Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 89

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 89
Frá 39. Iðnþingi Islendinga. sem bera aðílutningsgjöld að einhverju marki. Má þar nefna rafeindabúnað, tölvur, flutningatæki og ýmsar byggingavörur. Stöðugt er unnið að því af hálfu iðnaðarráðuneytisins að ná fram leiðrétting- um í þessu máli. Þess má einnig geta, að nú stendur yfir heildarendurskoðun á lögum og reglum um gjöld af innflutningi og innlendri vöruframleiðslu. Endurskoðunin er við það miðuð að fækka tekju- stofnum og samræma gjaldtöku ríkissjóðs af inn- ttutningi og innlendri framleiðslu. EFLING ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐVAR IÐN AÐARINS Mikil nauðsyn er á að örva útflutningsviðleitni í ís- lenskum iðnaði, jafnhliða því sem reynt er að halda velli og sækja f rarn í markaðshlutdeild innanlands. í þessu sambandi vek ég athygli á stórauknu framlagi ríkissjóðs til Útttutningsmiðstöðvar iðnaðarins, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár nemur 2.1 76.000 kr. ogsvarar til þessaðgreiddur sé grunn- kostnaður við starfsemi stofnunarinnar. Hefur framlag ríkisins hækkað margfalt að raungildi á undanförnum árum, en það nam 173'þús. nýkr. á fjárlögum árið 1978. Eðlilegt er aðjafnframt sé gerð krafa um að aðstandendur Útflutningsmiðstöðvar- innar leggi fram aukinn lilut til starfsemi hennar, þar á meðal samband ykkar, og starfsemi stofnunar- innar verði markvissari en verið hefur. IÐNRÁÐGJAFAR í LANDSH LUTUNUM Fyrir fáum dögum var lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um iðnráðgjafa. Þetta mál hefur verið í undirbúningi í rúmt ár, og ég tel að það geti haft rnjög mikla þýðingu fyrir iðnþróun í landinu, bæði þjónustu- og framleiðsluiðnað. Frumvarpið felur í sér heimild til að greiða framlag úr ríkissjóði, sem nemi launum iðnráðgjafa, er ráðnir yrðu á vegum samtaka sveitarfélaga eða iðnþróunarfélaga. Meðal verkefna, sem iðnráðgjöfum er ætlað að sinna, má nefna: a) að aðstoða iðnfyrirtæki og aðila, sem hyggja á iðnrekstur við að greina þörf sína fyrir sérfræði- aðstoð og veita upplýsingar um, hvar slíka aðstoð sé að fá. b) að skapa tengsl milli tækni- og þjónustustofnana iðnaðarins og þeirri aðila, sem starfa í iðnaði og að iðnaðarmálum í landshlutanum. c) að miðla upplýsingum um tækni og rekstrarmál- efni og hafa ntilligöngu um námskeiðahald og aðra fræðslustarfsemi, sem völ er á fyrir starfs- fólk í iðnaði. d) að aðstoða sveitarstjórnir, félagasamtök, fyrir- tæki og einstaklinga við athuganir á nýjum við- fangsefnum í iðnaði. e) að stuðla að aukinni samvinnu iðnf yrirtækja. Timarit iðnaðarmanna 87

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.