Vikan


Vikan - 30.04.1959, Page 11

Vikan - 30.04.1959, Page 11
Chery Crane er hón fannst meðal slæpingja i Los Angeles. Við skulum ekki halda, að þetta mál sé engöngu rætt í útvarpsþætt- inu „Spurt og spjallað'1 hér í okkar ágæta útvarpi -— o sei — sei — nei! Það er víðar Guð en í Görðum — eins og þar stendur. Og það eru víð- ar syndum spilltar sálir en á Islandi — bæði ungar og gamlar. En mun- urinn er þó, að unga fólkið, meðan það á ekki afkvæmi, eyðileggur aðal- lega sitt eigið lif, en við — hin eldri — verðum að skilja ,að ef unga fólk- ið er spillt, þá er sökin okkar, ein- staklinganna og þjóðfélagsins. /%llt frá dögum IVióse Allt frá dögum Móse hefur okkur verið kennt að syndir feðranna komi fram á börnunum. Kynslóð eftir kyn- slóð hafa sannað þetta. Hvernig get- um við þá í stóru eða smáu skotið okkur undan ábyrgðinni? Það minnsta, sem við getum gert, er að viðurkenna, að ekki er allt sem skyldi. Við skulum ekki fara að vitna í nein nærtæk dæmi í okkar litla þjóð- félagi, það gæti verið allt of við- kvæmt mál. Birtar hafa verið ekki alls fyrir löngu blaðagreinar sem skýrt hafa frá börnum, sem komið er með á sjúkrahús blá og marin. Jafnvel ósannað mál, hvort ekki hafi verið um brunabletti að ræða eftir vindlinga á andliti eins ungbarnsins. Þess er heldur ekki langt að minn- ast, að birt var frásögn í dagblöðön- um þess efnis, að vöggubarn hefði gleymst úti í vagninum sínum næt- urlangt. Um hitt skulum við alls ekki ræða, hvað við persónulega Jiomumst í kynni við. Mæður bilað- ar á tagum eftir nýafstaðinn hjóna- skilnað, konur, sem koma dauðþreytt- ar heim úr vinnunni með litlu börn- in sín, sem hirt hafa verið á ein- hverju barnaheimilinu á leiðinni heim. Móðir og barn, þre'ytt og von- svikin þessa litlu stund, sem þau egia saman á degi hverjum, eiga ekki alltaf uppbyggilegar eða á- nægjulegar stundir saman, oft síður en svo. Það er óþarft að ræða hér lengi um hina meira eða minna mis- heppnuðu skólavist og léleg námsaf- köst eldri barnanna, sem búa við eintóma upplausn i heimilisháttum. Við skulum heldur ekki vera lang- orð um þann sársauka og þá andlegu ofraun, sem það er hverjum ungling að finna, að hann á engan bakhjarl, engan, sem hægt er að treysta, hvorki í meðlæti né mótlæti, eða sem hægt er að virða og vera hreykinn af, en slíkt gefur óþroskuðum ung- ling aukið þrek og sjálfsvirðingu. Engan, sem gefur þau fordæmi, sem eru heppileg til eftirbreytni fyrir ungmennið og um leið hyrningar- SPILLING ELDRI KYNSLÚDARINNAR steinn að lífshamingju þess sjálfs og niðja þess. Hollywood þetta draumaland Nei, við skulum heldur tala um Hollywood þetta draumaland, sem við flest fáum aðeins séð gegnum „hugmyndanna gler." Á undanförnum árum höfum við heyrt hverja harmsöguna af annarri um hin glötuðu börn kvikmyndaleik- aranna þar. Taugaveiklun, eirðarleysi og lífs- leiði eru hinir tryggu förunautar þeirra bama, sem búa við skort á ástúð og umhyggju foreldranna og finna, að hvorki þeir né lífið sjálft gerii' neinar kröfur til þeirra, en þess í stað hent í þau öllu því, sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Hvers er hægt að vænta af barni, sem verður að skipta um föður og móður — jafnvel mörgum sinnum. Hver ber ábyrgðina? Hver ber ábyrgðina, þegar 14 ára telpa verður morðingi? Cheryl Crane, dóttir Lönu Turner drap, eins og allir muna, elskhuga móður sinnar með brauðhníf, þegar henni fannst ekki vera um annað að velja til að bjarga lifi móður sinnar. Nafn Lönu Turner var löngu þekkt meðal kvikmyndahúsgesta, en síðan þetta kom fyrir hefur það verið á hvers manns vörum. Hún er að visu ekki eins mikil leikkona og margir vilja vera láta, en hún hefur fallegt andlit og er mjög glæsileg. Þrátt fyrir sín 38 ár hefur hún til þessa verið ein af hin- um eftirsóttu konum í Hollywood. Því að fyrir utan sitt góða útlit er hún mjög þekkt og stórrík. Það er því eitt af þessu óskiljan- lega að hún skuli hafa haft jafn náið samband við slíkan mann og Johnny Stompanato var. Undirheimar Hollywood A vísu á Hollywood sína undir- heima, þar sem slíkir menn, á þeirra máli „entelmen — gangsters," sem lögreglan hefur stöðugt auga með, en getur ekki klófest, stunda allskonar atvinnu, sem ekki þolir dagsins ljós, en gefur því betri arð. Johnny Stompanato var einn af þessum mönnum, en þrátt fyrir það voru hann og Lana Turner áaðskiljanleg í fulla 14 mánuði, og það þurfti hvorki meira né minna en morð til þess að það yrði að verulegu hneyksli. í leif að ástinni Lana hefur ekki verið við eina fjöl- ina felld í ástamálum sínum, en hún hefur gefið þá skýringu á því -— að hún sé ávalt í leit að ástinni. Þetta er liklega eina rétta svarið, þvi að eigingirnin getur verið svo mikil, að aldrei sé hægt að elska neinn, nema sjálfan sig. 17 ára gömul kom Lana Turner fyrst til Hollywood og gat þá bók- staflega ekki þverfótað fyrir aðdá- JLana og dóttirin á frumsýningu. endum. Hún opinberaði fljótlega trú- lofun sína með ungum og þekktum lögfræðing, en giftist skömmu seinna bezta vini hans. Þau voru gift í tæp tvö ár, en þá skildu þau þau og hún giftist Stephen Crane, sem er faðir Cheryl hins óhamingjusama barns hennar. Cheryl hefur ávalt elskað móður sína afar heitt og veiið hreykin af henni, en eftir því sem hún eltist og hún fór að skilja meir það sem fram fór, varð þess meira og meira vart, að barnið var óhamingjusamt og yfir- spennt á taugum. Sambandið á milli móður og dóttur hefur þó ávallt verið gott og Cheryl naut hverrar stundar, sem hún gat fengið að vera með móður sinni, sem eðlilegt var, því að faðirinn var floginn út í veð- ur og vind. Það er þó aðallega eftir að Lana fer að vera samvistum við Johnny Stompanato, þann mann, sem lögreglustjórinn í vissum hluta Hollywoodborgar gaf þann vitnis- burð, að hann væri rakinn þorpari, að Cheryl virðist vera á góðri leið með að fara í hundana. Hún hverfur fyrirvaralaust frá heimavistarskólan- um, sem hún átti að vera í. Hennar er leitað i marga daga af lögreglunni og hún fannst að lokum, þar sem hún e að þvælast stefnulaust og án nokkurra fyrirætlana meðal slæp- ingja í Los Angelse. Þá fyrst gat hún ekki lengur leynt sálarkvölum sinum og óttanum við þann mann, sem móðir hennar var samvistum við. IVSóðir min er a lífshæffu Hún fer samt heim til móður sinn- ar og þar skeður það, að hún verður þessum manni að bana. I marga klukkutima hlustar hún á hann hóta móður sinni öllu illu, jafnvel lifláti, þar sem hann dvelst einn með henni inni í svefnherbergi hennar. Það síð- asta, sem hún heyrir, áður en hún brýzt inn í herbergið og fremur verknaðinn er, að hann segir: „Ég á eftir að ná mér niðri á þér, hvort sem það verður í dag eða á morgun eftir mánuð eða ár. Þá er henni allri lokið óttinn og skeflingin verður öllu öðru yfirsterkara. Cheryl Crane er fundin saklaus bæði af réttvísini og samtíð sinni. Samkvæmt dómsúrskurði býr hún nú hjá ömmu sinnl. Hún er nú aðeins 15 ára gömul, en skuggi fortíðarinnar mun aldrei vikja frá henni né niðjum hennar. „Allt í 8agi“ Þetta var í Hollywood. Ekkert líkt þessu getur nokkurn tíma skeð hér í höfuðborginni okkar, þar sem „allt er í lagi" og íbúarnir segja brosandi „allt í lagi", þegar einhverj- um öfugugga finnst einmitt eitthvað vera í ólagi. Og það er kannske líka „allt í lagi," þótt sum börnin okkar steyti hnefann full af þrjósku og sár- saukafullri reiði og reiði til höggs gegn spillingu eldri kynslóðarinnar. Lana Turner í réttarhöldunum. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.