Vikan


Vikan - 30.04.1959, Page 22

Vikan - 30.04.1959, Page 22
Seinni hluti En nokkrum klukkustundum áður en þetta gerðist, var búið að kanna allar leynihirzlur hertekna kafbáts- bas og hin mikilvægu tæki hans. Meðai annars fundust kort yfir staði þá, þar sem lögð höfðu verið tundurdufl, auk þess sem nákvæmur appdráttur af kafbátnum fannst 1 einni hirzlunni. Nú var allt, sem hönd á festi, flutt &r kafbátnum yfir í annað skip. Bát- tjrinn var dreginn norður til Hval- fjarðar. Þar rannsökuðu kafarar bátinn, til að kanna það, hvort hægt •/æri að sigla bátnum — samkvæmt hugmynd Churchills — undir hinu hvíta kennimerki konunglega sjó- hersins. Kafbáturinn virtist ekki alvarlega Skaddaður. 1 rauninni var engin þörf fyrir kafbátinn að gefast upp. En það var heldur seint að hugsa um það. Tveimur vikum síðar var kaf- þátnum siglt til Englands. Otto Kretschmer, kafteinn úr ’þýzka herlium las aftur blaðagrein- ina, þar sem Thompson sagði frá handtöku kafbátsins U-570. Þetta var ótrúlegt: Rahmlow Waut að hafa verið vitskertur. Hessalbarth yfirforingi kom inn með annað blað í hendinni. Þeir ræddu hertökuna, og trúðu af gömlum /ana aðeins helmingnum af því, sem þeir hc '’öu lesið — en það var harla nóg. Aðrir menn úr þýzka hernum komu inn og tóku þátt í samræðunum. Þessi hópur hefði getað verið hver annar liðsforingiahópur í Þýzka- landi — en út um gluggann sást mögnuð gaddavírsgirðing umhverfis húsið. Þetta gerðist 1 Grizedale-höll, sem breytt hafði verið í stríðsfangabúð- ir. Kretschmer var þarna hæst sett- ur og valdamestur fanganna. Hann stjórnaði þýzku hermönnunum þarna af engu minni röggsemi en hann hafði stjórnað U-99 forðum. „Við vorum að fá gesti,“ sagði Hesselbarth nokkrum dögum síðar. Komið var með Berndt, Christiansen og Mentzel inn, en allir voru þeir yfirmenn á kafbátnum hertekna. Áð- ur hafði Kretschmer skrifað Dönitz bréf, sem skrifað var reyndar til fjölskyldu hans og bréfið rannsakað af ritskoðurum. En af þessu bréfi átti Dönitz síðar að ráða, að Rahmlow og menn hans yrðu leiddir fyrir rétt, innan fangabúðanna. Christiansen og Mentzel voru spuroir fyrst: þeir voru sakaðir um hugleysi. Kretschmer spurði mennina tvo að- eins þriggja spurninga. Hafði Ramh- low sýnt hugleysi? Var Rahmlow sekur fyrir að hafa yfirgefið kaf- bátinn? Hversvegna kafaði ekki U-570? Báðir mennirnir kváðust vera und- irmenn, sem hlýddu aðeins fyrirskip- unum — fyrirskipunum Rahmlows. Skömmu síðar var kveðinn upp úrskurður: Christiansen og Mentzel voru ósekir. Meðan á þessu stóð, stóð Brendt, stjórnandi kafbátsins afsíðis, titrandi. Hversvegna hafði hann ekki hand- tekiö Rahmlow kaptein? Hversvegna hafði hann ekki kafað? Hæddur? Hræddur um að honum yrði ekki bjargað? Þessu var lokið eftir hálftíma. Berndt var dæmdur sekur um hug- leysi, Kretschmer lýstí þvi yfir, að hann myndi vera fangi meðal fanga, þar til Þjóðverjar hertækju England. Og þá gat varla annað tekíð við en dauðarefsing. Tveir menn voru látnir gæta hans. öðrum var bannað að tala við hann, Berndt hugsaði lengi um örlög sín. Hann ákvað að flýja og eyðileggja U-570. Hann myndi hætta lífi sínu, til þess að endurheimta heiður sinn.. Bemdt mlnntist á þetta við yfir- menn sina. Kretschmer hugsaði sig lengi um. Loks kom úrskurður hans: nerndt yröi leyft að flýja, og allt yrði gert honum til aosloðar við flóttann. Þeir höfðu komizt að því, að kaf- báturinn væri kominn til Skotlands. Berndt voru gefin borgaraföt og fals- að vegabréf. Eitt kvöldið sátu Þjóðverjarnir úti milli tveggja varðturna og sungu gamla þýzka söngva. Varðmennirnir hölluðu sér fram og hlustuðu. Undir öðrum varðturninum lágu tveir fang- ar, sem voru að reyna að ryðjast gegnum gaddavírsgirðinguna. Þegar klukkan sló tíu, laumaðist Berndt út um glugganri á skálanum og stefndi á opið í girðingunni. Hann komst heilu og höldnu að opinu. Mennirnir í svefnskálanum glottu: hann hafði tvo tíma til stefnu, áður en upp kæmist um flóttann. En einn yfirmanna fangabúðanna,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.