Vikan


Vikan - 30.04.1959, Page 26

Vikan - 30.04.1959, Page 26
KVILLAR OG FAGRAR LISTIR Framhald af bls. 5. ingi hans þar náði skeytinu svo aft- ur frá Lœrvilc. Þá gengu endar sam- an og Jónas fékk þegar greiddar tuttugu þúsundir og skyldi fá lúnar sjötiu, ef tunnurnar reyndust vel og afli yrði einhver. Nokkru síðar kom bátur inn með 300 tunnur síl lar cj daginn eftir fékk hann afrangmn greiddan. Af kaupandanum sagði það, að meiri síld lcom ekki á land um sumarið, enda fór hann á höfuð- ið nokkru síðar! Hagnaður Jónasar af þessum mðskiptum nœgði lionum til að Ijúka námi í lœknisfrœði hér lieima og varð honum dágóður styrk- ur til utanfarar að auki. JÖNAS SVEINSSON mun frá upphafi hafa verið ákveðinn i lœknisnámi. Að loknu stúdents- prófi 1917, innritaðist hann því í lceknadeild háskólans og lauk þaðan embœttisprófi 1923. Eft- ir það var hann staðgöngumaður héraðslœkni&ins í Miðfjarðarhéraði þungað til i maí 192j að hann hvarf til Árósa og þar dvaldi hann tœpt ár. Að því loknu varð hann héraðs- lœknir í Miðfjarðarhéraði, en sigldi oft utan nœstu árin og kynnti sér ný- ungar í frœðum sínum. Hann var i Vínarborg, þegar tilraun var gerð þar til uppreisnar 1927; nam einnig i Kaupmannahöfn og Berlín um hríð. Árið 1932 varð hann héraðslæknir á Blönduósi, en fluttist til Reykjavíkur upi (\ramótin 193j og hefur verið hér hlarfandi lœknir œ síðan og jafn- framt yfirlœknir sjúkrahússins Sól- heimar. Jónas nam lœknisfrœði undir handarjaðri þeirra prófessoranna Guðmundar Magnússonar og Guð- mundar Hannessonar. Þeir voru báðir prýðilega hæfir og mennt- aðir menn og jafnvel óhrjálegar að- slœður til allra raunhœfra kennslu- starfa drógu ekki úr einlœgum vilja þcirra og hœfileikum. Jónas þótti i upphafi sérstakur sem lœknir; eld- skjótur við sjúkdómsgreiningar, ötull j starfi og ósérhlífinn. Hann átti til ótrúlegustu hluti: Gerði tilraunir með gasi, til að drepa lungnameinsemd i lcindum. Hann hvarf stundum úr veizlum og af mannfagnaði og fór beint að slcurðarborðinu, og hélt svo aftur í fagnaðinn án þess eftir vœri tekið. Hann neyddist líka til þess stundum að fremja uppskurði við hinar frumstœðustu aðstœður; þannig ■slcar hann t. d. oftar en einu sinni upp á hesthús- eða eldhúshurð; hann hengdi mann með garnaflœkju öf- ugan upp í bjálka svo allt volsið gekk út af honum. Þá voru þeir eitt sinn a ferð dr. Bigurður Sigurðsson, nú landlæknir og Jónas. Komu þeir á afskekktan bœ. Þar var maður illa haldinn af innvortis sjúkdómi. Kalt var i veðri og engin upphitun í bæn- um. Þá tóku þeir spíritus úr pússi sínu, settu í fat og kveiktu í, svo góð- ur ylur varð og unnt að fremja að- gerðina. Jónas var eitt sinn héraðs- lœknir á Jótlandi um hríð. Þá gladdi 26 það hann mikið, að bœkur frœnda hans og }iajna Guðlaugssonar voru til á allflestum bœjum í liéraðinu. Meðan Jónas var lœknir fyrir norð- an gerði hann mikið yngingarafrek, sem frœgt er orðið af skrifum og um- tali. Hann mun einnig hafa fengizt eitthvað við það hin síðari ár, og Spegtllinn og raunar fleiri blöð hafa hent gaman að merablóðsviðleitni læknisins, þótt hún hafi víst verið allra góðra gjalda verð. Jónas Sveinsson hefur ferðazt mjög viða, er sennilega víðförlasti lœknir íslenzkur og kynnzt hefur hann fjöl- mörgum merkum og heimsfrœgum lœknum og baráttumönnum gegn dauðanum. Hann þekkti dr. Eisels- berg í Wien, sem bjargaði á sín- um tíma erkihertoga nokkrum með því að taka kirtla úr kálfsveslingi og grœða í hertogann með góðum árangri. Þá dvelur hann sérhvert sumar nokkra hríð hjá dr. Niehans i Sviss, sem gegnir þar yfirlœknis- embœtti við a. m. k. 6 sjúkrahús og báðir liafa þeir til hans leitað dr. Adenauer og Píus páfi XII. í nauð- um sínum. Dr. Niehans varð fyrst frœgur fyrir það að taka maga úr manneskju. Aðgerðin tókst vel, en læknarnir urðu i mestu vandrœðum, hvernig fœða bœri kerlingu eftir upp- skurðinn og lá nœrri, að allt lenti í vandrœðum. Þá kom kunningjakona hennar i heimsókn og þar sem sjúkl- ingurinn var aðfram kominn af hungri gœddi hún sér á vínarbrauði og sœtum kökum, sem vinkonan bar í tuðm sinni og hresstist og varð brátt alheil! Hann hefur ennfremur verið í lœri hjá þeim frábœra meist- ara dr. Sauerbruch og síðar kynnt- ist hann manninum sjálfum og fannst ekki minna til hans koma en lœkn- isins. ÞVI MIÐUR eru nokkuð margir lœknar þannig skapi farnir, eða gera sér að minnsta kosti far um að reyna að sýnast með allan heiminn á herð- um sér, þrungnir ábyrgðartilfinningu, sem þeir veita útrás í þvinguðum andlitsdráttum ag miklum brúna- þyngslum. Þannig auka þeir ef til vill agnarlítið á virðingu sína í augum almúgans og móðursjúkra kvenna, en gera sjálfum sér jafnfamt erfiðara fyrir. Lœknar eru of ópersónulegir, sú tíð er löngu liðin, þegar lœknirinn var kynjavera með „furdulig efni og ferlig töV' og langt utan hinnar al- mennu seilingar mannshugans. Sem betur fer er Jónas Sveinsson gjör- samlega laus við þennan kvilla; hann kyssir gömlu konurnar að góðum sveitasið og kann liárrétta lagið á öllum sinum sjúklingum. Hann veit sem er, að létt lund og kátt geð er mikils virði fyrir sjálfan hann og sjúklingana og lœknir, sem kemur til sjúklings með gleðiljóma i augum og bros á vör léttir honum ósjálfrátt byrði sjúkdómsins. En það eru fleiri hliðar á Jónasi Sveinssyni. Hann hefur fengizt við margt fleira en nytsöm lœknisstörf. Vel að merkja var liann einn af stofnendum Vikunnar og ritaði einn- ig fyrstu grein, sem þar birtist. Mað- urinn og doktorinn eru nefnilega báðir prýðis vel ritfærir og hafa veitt mörgum ánœgjustundir með ferða- þáttum í blöðum, tímaritum og bók- um og erindum í útvarpi og á mann- fundum. Hann efndi til starfrœkslu mjólkurbús að Laxnesi fyrir nokkr- um árum og við það tœkifæri gaf hann skáldinu góða land og lóð undir Gljúfrasteininn sinn. Þá gaf hann sér tima til að fara á námskeið i bók- bandi í Handiðaskólanum og hef- ur bundið margar bækur sínar. Hann á einstaklega snoturt bóka- safn, fagurlega frágengið í viðliafn- armikilli skrifstofu húsbóndans. Þar eru líka egypsk goðalíkneski og fagr- ir munir og málverk. Þá spilar liann listilega á píanó og hefur bœði yndi og nautn af fögrum listum og mennt- um. Jónas Sveinsstn er hugsjónamað- ur. Hann fæddist blásnauður, en vann sig til dágóðra bjargálna með fá- gætu hugviti og snerpu og er sjálf- sagt vel stœður núna. Samt er það eins og honum sé ekki sérlega sýnt um að ríghalda í fé sitt. Hann er fádæma rausnarlegur og lijálpfiis, greiðir hvers manns vanda, og heim- ili þeirra hjóna er annálað fyrir alúð og myndarskap. Hann er nefnilega ekki einn þeirra, sem gleymir þreng- ingum sínum og erfiðleikum. ■—- Hann man vel baráttuna, sem hann háði ungur fyrir lifibrauði sinu, þegar kennd lítilmagnans fjötraði allar hugsjónir og athafnaþrá og engum manni ann hann þess hlutskiptis, þótt honum finnist nauðsynlegt aðhald jafn áríðandi. Hann segir mönnum hispurslitið meiningu sína og getur verið harður í horn að taka, finn- ist honum gert á hluta góðs mál- efnis. Hann fullyrðir, að átumein Reykjavíkur sé áhyggjur og aftur áhyggjur. Hann er þess vel vitandi, að Bakkabrœðrahugsunarhátturinn lifir góðu lífi í þjóðfélaginu; allt er á hausnum, þrátt fyrir feikilega að- stoð og haug af lánum, sem skútan hefur flotið á síðustu árin. Hann fœr ekki skilið, hversvegna menn risa eins og grábröndóttir vœlandi kett- ir, þegar minnzt er á, að virkja mœtti Dettifoss og selja þaðan raf- magn fyrir 500 milljónir á ári. Þjóð- legheitin verða að blífa og jafn- vœgisskopmyndin verður að haldast í byggð landsins. Enginn athafna- maður má hugsa um neitt nema fisk, jafn gulltrygg og sú iðja hefur reynzt alla jafna hina síðari ára- tugi. Jónas Sveinsson er f.jarri því heill í þcssum línum. Maðurinn er gædd- ur svo fágœtri margbreytni, að leit mun að öðrum líkum. Hann er kom- inn ofurlítið á sjötugsaldurinn, en ellimörkin eru enn fjarri anda lians. Hann er ennþá mikill grallari, stríð- inn og skemmtilegur, en umfram allt fágaður heimsborgari, vel heima í flestum hlutum, þótt þeir séu utan sérsviðs hans lœknisfrœðinnar. Jón- as Sveinsson hefur reynzt hamingj- unnar barn í þessum harða heimi. Hann hefur auðvitað átt við erfið- leika að stríða, en þeir liafa einungis aukið styrk hans og þol og vegsemd hans hefur vaxið við sérhvern vanda. Hann er einlœgt þeirrar trúar, að einhver œðri standi að baki skurð- lœknunum, einhver ofar vorum skiln- ingi. En maðurinn er aldrei einn. Jónas Sveinsson á því lána að fagna, að eiga góða og myndarlega konu, Ragnheiði Hafstein, sem búið hefur honum einstaklega smekklegt og skemmtilegt heimili, og þar uníir hann sér glaður að loknum löngum starfsdegi, — ef hann fœr þá frið fyr'vr sínum mikla sjúlclingafans, sem vitjar hans bœði að degi og nóttu. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.