar, sem annast viðgerðir á vöru, sem tollar hafa verið felldir niður af. Loks er á það að líta, að þótt e. t. v. megi benda á dæmi, þar sem hvorki er um að ræða beina né óbeina sam- keppni við sambærilega erlenda vöru eða þjónustu, er fyrir hendi samkeppni við óskyldar vörur í þeim skilningi, að allir seljendur vöru eða þjónustu keppa um ráðstöfunartekjur neytenda. 1 hinum smærri greinum, svo sem ljósmyndun og tannsmíði, er einn- ig samkeppni fyrir að fara, og framleiðsla þessara greina eða þjónusta, hvort heldur menn kjósa, er í ríkum mæli sótt til útlanda. Stærstu greinar þjón- ustuiðnaðarins eru eins og áður sagði blandaðar framleiðslu- og þjónustugreinar. Þær eru það, sem kalla mætti stuðningsiðnaður fyrir aðrar atvinnu- greinar í landinu. Þær sjá þeirn fyrir mannvirkjum og ýmsum framleiðslutækjum og rekstrarvörum og annast jafnframt viðhald þessara fjármuna. Fái þessi stuðningsiðnaður ekki að njóta sömu kjara og sam- keppnisgreinarnar, verður hann þeim dýrari en ella, þær dragast aftur úr tæknilega séð og starfsem- 62 Timarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.