Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 88

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 88
gagni. í þessu efni verðum við að vera vel á verði og reyna að tryggja, að íslenskt hugvit og verkkunnátta njóti góðs af þeim verkefnum, sem fylgja rekstri stórf yrirtækja. Sé þessa gætt ætti fjölskrúðugur smá- iðnaður að geta vaxið og daf nað við hlið stórfyrir- tækja. JÖFNUN STARFSSKII.YRÐA Skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völd- um flutti ég tillögu um að gerð yrði ýtarleg könnun á starfsskilyrðum atvinnuveganna og í framhaldi af því skipaði forsætisráðuneytið nefnd til að vinná að málinu. Hefur hún nú skilað áfangaskýrslu, og eru embættismenn nú að fara yfir niðurstöður nefndar- innar til að undirbúa tillögur um aðgerðir til aðjafna starfsskilyrðin, að svo miklu leyti sem það er á færi hins opinbera og pólitísk samstaða tekst um. Starfsskilyrði iðnaðarins hafa verið mjög í brenni- depli að undanförnu. Áfangaskýrsla Starfsskilyrða- nef ndarinnar er mjög ýtarleg og tekur til allra þátta, nema markaðs- og gengismála. Lokaskýrslu frá nefndinni er að vænta innan tíðar. Eg ætla hér ekki að ræða um niðurstöður nefndarinnar, en vil aðeins segja, að hún hefur skilað vandaðri greiningu á starfsskilyrðum atvinnuveganna og er ljóst, að um verulega mismunun í starfsskilyrðum þeirra er að ræða. Rekstur iðnfyrirtækja í tæknivæddu þjóðfélagi er hins vegar margþætt viðfangsefni og þess þarf að gæta að túlka það ekki of þröngt. Þannig er stuðningur við rannsókna- og þróunar- starfsemi í þágu atvinnulífsins einn þáttur starfsskil- yrðanna, og sama má segja um aðbúnað á vinnu- stöðum, svo og fjárveitingar til tækniþjónustu og starfsþjálfunar. Hér á eftir mun ég drepa á nokkra þætti, er snerta starfsskilyrði iðnaðarins og sem meira og minna varða málefni ykkar samtaka. ENDURKAUPALÁN OGSJÓÐIR IÐNAÐARINS Iðnaðarráðuneytið hefur á þessu ári átt nokkrar viðræður við Seðlabankann um að iðnfyrirtækjum yrði veittur greiðari aðgangur að endurlánakerfi bankans. Þessi stefna var sérstaklega áréttu% í efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar við síðustu áramót. Iðnaðarbankinn hefur samfara þessu gert átak til að kynna iðnfyrirtækjum rekstrarlánamöguleika í gegnum endurkaupalánakerfið. Hefur bankinn m. a. sent starfsmann til iðnfyrirtækja úti á landi vegna þessa máls. Allt þetta starf hefur leitt til þess, að endurkaupa- lán Seðlabankans vegna iðnfyrirtækja hafa aukist verulega. Til að mynda var aukningin á fyrstu 5 mánuðum þessa árs meiri en aukningin allt árið 1980. Hlutfall iðnfyrirtækja í endurkaupalánum var á sl. sumri komið í tæp 15% af heildarendurkaupum bankans, en var á sama tíma 1980 11.8%. Á seinasta Iðnþingi greindi ég frá því, að fram- undan væri endurskoðun á lögum um Iðnrekstrar- sjóð og gert væri ráð fyrir að Landssamband iðnað- armanna fengi fulltrúa í stjórn sjóðsins. Á Alþingi vorið 1980 voru síðan samþykkt ný lög um sjóðinn. Markmið hans er nú hliðstætt því sem gerist um svipaða sjóði á öðrum Norðurlöndum, og er sjóðn- um ætlað að stuðla að margvíslegu nýsköpunar- og umbótastarfi í iðnaði. Fjárframlög til sjóðsins voru í fyrra margfölduð með framlagi af aðlögunargjaldi, og á næsta ári kemur til framkvæmda ákvæði í lögum þess efnis, að framlag ríkissjóðs miðist að lágmarki við 0.6% af vinnsluvirði iðnaðar samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar. Framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir 1982 er 10 m. kr., en nam árið 1978 500 þús. kr. og hefur þannig tuttugufaldast í krón- um talið á 4 árum. Lánasjóðir iðnaðarins, Iðnlánasjóður og Iðnþró- unarsjóður, hafa sterka eiginfjárstöðu og hefur heildarráðstöfunarfé þeirra farið stöðugt vaxandi. Samkvæmt lánsfjáráætlun er gert ráð fyrir að ráð- stöfunarfé sjóðanna verði á næsta ári samtals 230 millj. kr., þar af Iðnlánasjóður 148 millj. kr. og Iðn- þróunarsjóður með 82 millj. kr. Framboð á fjármagni til fjárfestingar í iðnaði er nú ekki lengur jafn takmarkandi þáttur og áður, og er það mikil breyting frá því, sem var fyrir fáum árum. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega skipun nefndar, sem hefur það verkef ni, að endurskoða útflutning$- lána- og útflutningstryggingakerfið með hliðsjón af samsvarandi starfsemi í helstu viðskiptalöndum okkar. Á þessu sviði höf um við ekki fylgt þeirri þró- un, sem orðið hefur í þessum málum erlendis, tjl dæmis á öðrum Norðurlöndum. Það sem erfiðast er viðureignar eru þeir niðurgreiddu vextir, sem oft eru í boði við kaup á fjárfestingavörum erlendis frá, og þarf að leita lausnar á þeirri mismunun. LEIFDRÉTTING Á AÐFLUTNINGSGJÖLDUM Samkvæmt ákvæði í tollskrá er fjármálaráðherra heimilt að endurgreiða eða fella niður gjöld af hrá- efni, efnivörum og hlutum til framleiðslu imj- lendra iðnaðarvara, sem tollar hafa verið felldir ni$- ur af samkvæmt ákvæðum í fríverslunarsamning- um, svo og af vélum, vélahlutum og varahlutum, sem notaðir eru til framleiðslu sömu vara. Endurskoðun á aðflutningsgjöldum til sam- keppnisiðnaður leiddi til afnáms á þessum gjöldum í verulegum mæli í ársbyrjun 1981. Tekjuskerðing ríkissjóðs af þessum sökum var talin nema um 15 millj. kr. á ársgrundvelli. Enn eru nokkrir flokkar, 86 Timaril iðnaöarmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.