Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 64

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 64
gerð við slíka útreikninga, og í dag vilja fleiri fyrir- tæki fara út í þetta. Má segja, að í harðnandi sam- keppni sé það nauðsyn fyrir hvert fyrirtæki, að það geri sér grein fyrir hvaða framleiðsluvörur bera sig og hverjar ekki. Þá má nefna, að mikill áhugi er á leiðbeiningum vegna tölvuvæðingar, sem þegar hef- ur hafið innreið sína í brauðgerðarfyrirtæki. Eins búast menn við að auka megi framleiðni iðngreinar- innar með því að taka skipulagsmál fyrirtækjanna í gegn. Líklega verður að leita til erlendra aðila við lausn þessa máls. Eitt er það vandamál óleyst, sem blasir við og áður er minnst á og varðar þann ójöfn- uð, sem innlendir framleiðendur búa við. Mjólkur- duft kostar nú 51 kr. kílóið til innlendra bakaría þegar heimsmarkaðsverð er 11—12 kr. Þá kosta egg 38 kr. kg til íslensks bakara, en norrænir keppinaut- ar greiða 12—13 kr. fyrir hvert kíló. A meðan þetta ástand varir er ekki hægt að búast við, að innlend framleiðsla sé samkeppnishæf í verði. Fyrir um 4—5 árum voru allar framleiðsluvörur bakara undir verðlagsákvæðum. A þeim tíma höfðu bakarar því ekki frjálsar hendur við verðlagningu, þannig að ekki var grundvöllur fyrir aukinni fjölbreytni í fram- leiðslu með því að nota dýrari hráefni, þar sem þau fengust ekki reiknuð inn við verðlagningu. Síðan gerðist það, að framleiðsluvörur bakara voru und- anþegnar verðlagsákvæðum nema nokkrar brauð- tegundir, sem í dag kallast „vísitölubrauð". Við þessa breytingu varð nánast bylting í iðngreininni, og má segja, að þeirri byltingu sé ekki lokið. Áfram haldast þó vísitölubrauðin undir verðlagsákvæðum og eru framleidd með tapi. Sá slagur, sem Landssamband bakarameistara hefur staðið í við verðlagsyfirvöld, verður ekki gerður að umtalsefni hér, en fullyrða má, að aðgerðir verðlagsyfirvalda í því máli hafa hvorki komið bökurum né neytendum til góða. Guðlaugur Steffdnsson: Þjonustugreinar 1 víðtækasta skilningi orðsins er þjónustuiðnaður samheiti yfir margvíslega viðgerðar- og þjónustu- starfsemi, allt frá véla- og skipaviðgerðum til ljós- myndunar og úrsmíði. Einnig má geta þess, að bygg- ingariðnaður er auðvitað að því leyti þjónustuiðn- aður, að verkefni hans eru ekki einungis nýbygging- ar, heldur annast hann jafnframt viðhald og viðgerð- ir á eldri mannvirkjum. Þetta minnir á, að stærstu greinar þjónustuiðnaðarins, málm- og skipasmíða- iðnaður, rafiðnaður og bifreiðaviðgerðir, eru jafn- framt framleiðsluiðnaður, og algengt er að þjón- ustu- og framleiðslustarfsemi sé stunduð jöfnum höndum. Þjónustuiðnaðarhugtakið spannar sem sé afar vítt svið ólíkra iðngreina, og í fæstum tilvikum er með góðu móti unnt að draga skýr mörk milli framleiðsluiðnaðar og þjónustuiðnaðar. Þrátt fyrir hve sundurleitur hópur iðngreina þjónustuiðnaður- inn er, eiga þær það sammerkt, að þeim er af stjórn- valda hálfu öllum búið mjög áþekkt starfsumhverfi. Þannig hefur því miður verið rík tilhneiging til þess hér á landi, að líta svo á, að viðgerða- og þjónustu- iðnaður sé nokkurs konar annars flokks iðnaður eða atvinnuvegur, sem megi að skaðlausu sitja á hakan- um með ýmsa fyrirgreiðslu og aðbúnað, svo sem aðgang að lánsfé, fjárstuðning til hagræðingarað- gerða og tollfríðindi af aðföngum. Þetta viðhorf helgast af þeirri fullyrðingu, að þjónustuiðnaðurinn sé verndaður iðnaður og að honum sé því óþarft að búa við sömu starfsskilyrði og samkeppnisgreinarn- ar, þar eð hann velti álögunum einfaldlega út í verð- lagið, eins og það er orðið. Við skulum íhuga svolítið nánar þetta tvíþætta viðhorf til þjónustuiðnaðarins, sem er allsráðandi um aðbúnað hans, þ. e. að þjón- ustuiðnaðurinn sé verndaður og að af þeim sökum skipti litlu, hvernig búið er að honum. Sem áður sagði eru skilin milli þjónustuiðnaðar og fram- leiðsluiðnaðar afar óglögg og af þeirri ástæðu einni hlýtur ævinlega að orka mjög tvímælis að búa þjón- ustuiðnaðinum önnur og lakari skilyrði en hinum svonefndu samkeppnisatvinnuvegum. En það er heldur ekki alls kostar rétt, að þjónustuiðnaður eigi í engri samkeppni við erlenda aðila. Fyrir það fyrsta er þjónustuiðnaðurinn almennt séð ekki tollvernd- aður. Þannig eiga skipaviðgerðir, sem raunar njóta viðurkenningar sem samkeppnisiðnaður, í harðri samkeppni við erlenda aðila og sama gildir um véla- viðgerðir og aðrar greinar, sem annast viðgerðir á vöru, sem tollar hafa verið felldir niður af. Loks er á það að líta, að þótt e. t. v. megi benda á dæmi, þar sem hvorki er um að ræða beina né óbeina sam- keppni við sambærilega erlenda vöru eða þjónustu, er fyrir hendi samkeppni við óskyldar vörur í þeim skilningi, að allir seljendur vöru eða þjónustu keppa um ráðstöfunartekjur neytenda. 1 hinum smærri greinum, svo sem ljósmyndun og tannsmíði, er einn- ig samkeppni fyrir að fara, og framleiðsla þessara greina eða þjónusta, hvort heldur menn kjósa, er í ríkum mæli sótt til útlanda. Stærstu greinar þjón- ustuiðnaðarins eru eins og áður sagði blandaðar framleiðslu- og þjónustugreinar. Þær eru það, sem kalla mætti stuðningsiðnaður fyrir aðrar atvinnu- greinar í landinu. Þær sjá þeirn fyrir mannvirkjum og ýmsum framleiðslutækjum og rekstrarvörum og annast jafnframt viðhald þessara fjármuna. Fái þessi stuðningsiðnaður ekki að njóta sömu kjara og sam- keppnisgreinarnar, verður hann þeim dýrari en ella, þær dragast aftur úr tæknilega séð og starfsem- 62 Timarit iðnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.