Vikan


Vikan - 30.04.1959, Page 3

Vikan - 30.04.1959, Page 3
ur Hvað má Sesa rithond pmm/ "VIKAN hefur í hyggju, að koma með skemmti- lega — vonum viö — nýjung; okkur hefur heppn- azt að ná sambandi við mjög þekktan rithand- arsérfræöing erlendis. Það er staðreynd, að rit- hönd mannsins er nokkurs konar spegilmynd af persónuleika hans, af innra eðli einstaklingsins, gáfum og áhugamálum. 1 rithöndinni koma fram veikar hliðar þess sem skrifar, ennfremur stað- festa og vilji mannsins. Erlendis eru þjálfaðir rithandarsérfræðingar í miklu áliti og til margra hluta nytsamir, jafnvel nauðsynlegir. Stór fyrir- tæki ráða til sín rithandarsérfræðinga, sem lesa til dæmis úr umsóknum um stöður o. s. frv. 1 dómsmálum er oftlega leitað á náðir rithandar- sérfræðinga, til þess að leiða mönnum fyrir sjónir ýmislegt í sambandi við undirskriftir o. fl. Loks er rithandarfræðin mjög gagnleg al- menningi, einkum yngri kynslóðinni, sem æskir þess að þekkja sjálfa sig betur og kynnast veik- um og sterkum hliðum sínum. Við getum ekki bætt okkur á neinn hátt, nema við gerum okkur grein fyrir göllum okkar, og einmitt til þess er rithandarsérfræðingurinn. Rithöndin getur bent einstaklingnum á þá starfsgrein, sem honum myndi henta bezt, og leitt í ljós ýmsa hulda hæfileika. Rithandarsérfræðingur okkar mun reyna eftir fremsta megni að leiðbeina lesendum VIKUNNAR og bregða upp fyrir þeim nýrri mynd af hugarfari og háttum þeirra. Þeir sem vilja láta rannsaka rithönd sína, eiga að skrifa stutt bréf (með dagsetningu, yfirskrift, og undirskrift). Bréfið má vera stílað til hvers sem er. Lengd bréfsins má vera u. þ. b. ein blað- síða, einkum ef óskað er eftir nákvæmri rithand- arrannsókn. Því að það er ytra form venjulegs bréfs til kunningja eða skyldmenna, sem leiðir rithandarsérfræðingnum lyndiseinkunn bréfritar- ans fyrir sjónir. Sá, sem vill láta lesa úr skrift sinni má aldrei endurskrifa, til dæmis texta úr bók. Þetta getur aldrei gefið raunsanna mynd af eðli bréfritarans, svo að þannig verður tilganginum ekki náð; að leiðbeina bréfritaranum gegnum völundarhús til- verunnar. VIKAN hefur því ákveðið að gefa lesendum sínum kost á því að láta lesa úr rithönd þeirra. En þar sem greiða þarf sérfræðingnum laun í gjaldeyri og annar kostnaður er nokkur, svo sem myndamót o. fl., verður ekki hjá því komizt, að sérhver, sem óskar eftir að fá lesið úr rithönd sinni sendi 100 krónur til VIKUNNAR, en það eru bara hrein engin ósköp fyrir að fá alla skap- skapgerð sína lagða fram í eitt skipti fyrir öll! Ul Otgefandi: VIKAN H.F. Blaðstjórn: Hilmar A. Kristjánsson (áhm.) Jónas Jónasson Bragi Kristjónsson Asbjörn Magnússon (auglýsingastjóri) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð I lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ftitstjóm og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Biaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Sími 15017. Prentað i Steindórsprent h.f. Kápuprentun í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. s-mlagast umhverfi sínu. Bréfritari er allraunsær og hefur tilhneigingu til að verjast aðþrenging- um annarra. Punktarnir yfir „i-inu“ sýna, að bréfritari cr ckki yfirborðskenndur. En hug- myndaflugið kann stundum að hlaupa með hann í gönur. Raunsæi hans er mjög heilbrigt, og enn- fremur kemur fram talsverð eigingirni. Almenn skynsemi og sparsemi. Bréfritari verður að varast að ofþreyta sig ekki vegna ytri og innri um- brota, en athafnasemi hans getur gengið út í öfgar og valdið taugabilun. Eigingirnin er greini- leg, og bréfritari gæti hæglega stjórnað öðrum í starfi sínu. En honum ber að stjórna af krafti — ekki af sýndarkrafti — og honum er ráðlegt að temja sér meiri ró í öllum háttum sinum. Mjcg vel gefin persóna. Þroskaður smekkur fyr- ir öllu fagurfræðilegu, og yfirleitt góður smekkur. Nokkur rökfesta, blönduð talsverðu háði. Mennt- un bréfritara er æðri en almennt gerist, og hann er í senn fagurkeri og hefur þroskaða samfélags- kennd. Sterk hégómagirnd, sem breitt er yfir með hlédrægri framkomu. — 1 undirmeðvitundinni oft einmanakennd. Á það til að vera ekki allur þar sem hann er séður. Getur verið tilgerðarlegur og ósannur þegar hann kynnist ókunnu fólki. Undirskriftin (nafnið) sýnir þá ánægju, sem bréf- ritari hefur af því að henda gaman að öðrum. Meira þolgæði en kraftur. IV. Bréfritari kann að nota tíma sinn á hagsýnan hútt, og hann er athafnasamur og framgjarn í starfi sínu. Rithöndin —■ sem leitar greinilega til hægri sýnir, að bréfritari á auðvelt með að „Óli“ Þetta lithandarsýnishorn er ekki fullnægjandi (4 línur). En þetta stutta sýnishorn lýsir svo greinilega lyndiseinkunn og eðli bréfritara, að ég bið um, að þetta sýnishorn verði birt. Bréf- ritari (maður) kann til fulls að lifa lífinu. Líf hans er fullt af ysi og þysi, hann kann að hegða sér samkvæmt umhverfinu. Hann skammast sín okki fyrir að segja sinar skoðanir, og stundum getur hann barizt að einhverju marki af óbil- andi þrautseigju. Mikill áhugi á íþróttum. Einn- ig kemur fram mikil hagsýni. Rithandarsérfræð- ingurinn er á þeirri skoðun, að „Óli“ (ef hann þá eklti er læknir að atvinnu) væri mjög hæfur til læknisstarfsins. Líklega bezt hæfur til skurð- lækninga. Hið neikvæða við rithöndina lýsir sér í því, að bréfritari er sífellt (ómeðvitandi) að reyna að hafa áhrfi á umhverfið og koma öðrum vel fyrir sjónir, og einmitt þá kemur tillitsleysi bréf- ritara í ljós. Félagsiieimili Kópavogs Símar 23691 Leigjum veitingasal okkar félögum til skemmtana og veizluhalda. Upplýsingar alla daga eftir kl. Ö e. h. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.