Vikan


Vikan - 30.04.1959, Side 6

Vikan - 30.04.1959, Side 6
Þegar japönsku fiskimennimir sáu sólina koma upp í vestri, morguninn, sem þeir gleyma aldrei . . . BANVÆN ASKA Útdráttur úr bókinni „The Voyage of the Lucky Dragon“. Eftir Balph E. Lapp. Þetta gerðist skömmu fyrir sólar- upprás, 2. marz 1954. Kyrrahafsund- iraldan vaggaði litla japanska togar- anum Fuhuryu Maru (Drekinn heppni) mjúklega. Túnfiskalinunum hafði verið varpað útbyrðis í siðasta sinn, og brátt átti að sigla til heima- bæjarins Yaizu, sem er 200 kílómetr- um fyrir sunnan Tókíó. Skyndilega ljómaði skerandi birta á vesturhimninum. JÞað var eins og lýsandi flóðalda steyptis yfir hafið. Liturinn breyttist úr skærhvítu í rauðgult og loks sást ljósrauð hvelf- ing úti við sjóndeildarhringinn. Þetta minnti á sólaruppkomu — Ijóminn var einungis allt of skær. Yoshio Misaki, fyrsti stýrimaður, starði frá brúnni vantrúaður á þetta ógnarlega ljós. Allir um borð komu þjótandi upp á þilfarið og hrópuðu hver i kapp við annan. „Sólin kem- ur upp í vestri!“ hrópaði einn. Ann- ar sagði: „Haldið þið, að þetta sé pikadonf" Hann notaði nýtt orð, sem myndazt hafði eftir árásina á Hiro- sima — sambland af ,,þruma“ og „eldglæringar". Skipstjórinn Hisakichi Tsutsui, sem sem lá og svaf í koju sinni, var nokk- uð seinn í svifum. Hann kom ekki fyrr upp í brúna til Misaki en log- inn í vestri var að deyja út. Myrkrið grúfði aftur yfir. Allt var hljótt. Nokkrum mínútum síðar tók tog- arinn að nötra, eins og einhver risa- hönd hristi hann til, og um leið heyrðist uggvænlegar drunur, sem virtust bæði koma að ofan og neðan. Nokkrir menn köstuðu sér á þil- farið, skelfingu lostnir. Skipstjórinn og stýrimennirnir ráðguðust sín á milli. Síðan gaf Misaki fyrirskipun: „Setjið vélarnar í gang og dragið inn Iínurnar!“ Mennirnir flýttu sér að framkvæmt þetta. Þeim bráðlá á að komast burtu .. . Hinn 39 ára gamli loftskeytamaður Aikichi Kuboyama var elzti maður- inn af tuttugu og þriggja manna á- höfn skipsins. Hann var talinn einn snarasti og ákveðnasti maðurinn um borð. Hann fletti nú upp i alfræði- orðabók, og leitaði að umsögn um hraða hljóðsins. Það höfðu liðið næst- um sjö mínútur milli ljósbjarmcuis og drunanna ógurlegu. Ef hann margfaldaði tímann með hraða hljóðsins, myndi hann fínna f jarlægð- ina milli skipsins og þess staðar, þar sem sprengjan hafði sprungið. Hann komst að raun um, að vegalengdin var tæpir 140 kílómetrar —- og sex- tantmælingar Misakis sýndu, að skip- ið var statt 137 fyrir austnorðaustan Bikini-eyna í Marshall-eyjaklasanum. Það var enginn vafi á því, að eld- bjarminn hræðilegi hafði verið frá Bikini. Um það bil tveimur klukkustundum síðar breyttist himininn, eins og þétt þoka grúfði skyndilega yfir skipinu. Mennirnir, sem voru að vinna á þil- farinu, vissu el#d hvaðan á sig stóð veðrið, þegar þeir sáu öskuflyksur falla á þilfarið. Nokkra menn tók þegar að verkja í augun. Einn mann- anna fór fingrunum gegnum hárið og neri á sér augun. Tveir mannanna smökkuðu á þessum hvítgráu flygs- um. Sumir sögðu þetta vera salt — aðrir héldu því fram, að þetta væri sandur. öllum kom saman um, að þetta var næsta óþægilegt fyrir- brigði. Skömmu eftir hádegi var búið að draga inn allar línurnar. öskuregnið undarlega hætti nú loks, og siðan var tekin stefna til norðurs. Þegar átti að hreinsa þilfarið, komust mennirnir að dálitlu, sem kom þeim annarlega fyrir sjónir: það var næst- um ógerningur að skafa öskuna af þilfarinu. Þegar kominn var mat- málstími, höfðu fæstir neina matar- lyst -— sem mátti furðu sæta, þar sem allir höfðu unnið af kappi síð- ustu klukkustundirnar. Eftir matinn tók áhöfnin að hreinsa veiðarfærin. Askan virtist loða við allt. Það var furðulegt að vakna næsta morgun. Einn mannanna komst að því, sér til mikillar skelfingar, að augnalokin á honum voru límd sam- an með þykkum, gulleitum vökva. Fyrsti vélstjóri Tadashi Yamamota sá allt í þoku, þegar hann ætlaði að líta á mælana niðri í vélai-úminu. Margir mannanna höfðu kastað upp um nóttina, en aðeins einn, sem svaf í öftustu káetunni, hafði verið svo veikur, að hann hafði ekki getað stað- ið vakt. Þeir, sem unnið höfðu við spilið, kvörtuðu yfir kláða og sviða í lófunum. Einn sjómannanna hafði sett dá- lítinn skammt af hvítu öskunni í um- slag, sem hann lét loftskeytamann- inn fá. Loftskeytamaðurinn hafði lagt umslagið undir koddann sinn, til þess að rannsaka innihald þess nán- ar síðar meir. Þar lá umslagið í hálf- an mánuð, þar til Drekinn heppni kom í land. Fleiri menn söfnuðu þessari undarlegu ösku. Einn þeirra hélt því fram, að askan væri heilla- merki. Fyrsta marz (sem var reyndar 2. marz hjá mönnunum á Drekanum, sem voru hinum megin við timalin- una) var eftirfarandi tilkynning birt opinberlega í Washington: „Formaður bandarísku atómrann- sóknarstofnunnarinnar. Lewis L. Strauss, tilkynnti í dag, að atóm- sprengja hefði verið sprengd á rann- sóknarsvæðinu á Marshall-eyjum. Sprengingin var sú fyrsta af mörgum tilraunum.“ Það hafði ekki verið tilkynnt að sprengingartilraun yrði gerð þennan dag. Japanska flotamálaráðuneytið hafði (10. október 1953) varað öll skip við þvi að nálgast bannsvæðið í kring- um Eniwetok-eyna, þar sem fyrsta vetnissprengjan var sprengd, 1. nóv- ember 1952. Á þessu svæði var einnig Bikini-epjan, en hvorki skipstjórinn Ttutsui né stýrimaðuri Misaki höfðu hugmynd um, að einmitt á þessarri eyju yrðu næstu tilraunir gerðar. Drekinn lieppni kom heldur aldrei nær hættusvæðinu en í þrjátíu kíló- metra fjarlægð við austurmörk bann- svæðisins. Háloftstraumar báru reyk- mökkinn frá sprengjunni í gagnstæða átt við þá, sem menn höfðu gert ráð fyrir. Það kom margt furðulegt fyrir, meðan togarinn sigldi heim á leið. Mennirnir, sem unnu í vélarúminu, komu þrásinnis upp á þilfarið og kvörtuðu yfir lasleika. Allir um borð urðu rauðbrúnir á hörund, eins og þeir hefðu sólbrennzt illilega. Þegar bátsmaðurinn Masayoshi Kawashima klóraði sér í hársverðinum, féll hár- ið af. Undrandi reif hann aftur í hár sér — og reif um leið stóra flyksu úr hárinu. Þá rann upp Ijós fyrir Kuboyama. Frænka hans hafði verið í Hiroshima, þegar sprengjan féll á borgina, og hann mundi eftir því, að hármissir var einn kvillinn sem fylgdi í kjöl- far sprengingarinnar miklu. Hann og Misaki töluðu um það, hvort eitt- hvert samband gæti verið milli sjúk- dóms áhafnarinnar og öskunnar hvítu, sem fallið hafði ofan frá himn- inum. Þegar Drekinn heppni lagði að bryggju í Yaizu 14. marz, tók eig- andi togarans strax eftir því, hve dökkir mennirnir voru á hörund. Þeg- ar fyrsti stýrimaður sagði honum frá kvilium þeirra, lét hann strax setja alla mennina á sjúkrahúsið í Yaizu. Læknirinn, sem var á vakt, dr. T. Ooi, gat ekki skýrt það, hversvegna mennirnir væru svona dökkir. Mas- i’da var verst leikinn. Hann var brenndur í andlitinu og á hendinni. En allir virtust hughraustir. Einn sjómannanna sagði, að hann héldi, að þeir hefðu verið nálægt atóm- 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.