Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 71

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 71
2. Launaskattur. Undanþága fiskveiða og landbún- aðar felur í sér ótvíræða mismunun, sem auð- veldast væri að leiðrétta með þ\ í að leggja launa- skatt á allar greinar en lækka um leið álagningar- hlutfallið. 3. Sjómanna- og fiskimannafrádráttur. Þessi sérstöku tekjuskattsfríðindi fela ótvírætt í sér mismunun milli launþega, sem að öllum líkindum veldur mismunun milli atvinnugreina. Út frá félagsleg- um sjónarmiðum er hugsanlega unnt að réttlæta frádrátt frá tekjuskatti, enda væri um hliðstæðan frádrátt að ræða fyrir alla þá, sem búa við svipuð lelagsleg skilyrði. Fremur er það þó, ef um fastan frádrátt í krónutölu er að ræða (sbr. sjómanna- frádrátt) en hlutfallslegan frádrátt (sbr. fiski- mannafrádrátt). 4. Uppsöfnun söluskatts. Þessi ókostur söluskattsins veldur mismunun inilli atvinnugreina, þar sent Iandbúnaður er verst settur, auk þess sem upp- söfnun veldur mismunun milli fyrirtækja. 'I il jöfnunar er hugsanlegt að auka endurgreiðslur, og láta þær ná til fleiri greina. Viðunandi lausn fæst þó varla, nema með því að taka upp virðis- aukaskatt og afnema söluskatt. 5. Aðflutnmgsgjöld. Aðflutnings- og sölugjöld á inn- fiutt aðföng helstu útfiutningsgreina og sam- keppnisiðnaðar hafa verið lækkuð umfram ann- að, ef frá er talin nánast algjör undanþága fisk- veiða og stóriðju. Einstakir fiokkar aðfanga, svo sem fiutningstæki, rafeindabúnaður og ýmsar byggingarvörur og nokkrar greinar, sent keppa við erlenda aðila, svo sem loðdýrarækt, hafa þó farið varhluta af þessum aðgerðum. Megin at- hugasemd nefndarinnar er, að samræmi er ábótavant milli vörufiokka. Afar há aðflutnings- gjöld eru greidd af ýmsunt aðföngum í tekju- öfiunarskyni og ræðst skattbyrði atvinnugrein- anna af því, hversu háðar slíkum aðföngum greinarnar eru. 6. Opinberframlög ogþjónusta. Atvinnugreinarnar íá framlög úr ríkissjóði í misríkum mæli. Með fram- lögum eru hér ekki taldar niðurgreiðslur og út- flutningsuppbætur landbúnaðarafurða. Ætlunin er að fjalla um þessar greiðslur-í greinargerð um verðmyndunar- og samkeppnisskilyrði. Fær iðn- aður greinilega minnst. Ýmis sjónarmið liggja að baki misskiptingu framlaga, sem óskyld eru fjár- hagslegri mismunun. Misskipting framlaga og opinberrar þjónustu getur þrátt fyrir það valdið aðstöðumun milli greina. 7. Aðgangur að lánsfé. Mjög ólíkar reglur gilda um hlutfall útlána fjárfestingarlánasjóða af fjárfest- ingu. Áberandi hæst er hlutfallið í lánveitingum til fiskveiða. Æskilegt væri að draga úr kerfis- bindingu íjárfestingarlána og afmörkunum milli greina. Varðandi lánsfjármögnun rekstrar er ljóst, að reglur um endurkaup afurða- og rekstr- arlána valda misræmi og eru landbúnaði og sjáv- arútvegi mest í hag. 8. Lánskjör. Bæði hvað varðar fjárfestingarlán og almenn rekstrarlán er samræming lánskjara nán- ast um garð gengin, þó lánskjör fjárfestingarlána séu ívið hagstæðari landbúnaði en öðrum. Eina meiri háttar undantekningin eru sérstaklega ívilnandi kjör á ógengistryggðum endurkeyptum lánum, sem landbúnaður og að nokkru leyti iðn- aður fá.“ Hér má bæta við, að eftir að áfangaskýrsla nefnd- arinnar kom út breyttust forsendur þannig, að kjör- um á endurkeyptum lánum var breytt á þann veg, að nú eru þau öll í íslenskum krónum og með 29% vöxtum. Sú staðreynd, að iðnaðurinn nýtur mun minni fyrirgreiðslu en Iandbúnaður og sjávarútveg- ur af þessum hagstæðu lánum, hefur í för með sér, að þetta dæmi snýst aftur \ ið og iðnaðurinn býr nú við mun lakari lánskjör en hinar greinarnar. Sér- staklega ber að nefna bágt hlutskipti þess hluta iðn- aðarins, sem ekki á kost á endurkaupalánunum. Það er kaldhæðnislegt, að þar er einmitt oft um að ræða greinar, þar sem fjármagnskostnaður á framleiðslu- tíma skijitir verulegu máli, s. s. byggingariðnað, skipaiðnað og allan þjónustu- og viðgerðariðnað. Ennfremur má nefna, að á öllum aðlögunartíman- um að EFTA-aðild hafa lánskjör landbúnaðar og sjávarútvegs verið betri en iðnaðar. Má ætla, að það hafi ásamt öðru komið fram í hærra gengi og þar með verri samkeppnisskilyrðum iðnaðarins en æski- legt hefði verið. Ekki þarf lengur vitnanna við. l.jóst er af framan- greindri upptalningu, að nefndin lítur svo á, að starfsskilyrði iðnaðarins séu á margan hátt lakari en annarra atvinnuvega, bæði þau, sem ætla má að hafi bein áhrif á gengisskráninguna, og hin, sem ekki eru eins augljóslega tengd henni. Nefndin hefur enn- fremur fjallað um gengismál í víðara samhengi, m. a. með tilliti til hagræðis sjávarútvegs af lrjálsum aðgangi að auðlindum hafsins, sveiflujöfnunar og fieiri atriða. Þótt niðurstöður þeirra umfjöllunar hafi ekki birst ennþá í skýrslu, má skilja af vinnu- plöggunt nefndarinnar, að þar staðfestist bæði áður- nefndar niðurstöður áfangaskýrslunnar svo og sú fullyrðing, sem talsmenn iðnaðarins hafa lengi hald- ið á iofti, að iðnaðurinn sé ákaflega viðkvæmur gagnvart öllum þeim aðgerðunt, sem ívilna sjávarút- veginum í starfsaðstöðu. Það er því grundvallar- atriði fyrir franttíð iðnaðarins, að hann hafi sam- bærileg starfsskilyrði og sjávarútvegurinn. Með tilliti til mikilvægis iðnaðar í nútíð og framtíð hlýtur Landssamband iðnaðarmanna því ávallt að leggja Timarit iðnaðarmanna 69

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.