Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 14
„É er listamaður, ég skapa myndlist." 1 pokanum er „hárgreiðsiustofan" hans. mér hárið, en ég er venjulega ekki lengí að ná mér aftur. Adler hefur nefnilega einn kost til að bera: hann getur látið stjörnu líta út eins og sanna stjörnu. Hann þarf ekki annað er greiðu, bursta go nokkrar hárnæl- ur. Það er allt og sumt. Árangurinn ei' ótrúlegur — ekki aðeins í augum áhorfenda, heldur í augum mínum." Einu sinni sagði Adler við fegrurð- arsérfræðing eins dagblaðanna í New York: „Sálræn áhrif hárgreiðslu, sem fer vel eru sex sinnum meira virði en heimsókn til sálfræðings." Adler er lítill maður, en hann ber sig af mikilli tign, talar með nokkr- um hroka og er alveg að springa af lífsfjöri. Hann semur sínar eigin lífs- reglur. Hann vill ekki klippa hár, þvo hár né bleikja hár. Hann telur þetta raunar nauðsynlegt á stundum, en hann telur þessi verk sér ósam- boðin. „Ég þvæ ekki hár," sagði hann ný- iega, „og ég klippi ekki. Ég er lista- maður. Ég er myndhöggvari í viss- um skilningi. Ég miða hárgreiðsluna við persónuleika og andlitsfar stjörn- unnar. Hárgreiðsla verður að vera einstaklingsbundin. Ég líki aldrei eftir, einungis vegna þess að viss tegund hárgreiðslu er i tízku. Þetta er hrapalegur misskilningur. Nú, það sem er í tízku kann að fara sum- um konum vel, en getur klætt sum- ar konur herfilega. En sumar konur HANN SÉR UM HÁRPRÝÐI STJARNANNA Ernst Adler setur upp 100 dollar fyrir 15 mín- útna vinnu. Kvikmyndaleikkona ein, fræg og virt, taldi hann ómissandi og tók hann með sér í brúðkaupsferð sína. „að finna upp eitthvað glænýtt. En það er ógemingur. Þrátt fyrir allt sitt gort, hafa hárgreiðslumennimir í Parls aldrei fundið neitt nýtt upp. Það sem hægt er að gera við hár konunnar, gerðu Egyptar fyrir fimm þúsundum árum. Hárbylgjur ? Egyptar þekktu þær. Krullur. Egyptarnir voru sérfræðingar 1 krullum. Þeir bleiktu hár og lituðu og gerðu við það allar hugsanlegar kúnstir. Hárgreiðslan I May Fair Lady er beinlínis „stolin" frá Victoríu-tímabilinu. „Hár er nú einu sinni hár," segir Adler. „Það er ekki ótakmarkað það sem hægt er að gera við hárið. Við gerum ekkí annað en að endurvekja gamla tizku og móta hana samkvæmt persönu og andlitsfari stjörnunnar. Adler á örðugt með að lýsa því í orðum, hvernig hann fer að þvi að ná þessum árangri. Það em þrjú stig í vinnu hans. Fyrst lokkar hann hár- ið, býr til litla og stóra lokka. Þvi sterkara og liðaðra sem hárið er, þvi auðveldara er að eiga við það. Eitt erfiðasta viðfangsefni Adlers var Marilyn Monroe. „Hárið á henni er mjög mjúkt og fíngert og þarfn- ast mikillar liðunar," segir hann. „Hún er sauðþrá. Hún vildi ekki leyfa mér að gera það sem mér sýnd- ist við hár hennar. Eg fékk ekki ann- að en að renna greiðu gegnum það. Hún vill láta hárið standa út í loft- ið ailt í óreiðu. Ég er hræddur um, að aðrar tegundir hárgreiðslu fari henni mun betur en þessi, en hún situr fast við sinn keip og vill alls ekki hlusta á ráðleggingar mínar. Mér finnst hún heillandi í alla staði, nema hvað hún hefur ekki hundsvit á því, hvernig hún á að greiða sér." Meðan hann virðir fyrir sér andlit konunnar og mælir í huga sér lengd hársins, byrjar hann að hugsa sér hvaða tegund hárgreiðsiu fari kon- unni bezt. Síðan tekur hann að setja hárpinna i hárið á víð og dreif. Stærri lokka býr hann til með þvi að vefja hárinu um málmstauta, misjafnlega breiða. Annað stigið er falið í því að Emst Adler er lítill kubbslegur ná- ungi, sem svipar stundum til Napó- leons og hegðar sér jafnvel stundum eins og hann. Þessi maður er einn færasti hárgTeiðslumaður heimsins. Adler sker sig algerlega út úr sinni stétt. Hann leikur ekki listir sínar við hvern sem er. Hann hefur ekki neina hárgreiðslustofu. Hann hefur ekki einu sinni skrifstofu. iidler hefur algerlega snúið sér að stjörnunum sem leika á Broadway, sjónvarpsstjörnunum og öðrum sem á einhvern hátt skara fram úr á sviði skemmtanalífsins. Og Adler tekur enga smávegis þóknun fyrir erfiði sitt. Fyrir að greiða einni stjörnu tekur hann allt frá 250 upp í 1500 dollara. Hann hefur greitt og snyrt hár allflestra stjarnanna í vinsælustu söngleikunum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Dorothy Lamour sagði um Adler: „Ég hef vist látið allt að því tuttugu hí rgreiðslumenn í Hollywood annast hár mitt. Ég heyrði talað um Adler fyrir nokkrum árum, þegar ég átti að koma fram í fyrsta sinn í nætur- klúbbi. Ég bað hann að annast hár mitt. Fyrst leit hann framan í mig. Síðan lagði hann fingurnar á höfuð mitt. Ég fann strax, að hann var eng- inn viðvaningur. Ég veit aldrei, hvað hann ætlar sér að gera við hárið á mér, en ég treysti honum. Stundum bregður mér illilega, þegar ég sé á eru svo þráar, að þær heimta að láta greiða sér eftir tízkunni. Konan ætti að reyna að fá sér hárgreiðslu- mann, sem kann sitt fag og er á eng- an hátt háður tizkunni." Þessi skoðun Adlers kemur greini- lega fram í öllum gerfum hans. Með- al annars sá Adler um hárgreiðsluna í My Fair Lady, árið 1955. Þar sem þessi söngleikur varð mjög vinsæll, hlaut afleiðingin að verða sú, að fjöldi kvenna líkti eftir hári stjarn- anna, sem þar komu fram. Adler kynnti sér hárgreiðslu fyrri tíma, og komst að þvl, að á dögum Napóleons og síðar mátti finna mjög hentugar og fallegar tegundir hárgreiðslu. „Auðvitað langar mig, eins og aðra hárgreiðslumenn," segir hann, Sjónvarpsstjarnan Teresa Brewer lætur Adler laga hárið. Hann starf- rækir enga stofu. 14 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.