Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 91

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 91
Frá 39. Iðnþingi íslendinga. A sviði húsgagna- og inm éttingaframieiðslu hef- ui' \erið unnið að margvíslegum aðgerðum. Leitað var til fmnskra ráðgjafa í sambandi \ið tækni- og markaðsmál. í tengslum við þetta verkefni hefur myndast \ ísir að trétæknideild innan Iðntæknistofh- unar. Húsgagna- og innréttingaiðnaður hefur búið við síminnkandi markaðshlutdeild að undanförnu og staða lians er nú á margan hátt erfið. Stjórn\öld hafa nú til athugunar með hvaða hætti er unnt að aðstoða þessa grein frekar. í sælgætisiðnaði hefur staðið yflr skipulegt átak fyrir forgöngu Félags íslenskra iðnrekenda í sam- vinnu \ið iðnaðarráðuneytið og Iðntæknistolnun, og nýlega samþvkkti ráðuneytið stuðning \ ið vöru- þróunarátak í hrauð- og kökugerð. INNLEND ENDURNÝJUN BÁTAFLOTANS Á fundi sínum í gær samþykkti ríkisstjórnin áætlun um innlenda endurnvjun bátaflotans á næstu 3—I árum, en áætlunin hefur verið undirbúin á \egum iðnaðarráðuneytisins og sjá\ arútvegsráðuneytisins. Gerir hún ráð fyrir, að smíðaðir verði 5-7 stærri bátar á ári, þ. e. hjá Slippstöðinni ;í Akureyri, Þorgeiri og Ellert á Akranesi og Stálvík í Garðabæ í santvinnu við aðrar skipasmíðastöðvar. Verði veitt ríkisábyrgð allt að 80% fyrir smíði 4 skipa hverju sinni, ef nauðsyn krefur. Markmið þessarar áætlun- ar er að stuðla að lækkun á kostnaði \ ið smíði skipa hjá innlendum skipasmíðastöðvum með raðsmíði og hagkvæmari vinnutilhögun, svo og því að endurnýj- un f iskiskipa fári fram með reglubundnum hætti og byggð verði skip fyrir íslenskar aðstæður. Stefna stjórnvalda varðandi stærð fiskiskipastóls- ins er byggð á því meginsjónarmiði, að ekki verði um að ræða stækkun fiskiskipaflotans á næstu árum. Sú endurnýjun, sem reiknað er með í þessari áætl- un, er vel innan \ ið þau mörk, sem áðurnefnd stefna setur. Áætlun þessi tengist sérstöku Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa, sem Félagdrátt- arbrauta og skipasmiðja stcið fyrir í samvinnu við iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Á vegum samstarfsverkefnisins hafa verið hann- aðar nokkrar skipsgerðir, og hefur í því efni verið tekið mið af kröfum og hugmyndum útvegsmanna \ íða um land. Á grundvelli þeirra upplýsinga, sem safnað var saman, \ ar gerð frumhönnun á þremur skipastærðum, 23, 26 og 35 metra að lengd, og virð- ist mestur áhugi á 35 metra gerðinni. Ráðuneytin munu nú taka málið upp við viðkom- andi sj()ði, svo sem Fiskveiða- og Byggðasjóð vegna lánveitinga, en gert er ráð fyrir að þessi nýsmíði njóti í heild 90% lánafyrirgreiðslu. Einnig þarf að afla lagaheintilda fyrir ríkisábyrgð vegna þessara smíða. Á þessu ári er samkvæmt lánsf járáællun gert ráð Timarit iðnaðarmanna 89

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.